Stórfréttir fyrir aðdáendur Royal búðingsins

Royal kynnir nú til leiks nýjan búðing með mokkabragði sem …
Royal kynnir nú til leiks nýjan búðing með mokkabragði sem er á leið í verslanir sem á án efa eftir að slá í gegn. Ljósmynd/Aðsend

Royal kynn­ir nú til leiks nýj­an búðing með mokka­bragði sem er á leið í versl­an­ir að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá John Lindsay heild­söl­unni.

Royal búðing­ur­inn, sem hef­ur glatt bragðlauka Íslend­inga í meira en 70 ár og verið ómiss­andi hjá mörg­um þegar bollu­dag­inn ber að garði. Nú þegar góan nálg­ast með öllu sínu til­heyr­andi eins og konu­deg­in­um, bollu­degi og ösku­degi mun nýi Royal búðing­ur­inn ef­laust koma sér vel.

„Royal kynn­ir nú ljúf­fenga nýj­ung, Royal með mokka­bragði. Þessi nýi búðing­ur býður upp á dá­sam­lega blöndu af silkimjúku súkkulaði og ilm­andi kaffi­bragði. Full­komið fyr­ir sanna sæl­kera og kaffiunn­end­ur,“ seg­ir Andrea Björns­dótt­ir, markaðsstjóri hjá Lindsay.

Bollu­dag­ur­inn nálg­ast óðum

Hátíð sæl­ker­anna, sjálf­ur bollu­dag­ur­inn, er rétt hand­an við hornið, þar sem Royal búðing­arn­ir eru oft­ar en ekki í aðal­hlut­verki á mörg­um heim­il­um.

„Við get­um ekki annað en mælt með að prófa nýja Royal mokka sem er frá­bær í boll­urn­ar, hvort sem um er að ræða vatns­deigs­boll­urn­ar vin­sælu eða klass­ísku ger­deigs rjóma­boll­urn­ar. Búðing­ur­inn er að sjálf­sögðu einnig kjör­inn sem eft­ir­rétt­ur einn og sér eða í veisl­una,“ seg­ir Andrea sem er orðin mjög spennt að sjá viðbrögðin við nýja Royal búðingn­um.“

Hef­ur verið fram­leidd­ur frá ár­inu 1954

Royal búðing­ur­inn hef­ur fyr­ir löngu unnið hug og hjörtu þjóðar­inn­ar, en hann hef­ur verið fram­leidd­ur í verk­smiðju Agn­ars Ludvigs­son­ar í 71 ár eða frá ár­inu 1954.

Agn­ar stofnaði litla verk­smiðju á Ný­lendu­götu árið 1941 sem heild­sölu- og inn­flutn­ings­fyr­ir­tæki.Árið 1954 stofnaði Agn­ar síðan mat­væla­fram­leiðslu og hóf fram­leiðslu á lyfti­dufti og í fram­hald­inu Royal búðinga. Það má segja að for­saga þess sé að fyr­ir sak­ir gjald­eyr­is­hafta hófst fram­leiðslan hér á landi. Á þessu tíma­bili gekk illa að fá vör­ur hingað til lands. Það var því auðveld­ara að flytja inn vél­ar, tæki og tól og sjá um fram­leiðsluna hér heima. Í dag er fram­leiðslan kom­in í Klettag­arða.

Er skemmst frá því að segja að Royal búðing­arn­ir slógu al­ger­lega í gegn strax og eru enn vin­sæll eft­ir­rétt­ur á borðum Íslend­inga á öll­um aldri.

 

Nýi búðingurinn Royal-mokka.
Nýi búðing­ur­inn Royal-mokka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert