Kryddbrauð – þetta gamla góða

Gamla, góða kryddbrauðið klikkar aldrei. Svo gott nýbakað með smjör …
Gamla, góða kryddbrauðið klikkar aldrei. Svo gott nýbakað með smjör og osti. mbl.is/Eyþór

Krydd­brauð er dá­sam­legt brauð sem hef­ur lengi verið vin­sælt á ís­lensk­um heim­il­um og klikk­ar aldrei. Það er bragðmikið, mjúkt og er full­komið hvort sem þú nýt­ur þess eitt og sér eða smurt með smjöri og osti.

Árni Þorvarðarson kann sitt fag og það er eins og …
Árni Þor­varðar­son kann sitt fag og það er eins og að kom­ast í fjár­sjóð að kom­ast í upp­skrifta­bók­ina hans. mbl.is/​Eyþór

Þetta brauð hent­ar vel fyr­ir helgarkaffið, vinnustaðakaffið eða hvers­dags­leg­ar stund­ir þar sem þú vilt gleðja bragðlauk­ana. Hér er upp­skrift­in að krydd­brauði sem kem­ur úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar, bak­ara og fag­stjóra við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi, sem slær alltaf í gegn.

Kryddbrauð – þetta gamla góða

Vista Prenta

Krydd­brauð

  • 252 g syk­ur
  • 105 g smjör­líki
  • 2 stk. egg (u.þ.b. 105 g)
  • 76 g síróp
  • 252 ml heitt vatn
  • 387 g hveiti
  • 2 tsk. natrón (8 g)
  • ½ tsk. engi­fer, malað (1 g)
  • 1 tsk. neg­ull, malaður (4 g )
  • 1 tsk. kanill (4 g)

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 175°C og smyrjið bök­un­ar­form eða klæðið það með bök­un­ar­papp­ír.
  2. Þeytið sam­an syk­ur og smjör­líki eða olíu og hrærið þar til bland­an verður létt og mjúk.
  3. Bætið við eggj­un­um, einu í einu, og hrærið vel á milli.
  4. Blandið síróp­inu sam­an við heita vatnið og hellið því var­lega í deigið meðan þið hrærið.
  5. Í ann­arri skál skulu þið blanda sam­an þur­refn­un­um, hveiti, natróni, engi­fer, neg­ul og kanil.
  6. Bætið þur­refn­un­um smám sam­an út í blautefn­in og hrærið þar til deigið er jafnt og kekkjalaust.
  7. Hellið deig­inu í formið og bakið í 50-60 mín­út­ur, eða þar til prjónn kem­ur hreinn úr miðju brauðsins.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert