Hefur þú smakkað lasanja með suðusúkkulaði og döðlum?

Ljúffengt grænmetislasanja með döðlum og suðusúkkulaði.
Ljúffengt grænmetislasanja með döðlum og suðusúkkulaði. Ljósmynd/Theodóra J. Sigurðardóttir Blöndal,

Theo­dóra J. Sig­urðardótt­ir Blön­dal, mat­gæðing­ur með meiru, töfraði fram þetta girni­lega græn­met­islas­anja sem hún bragðbæt­ir með smá sætu, suðusúkkulaði og döðlum. Hún seg­ir það vera gald­ur­inn til að fá börn til að borða meira af græn­met­is­rétt­um eins og þessu las­anja. Hver og einn get­ur síðan valið sitt upp­á­halds­græn­meti í rétt­inn og þarf ekki endi­lega að fara bók­staf­lega eft­ir upp­skrift­inni held­ur gera rétt­inn að sín­um. Upp­skrift­ina gerði Theo­dóra fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Hefur þú smakkað lasanja með suðusúkkulaði og döðlum?

Vista Prenta

Græn­met­islas­anja

Fyr­ir 6

  • 2 stk. gul­ir lauk­ar, saxaðir
  • 1 búnt spergilkál, smátt saxað nema stilk­ar
  • 3 stilka sell­e­rí (3 - 6)
  • 1 box, svepp­ir, sneidd­ir (345 g)
  • 2 stk. eggald­in, skor­in í sneiðar
  • ½ stk. kúr­bít­ur, smátt saxaður
  • 2 stk. sæt­ar kart­öfl­ur, skorn­ar í ten­inga
  • 1 hand­fylli af söxuðum döðlum
  • 40 g suðusúkkulaði
  • 2 dósirniðursoðnir, saxaðir tóm­at­ar
  • 2 dl vatn
  • 2 græn­metisten­ing­ar
  • Salt, svart­ur pip­ar, chili-flög­ur eft­ir smekk
  • Olía til steik­ing­ar
  • 1 pk. las­anja­blöð
  • rif­inn mozzar­ella-ost­ur
  • Par­mes­an, rif­inn
  • Sal­at að eig­in vali

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Skerið allt græn­metið.
  3. Skerið lauk­inn í sneiðar, spergilkálið mjög smátt og sleppið stilk­in­um en það er auðvitað val, sell­e­ríið er skorið í sneiðar eins og svepp­irn­ir.
  4. Kúr­bít­ur­inn er skor­inn smátt.
  5. Steikið græn­metið í ol­í­unni og á meðan er eggald­inið skorið langs­um, penslað með olíu og hitað í ofn­in­um.
  6. Kart­öfl­urn­ar eru skorn­ar í ten­inga (því smærri, því fljót­ari eru þeir að steikj­ast) og sett­ir í ofn­inn og látn­ir verða mjúk­ir.
  7. Þegar græn­metið á pönn­unni er orðið mjúkt er tómöt­un­um hellt sam­an við ásamt vatni.
  8. Kryddið eft­ir smekk og bætið við döðlun­um.
  9. Súkkulaðið er sett sam­an við al­veg í lok­in.
  10. Látið smá­sjóða á meðan græn­metið í ofn­in­um er að klár­ast.
  11. Svo er bara að púsla þessu sam­an í form.
  12. Notið ekki all­ar kart­öfl­urn­ar, geymið til að strá yfir í lok­in.
  13. Sósa fyrst, las­anja­blöðum og eggald­in raðað, sósa yfir, kart­öfl­ur og svo fram­veg­is.
  14. Stráið osti yfir, vippið inn í ofn­inn og bakið í 30- 40 mín­út­ur.
  15. Látið standa og kólna aðeins áður en þið berið rétt­inn fram.
  16. Gott er að bera fram með fersku sal­ati og par­mesanosti til að rífa yfir rétt­inn.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert