Berglind mælir með þessum dásamlega jarðarberja-chiagraut

Jarðarberja-chiagrauturinn kemur vel út í fallegum eftirréttaskálum á fæti.
Jarðarberja-chiagrauturinn kemur vel út í fallegum eftirréttaskálum á fæti. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þessi dásamlegi jarðarberja-chiagrautur er fullkominn morgunverður og getur líka verið frábær hádegishressing.

Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar er iðin við að ná sér innblástur á netinu þegar hún er að prófa sig áfram með nýjar uppskriftir. Á dögunum rakst hún á svipaða hugmynd að uppskrift á netinu og eftir að hún prófaði að gera súkkulaði-chiagraut varð hún að prófa að gera jarðarber líka.

Það skemmtilega við þessa chiagrauta er að það er hægt leika sér með bragðtegundir og líka velja ávexti til setja ofan á.

Jarðarberja-chiagrautur

Fyrir 4

  • 200 g jarðarber
  • 1 banani
  • 30 g haframjöl
  • 1 msk. kókosmjöl
  • 1 msk. hlynsíróp
  • 350 ml léttmjólk frá MS
  • 50 g chiafræ

Aðferð:

  1. Setjið allt nema chiafræ í blandarann og blandið vel saman.
  2. Hellið í skál, hrærið chiafræjunum saman og geymið í ísskáp í að minnsta kosti 3 klukkustundir (eða yfir nótt).
  3. Setjið grautinn síðan í skálar og toppið með því sem hugurinn girnist.
  4. Hér notaði Berglind gríska jógúrt, jarðarber og smá saxað dökkt súkkulaði.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert