Vinsælasti ísrétturinn frá upphafi kominn aftur

Vinsælasti pop up-ísréttur Omnom frá upphafi, Tiramisú, er kominn aftur …
Vinsælasti pop up-ísréttur Omnom frá upphafi, Tiramisú, er kominn aftur á ísseðilinn tímabundið. Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður segir að þessi ísréttur hafi slegið rækilega í gegn. Samsett mynd

Vin­sæl­asti pop up-ís­rétt­ur Omnom frá upp­hafi, Tiram­isú, er kom­inn aft­ur á ísseðil­inn tíma­bundið. Í þess­um ís­rétt má finna mjúk­an vanilluís, svamp­botn, létt og þeytt mascarpo­ne og rjómakrem með kaffisúkkulaði ásamt kaffi-marsala sírópi.

„Við átt­um ekki von á svona góðum viðbrögðum í haust þegar Tiram­isú-ís­inn kom út, en hann al­gjör­lega rauk út og seld­ist oft­ar en ekki upp,“ seg­ir Kjart­an Gísla­son súkkulaðigerðarmaður og ann­ar eig­enda súkkulaðigerðar­inn­ar Omnom.

„Núna þegar veðrið er svona rosa­legt er ekki vit­laust að lyfta sér upp með Tiram­isú-ís,“ bæt­ir hann við bros­andi. Þessi girni­legi ís­rétt­ur kem­ur í einni stærð og á án efa eft­ir að gleðja aðdá­end­ur Omm­nom.

Fyr­ir áhuga­sama er Ísbúð Omnom úti á Granda, nán­ar til­tekið að Hólma­slóð 4.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert