Gellurnar hans Leifs eru ómótstæðilegar

Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari á La Primavera býður ávallt upp á …
Leifur Kolbeinsson matreiðslumeistari á La Primavera býður ávallt upp á nýja fisk sem hann sækir jafnvel sjálfur niður á höfn og velur það besta. Ljósmynd/Ari Magg

Gell­ur í krydd­legi er einn af vin­sæl­ustu fisk­rétt­un­um hans Leifs Kol­beins­son­ar, mat­reiðslu­meist­ara og eig­anda veit­ingastaðar­ins La Prima­vera, sem í boði hafa verið á mat­seðli staðar­ins.

Und­ir­rituð hef­ur verið svo hepp­in að fá að njóta þess að bragða af þess­um ómót­stæðilega góðu gell­um og því­lík­ur unaður er það fyr­ir bragðlauk­ana.

Smjörsós­an er hreint lostæti og pass­ar ákaf­lega vel með gell­un­um. Rétt­ur­inn nýt­ur ávallt mik­illa vin­sælda og gell­urn­ar rjúka út þegar þær eru á boðstól­um.

Stutt er fyrir Leif til fisksalana að velja sér ferskt …
Stutt er fyr­ir Leif til fisksal­ana að velja sér ferskt og nýtt há­refni. Ljós­mynd/​Ari Magg

Gell­urn­ar eru alltaf vin­sæl­ar

„Gell­ur eru alltaf vin­sæl­ar hjá okk­ur. Þá kem­ur sér vel að vera á þess­um frá­bæra stað við höfn­ina og hafa marga fasta­gesti sem eru sólgn­ir í fisk­inn hjá okk­ur. Þar eru gell­urn­ar eng­in und­an­tekn­ing,“ seg­ir Leif­ur með bros á vör, en hann er svo hepp­inn að vera við höfn­ina og geta farið beint til fisksal­anna og fengið nýj­an og fersk­an fisk dag­lega.

Marshallshúsið stendur á fallegum stað við höfnina út við Granda.
Mars­halls­húsið stend­ur á fal­leg­um stað við höfn­ina út við Granda. Ljós­mynd/​Ari Magg

Leif­ur deil­ir hér með mat­ar­vefn­um upp­skrift­inni að gell­um í krydd­legi. Upp­skrift­ina ásamt fleiri hefðbundn­um rétt­um af mat­seðli La Prima­vera má finna í mat­reiðslu­bók Leifs „Tutt­ugu og fimm ástæður til að fanga“. Bók­in fæst til að mynda á veit­inga­stöðum La Prima­vera, ann­ars veg­ar í Mars­halls­hús­inu og í Hörpu.

Ómótstæðilega girnilegar gellurnar hans Leif með smjörsósu sem bráðnar í …
Ómót­stæðilega girni­leg­ar gell­urn­ar hans Leif með smjörsósu sem bráðnar í munni. Ljós­mynd/​Ari Magg

Gellurnar hans Leifs eru ómótstæðilegar

Vista Prenta

Gell­ur í krydd­legi

  • 800 g gell­ur (skolaðar í köldu vatni, skeggsnyrt­ar og þerraðar)
  • 8 hvít­lauks­geir­ar (rifn­ir fínt með rif­járni)
  • 100 ml ólífu­olía
  • 1 tsk. þurrkaður chilli
  • 1 knippi basilíka (saxað)
  • 1 knippi stein­selja (saxað)
  • 1 egg
  • 50 ml mjólk
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 200 g smjör (kalt í bit­um)
  • 100 ml hvít­vín
  • 50 ml rjómi
  • 50 ml hvít­vín­se­dik
  • 1 skalott­lauk­ur (fínt saxaður)
  • 1 sítr­óna (safi)

Aðferð:

  1. Byrjið að blanda sam­an í skál, ólífu­olíu, hvít­lauk, chilli, stein­selju og basilíku.
  2. Hrærið vel sam­an og leggið hreinsaðar gell­urn­ar í lög­inn.
  3. Látið marín­er­ast í kæli í a.m.k. 24 klukku­stund­ir.
  4. Sós­una lagið þið með því að setja skalott­lauk­inn, hvít­vínið og ed­ikið í þykk­botna pott. Fáið suðuna upp við væg­an hita og sjóðið niður þar til vökvinn þykkn­ar og minn­ir á síróp, bætið þá rjóm­an­um út í og hitið.
  5. Bætið við köldu smjöri, bita fyr­ir bita, þar til sós­an hef­ur þykknað og fengið á sig fal­leg­an gljáa.
  6. Smakkið til með salti og pip­ar.
  7. Sigtið sós­una og geymið við hliðina á hell­unni.
  8. Sós­an má ekki hitna um of og alls ekki sjóða aft­ur, þá skil­ur hún sig.
  9. Takið gell­urn­ar úr marín­er­ing­unni og þerrið á klút.
  10. Þeytið sam­an egg og mjólk í skál og setjið gell­urn­ar út íeggja­blönd­una.
  11. Steikið gell­urn­ar í olíu á vel heitri pönnu.
  12. Gætið þess að setja ekki of mikið af gell­um á pönn­una í einu.
  13. Steikið gell­urn­ar 4–5 mín­út­ur á hvorri hlið, kryddið með salti og pip­ar, kreistið yfir safa úr sítr­ónu og berið fram með smjörsós­unni.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert