Fiskmarkaðurinn heldur upp á Ástarvikuna fjórða árið í röð

Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari á Fskmarkaðinum segir Ástarvikuna í tilefni …
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumeistari á Fskmarkaðinum segir Ástarvikuna í tilefni Valentínusardagsins og konudagsins komna til að vera. Samsett mynd

Valentínusardagurinn nálgast óðfluga en Íslendingar eru margir hverjir farnir að fagna honum þó að hann sé ekki íslensk hefð. Hann ber upp föstudaginn 14. febrúar næstkomandi. Konudagurinn, sem er íslensk hefð, er heldur ekki langt undan en hann ber upp sunnudaginn 23. febrúar næstkomandi.

Í tilefni þessara ástardaga eru samfélagsmiðlarnir komnir í rómantískan búning. Hver veitingastaðurinn af fætur öðrum býður upp á ástarmatseðil og margir hverjir bjóða líka upp á rómantískan glaðning, svo fátt sé nefnt.

Matseðill með rómantísku ívafi

Fiskmarkaðurinn sem stendur við Aðalstræði 12 í hjarta borgarinnar er einn þeirra veitingastaða sem kalla tímabilið Ástarvikuna og býður upp á matseðil með rómantísku ívafi. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem Fiskmarkaðurinn stendur fyrir þessu.

Boðið verður upp á rómantískan matseðil og gjafir í tilefni …
Boðið verður upp á rómantískan matseðil og gjafir í tilefni Ástarvikunnar. Samsett mynd

„Þetta er fjórða árið í röð sem við höldum upp á Ástarvikuna á Fiskmarkaðnum þar sem við fögnum frá Valentínusardegi til konudags. Fólk missir oft af dögunum sjálfum en vill halda upp á þá samt sín á milli svo þess vegna viljum við vera með þetta í boði yfir þennan tíma. Við elskum að brjóta upp hefðbundið form þegar tækifærin gefast eins þegar þessa daga ber upp. Vera með eitthvað öðruvísi og bæta við matar- og menningarflóruna. Við höfum verið í samstarfi við mismunandi fyrirtæki. Núna í ár erum við í samstarfið við Angan Skincare og skartgripafyrirtækið My Letra,“ segir Hrefna Rósa Sætran stjörnukokkur og einn eigenda Fiskmarkaðarins.

Við byrjum kvöldið með La Marca freyðivíni, áður en við færum okkur yfir í samansettan seðil með nokkrum af okkar vinsælustu réttum, sem eru eftirfarandi:

  • Andasalat með grafinni vatnsmelónu, pomelo og wafu-dressing,
  • Bleikjusashimi með heitri sesamolíu, sesamfræjum og graslauk.

Þá geta viðskiptavinir valið á milli eftirfarandi aðalrétta:

  • Ribeye með smælki, chimichurri, chrispy chili olíu og japanskri BBQ, eða
  • Grilluð stórlúða með greipaldin-chimichurri, stökkum kartöflustráum.

Í lokin bjóðum við upp á fræga eftirréttinn okkar, hvítsúkkulaðiostakökuna, sem er fullkominn endir á kvöldinu. Í gjöf frá okkur fær ást hvers viðskiptavinar vörur frá ANGAN skincare, sem innihalda lúxusprufur af andlitsolíu og hreinsi, ásamt glæsilegu hálsmeni frá My Letra,“ segir Hrefna og er sannfærð um að Ástarvikan sé komin til að vera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert