Daníel Oddsson barþjónn frá Jungle Cocktail-bar sigraði keppnina um Bláa Safírinn sem haldin var á Petersen Svítunni í janúar eins og frægt er orðið. Hann keppti með drykkinn sinn Celery Chap sem sló dómnefndina út af laginu. Hann ætlar að bjóða upp á helgarkokteilinn að þessu sinni, verðlaunakokteilinn sinn, og mæla með ástríðufullum kokteilum sem eiga það til að kveikja ástarbál.
Daníel er 27 ára gamall og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið í veitingabransanum í liðlega tíu ár.
„Ástríðan mín fyrir kokteilagerð og barþjónamennsku kom upprunalega frá honum Fannari bróður mínum. Hann byrjaði að vinna sem þjónn, svo varð hann kokkur og eftir þann bransa fór hann í barþjóninn. Hann kenndi mér ýmislegt um klassíska kokteila og hvernig skal búa þá til,“ segir Daníel þegar hann er spurður um tilurð þess að hann fór í barþjóninn.
„Á einum tímapunkti á lífsleiðinni vann ég á Apótek Restaurant sem í Austurstræti. Þar kynntist ég frábærum hópi af strákum sem eru með jafn mikla ástríðu og ég fyrir vel gerðum kokteilum og framúrskarandi þjónustu. Árið 2019 fóru þessir drengir frá Apótekinu og opnuðu sinn eigin stað aðeins neðar á Austurstrætinu sem að þeir skírðu Jungle Cocktailbar. Tveimur árum síðar réðu þeir mig inn í fullt starf og gerðu sér lítið fyrir og þjálfuðu mig upp í yfirbarþjónastöðu,“ segir Daníel og brosir.
Daníel hefur líka mjög gaman að því að keppa í kokteilagerð og segir það ákveðna hvatningu að fyrir sig í faginu að vinna til verðlauna.
„Það var ofboðslega gaman að náð þessum sigri. Það segir mér að ég hljóti að var gera eitthvað rétt. En á sama tíma þó svo ég hefði ekki unnið til verðlauna er líka gaman að taka þátt og skemmta sér með öllu þessu frábæru fólki úr barþjónabransanum. Við getum lært svo mikið af hvort öðru.
Það tók mig smá tíma að byggja upp kjark og reynslu til þess að vilja og þora að taka þátt í kokteilkeppnum eins og þessari. Kokteilakeppnir skipta gríðarlega miklu máli fyrir unga og efnilega barþjóna sem eru að reyna koma sér á framfæri og gefa þeim aukin tækifæri í starfi og leik,“ segir Daníel meyr.
Þar sem nú er líður senn að löngu ástarvikunni sem hefst á morgun, föstudaginn 13. febrúar með Valentínusardeginum og stendur hún fram til sunnudagsins 23. febrúar mælir Daníel með ástríðufullum drykkjum.
„Ef ég væri að reiða fram ástríðufullan drykk fyrir skvísuna mína þá myndi ég búa til annaðhvort Clover Club eða French 75. Síðan má alveg bjóða upp á sigurkokteilinn minn Celery Chap,“ segir Daníel og brosir blítt.
Celery Chap
Til skrauts:
Aðferð:
Clover Club
Aðferð:
French 75
Til að toppa drykkinn með
Til skrauts
Aðferð: