Ástríðukokkurinn Daníel býður upp á marokkóskar Kefta-kjötbollur í pítubrauði

Ástríðurkokkurinn Daníel Már Kristinsson á sér fyrirmynd í þegar kemur …
Ástríðurkokkurinn Daníel Már Kristinsson á sér fyrirmynd í þegar kemur matargerð en það er Claus Meyer einn af meðstofnendum að stjörnuveitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Daní­el Már Krist­ins­son, viðskipta­fræðing­ur hjá Indó-spari­sjóði og stærðfræðinemi, er með mikla ástríðu fyr­ir mat, bakstri og jiuj­istu. Hann er mat­gæðing­ur fram í fing­ur­góma og fær inn­blástur­inn sinn gjarn­an í mat­reiðslu­bók­um og veit­inga­stöðum sem hafa heillað hann með ljúf­feng­um mat­ar­upp­lif­un­um.

Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins upp­skrift­ina að sín­um upp­á­halds­rétti þessa dag­ana sem eru mar­okkósk­ar Kefta-kjöt­boll­ur sem born­ar eru fram í heima­gerðu píta­brauði með dýrðlegu meðlæti og skor­ar á sam­starfs­konu sína að taka við kefl­inu af hon­um.

„Áhug­inn kviknaði snemma í eld­hús­inu og bý ég að því að hafa fylgst vel með, því voru mik­il tíma­mót þegar ég náði að full­komna „fluf­fy“ am­er­ísk­ar pönnu­kök­ur,“ seg­ir Daní­el og bæt­ir við að ástríðan fyr­ir mat­ar­gerð og bakstri hafi auk­ist enn frek­ar eft­ir að hann fór að halda sitt eigið heim­ili með kær­ust­unni sinni.

Fyr­ir­mynd­in Claus Meyer

Áttu þér fyr­ir­mynd þegar kem­ur að mat­ar­gerð?

„Þegar við fjöl­skyld­an bjugg­um í Dan­mörku kynnt­ist ég Claus Meyer og hef­ur hann verið mik­il fyr­ir­mynd í gegn­um tíðina þegar kem­ur að elda­mennsku, þess má geta að hann er einn af meðstofn­end­um stjörnu­veit­ingastaðar­ins Noma í Kaup­manna­höfn. Hann hef­ur verið mjög virk­ur í frum­kvöðla­starfi þegar kem­ur að mat, þetta þarf oft­ast ekki að vera flókið, og fá hrá­efni eru oft­ar en ekki lyk­ill­inn að góðri upp­skrift. Það finnst mér heill­andi,“ seg­ir Daní­el.

„Þetta mynd­band hér lýs­ir Claus Meyer vel, en hér les hann yfir gest­um á Hró­arskeldu.

Aðspurður seg­ist Daní­el ávallt hafa haft gam­an af því að mat­reiða og baka. „Al­veg síðan ég man eft­ir að hafa full­komnað am­er­ísku pönnu­kök­urn­ar. Und­an­farið hef­ur bakst­ur­inn vakið enn meiri áhuga hjá mér, sér­stak­lega á meðan heims­far­aldr­in­um stóð þegar ég byrjaði að prófa mig áfram í súr­deigs­bakstri.

Hef­ur sankað að sér mat­reiðslu­bók­um

Ég fylg­ist mikið með mat­ar­unn­end­um á sam­fé­lags­miðlum, og þessa stund­ina er „Mob“-miðill­inn í miklu upp­á­haldi hjá mér. Einnig hef ég sankað að mér mat­reiðslu­bók­um í gegn­um tíðina. Ein upp­á­halds­bók­in mín er Oster­ia 16, sem inni­held­ur upp­skrift­ir frá ít­alska veit­ingastaðnum Oster­ia 16 í Kaup­manna­höfn,“ seg­ir Daní­el hug­hrif­inn.

Einn af upp­á­halds­rétt­um Daní­els þessa dag­ana eru mar­okkósk­ar Kefta-kjöt­boll­ur í heima­gerðu pítu­brauði með heima­gerðu tzatziki eða grísku jóg­úr­ti, harissa chilli, humm­us og létt­pikkluðum rauðlauk með tómöt­um.

Marokkóskar Kefta-kjötbollur í heimagerðu pítubrauði með heimagerðu tzatziki, harissa chilli, …
Mar­okkósk­ar Kefta-kjöt­boll­ur í heima­gerðu pítu­brauði með heima­gerðu tzatziki, harissa chilli, humm­us og létt­pikkluðum rauðlauk með tómöt­um er upp­á­halds­rétt­ur­inn hans Daní­els. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hvað er það sem heill­ar þig við rétt­inn og á rétt­ur­inn sér sögu?

„Fyrst og fremst er rétt­ur­inn ein­stak­lega fersk­ur. Við kær­ast­an mín byrjuðum að gera þenn­an rétt þegar við bjugg­um í Kaup­manna­höfn og vek­ur hann upp góðar og hlýj­ar minn­ing­ar af su­mar­kvöld­um, um­kringd ein­stak­lega góðum vin­um. Einnig er rétt­ur­inn að hluta til ein­fald­ur, en hægt er að skala hann upp og niður með því að bæta við alls kon­ar meðlæti, eins og grísku vatns­mel­ónu­sal­ati með feta­osti og heima­gerðu tzatziki.

Marokkóskar Kefta-kjötbollur eru algjört lostæti að njóta í góðum félagsskap.
Mar­okkósk­ar Kefta-kjöt­boll­ur eru al­gjört lostæti að njóta í góðum fé­lags­skap. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Á hvern viltu skora næst til taka við kefl­inu af þér og deila með les­end­um upp­skrift­inni að sín­um upp­á­halds­rétti?

„Ég vil skora á sam­starfs­kon­una mína, Krist­björgu. Hún er mik­ill mat­gæðing­ur og er alltaf að sýna okk­ur nýja rétti í vinn­unni.“

Girnilegur réttur sem bragð er af.
Girni­leg­ur rétt­ur sem bragð er af. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Ástríðukokkurinn Daníel býður upp á marokkóskar Kefta-kjötbollur í pítubrauði

Vista Prenta

Mar­okkósk­ar Kefta-kjöt­boll­ur í heima­gerðu pítubrauði með heima­gerðu tzatziki eða grísku jóg­úr­ti, harissa chilli, humm­us og létt­pikkluðum rauðlauk með tómöt­um

Fyr­ir 4

  • 1 rauðlauk­ur
  • 250 g kirsu­berjatóm­at­ar
  • Fersk­ur sítr­ónusafi úr hálfri sítr­ónu
  • Extra virg­in ólífu­olía eft­ir smekk
  • Grískt jóg­úrt
  • Harissa chilli paste
  • Sal­at­blanda fyr­ir brauðið eða til að hafa á hliðinni
  • 4 heima­gerð pítu­brauð (sjá upp­skrift fyr­ir neðan) eða til­bú­in arab style brauð eða pítu­brauð

Kefta kjöt­boll­ur

  • 500 g nauta­hakk (líka hægt að blanda sam­an 250 g nauta­hakki við 250 g af lambahakki)
  • 1 lít­ill rauðlauk­ur, fín saxaður
  • 1 tsk. kúm­in
  • 1 tsk. kórí­and­er-krydd
  • 1 tsk. paprika
  • ½ þumalputta stærð af fersku engi­feri, skrælið og saxið fín­lega
  • Lítið búnt af fersku kórí­and­er, fín­lega söxuðu
  • Sjáv­ar­salt og fersk­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Ef þið viljið nota grillið, þá mæli ég með að byrja á því að hita það.
  2. Blandið síðan sam­an öllu inni­hald­inu fyr­ir kjöt­boll­urn­ar í stórri skál og kryddið vel með salti og pip­ar.
  3. Notið síðan hend­urn­ar til að blanda öllu vel sam­an, þannig að krydd­bland­an dreif­ir sér vel í allt kjötið.
  4. Skiptið síðan kjöt­inu upp í fjórðunga og skiptið síðan hverj­um fjórðungi upp í um það bil 5 kjöt­boll­ur.
  5. Þær ættu að vera í minni kant­in­um þannig að þær kom­ist vel fyr­ir í pít­una.
  6. Setjið næst all­ar kjöt­boll­urn­ar á bök­un­ar­fat eða það sem er til og setjið plast­filmu yfir og geymið í ís­skáp í um það bil hálf­tíma.
  7. Skerið einn lauk­inn í þunn­ar fín­ar sneiðar og tóm­at­ana í hálft og setjið í skál.
  8. Kreistið sítr­ónusaf­an­um yfir og setjið tvö­falt magn af ólífu­olíu út í.
  9. Hrærið vel sam­an og látið liggja.
  10. Ef þið eruð að fara að nota pönnu, hitið hana þá á miðlungs­hita og takið Kefta-kjöt­boll­urn­ar úr kæl­in­um.
  11. Setjið smá ólífu­olíu á Kefta-kjöt­boll­urn­ar og setjið þær á heita grillið eða pönn­una.
  12. Leyfið þeim að brún­ast á sömu hliðinni í smá áður en þeim er snúið við.
  13. Snúið síðan nokkr­um sinn­um þar til þær eld­ast jafnt, í um það bil 7 til 10 mín­út­ur eða þangað til þær eru vel eldaðar. Það gæti þurft að gera þetta í tveim­ur skömmt­um ef það er verið að nota pönnu.
  14. Þegar það er búið að elda kjöt­boll­urn­ar, hitið þá brauðin á heitri þurri pönnu í um það bil 30 sek­únd­ur á hvorri hlið.
  15. Rífið síðan brauðin í tvennt og skerið þau opin með hníf.
  16. Smyrjið síðan jóg­úr­ti og harissa chilli í brauðið.
  17. Fyllið síðan með kjöt­boll­um og lauk- og tóm­at­blönd­unni.
  18. Berið fram með smá sal­ati til hliðar eða setjið smá sal­at í pítu­brauðið ef vill.

Heima­gerð pítu­brauð

  • 500 g hveiti
  • 300 g volgt vatn
  • 10 g þurr­ger
  • 25 g syk­ur
  • 10 g salt

Aðferð:

  1. Blandið sam­an ylvolgu vatni og geri í skál.
  2. Bætið síðan við sykri og hrærið vel.
  3. Bætið hveit­inu við og hrærið öll­um inni­halds­efn­um sam­an þar til nán­ast ekk­ert hveiti er eft­ir í skál­inni.
  4. Bætið þá við salti.
  5. Takið deigið úr skál­inni og hnoðið það á borðplötu.
  6. Hnoðið deigið í hönd­un­um í um það bil 7-10 mín­út­ur eða þar til það verður slétt og fal­legt. Ef deigið er þurrt getið þið bleytt hend­urn­ar, hveitið dreg­ur auðveld­lega í sig vatnið.
  7. Mótið deigið í kúlu og setið það í skál. Breiðið viska­stykki yfir og látið hef­ast á hlýj­um stað þar til það hef­ur tvö­fald­ast að stærð.
  8. Skiptið deig­inu í 100-120 g bita.
  9. Mótið hverja ein­ingu í þétta kúlu og látið standa í 10 mín­út­ur und­ir viska­stykki.
  10. Notið köku­kefli til að fletja út pítu­brauðin í um 0,5 cm þykkt.
  11. Látið pítu­brauðin lyfta sér á viska­stykki í 20 mín­út­ur.
  12. Hitið stóra og sterka pönnu yfir miðlungs­hita í 3-5 mín­út­ur.
  13. Lækkið hit­ann í miðlungslág­an hita og setjið pítu­brauðið á pönn­una með þeirri hlið sem snerti viska­stykkið fyrst.
  14. Eft­ir 10 sek­únd­ur snúðu yfir á hina hliðina. Eft­ir aðrar 10 sek­únd­ur snúðu til baka. Haltu áfram að snúa pítu­brauðinu þar til þú færð fal­lega vasa inni í brauðinu.
  15. Settu pítu­brauðin í körfu eða skál með viska­stykki yfir til að koma í veg fyr­ir að þau þorni eða harðni.
Tómatarnir og rauðlaukurinn passa vel saman.
Tóm­at­arn­ir og rauðlauk­ur­inn passa vel sam­an. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert