Vinsælasti pop up-ísréttur Omnom frá upphafi, Tiramisú, er kominn aftur á ísseðilinn tímabundið. Í þessum ísrétt má finna mjúkan vanilluís, svampbotn, létt og þeytt mascarpone og rjómakrem með kaffisúkkulaði ásamt kaffi-marsala sírópi.
„Við áttum ekki von á svona góðum viðbrögðum í haust þegar Tiramisú-ísinn kom út, en hann algjörlega rauk út og seldist oftar en ekki upp,“ segir Kjartan Gíslason súkkulaðigerðarmaður og annar eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom.
„Núna þegar veðrið er svona rosalegt er ekki vitlaust að lyfta sér upp með Tiramisú-ís,“ bætir hann við brosandi. Þessi girnilegi ísréttur kemur í einni stærð og á án efa eftir að gleðja aðdáendur Ommnom.
Fyrir áhugasama er Ísbúð Omnom úti á Granda, nánar tiltekið að Hólmaslóð 4.