Æðislega gott kjúklinga-enchiladas Miguels

Bragðmikið og æðilega gott kjúklinga-enchiladas sem krakkarnir elska.
Bragðmikið og æðilega gott kjúklinga-enchiladas sem krakkarnir elska. Ljósmynd/Gassi

Þetta er ekta fjölskylduréttur, bragðmikið kjúklinga-enchiladas, sem yngri kynslóðin elskar. Það tekur ekki langan tíma að gera þennan rétt og svo er hann fullkominn til að leyfa börnunum að spreyta sig á.

Uppskriftina er að finna í Stóru Disney-matreiðslubókinni frá Edduútgáfu og það er amma Miguels í Disney-World sem á heiðurinn af henni. Miguel er aldrei seinn í mat þegar amma hans er með enchiladas. Honum finnst hún samt aldrei setja alveg nógu mikið af osti yfir réttinn. Nú er bara að prófa og athuga hvort þessi réttur eigi ekki eftir að slá í gegn.

Kjúklinga-enchiladas Miguels

  • 6 heilhveiti tortillakökur
  • 500 g kjúklingakjöt, bringur, lundir eða afgangur af heilum kjúkling, skorið eða rifið niður
  • ½ rauð paprika
  • ½ græn paprika
  • 1 lítill laukur
  • 2 msk. fajitas-kryddablanda
  • 100 g rifinn ostur
  • 400 g salsasósa
  • 60 g rjómaostur
  • 3 msk. olía
  • kóríander
  • sýrður rjómi
  • avókadó

Aðferð:

  1. Ef þið notið kjúklingabringur er gott að skera þær niður í bita. Í þennan rétt er líka tilvalið að nota afgangs kjúklingakjöt.
  2. Hellið ½ msk. af olíu yfir og 1 msk. af kryddblöndunni yfir kjúklinginn og bakið inni í ofn uns kjúklingurinn er gegnsteiktur.
  3. Tíminn fer eftir þykkt bitanna en gegneldaður kjúklingur er hvítur í gegn.
  4. Skerið paprikuna og laukinn niður í strimla og steikið á pönnu upp úr 1 msk. af olíu.
  5. Þegar laukurinn er orðinn glær er 1 msk. af kryddblöndu bætt við.
  6. Rífið kjúklingakjötið og setjið út á pönnuna.
  7. Setjið 200 ml. af salsasósu og rjómaostinn út á og látið malla við vægan hita uns rjómaosturinn hefur bráðnað.
  8. Takið til eldfast mót og olíuberið botninn.
  9. Fyllið hverja tortillaköku með fyllingu og rúllið upp svo að samskeytin snúi niður.
  10. Setjið 1 msk. af salsasósu ofan á hverja köku og svo rifinn ost.
  11. Ofnbakið við 170°C á blæstri í 20 mínútur eða þar til osturinn er tekinn að gyllast og vefjrnar orðnar heitar í gegn.
  12. Berið fram með afgangs salsasósunni, niðurskornu avókadó, sýrðum rjóma og fersku kóríander.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert