„Hann er meistarakokkur, ég á ekki breik í hann“

Tinna Óðinsdóttir, leikaranemi og söngkona með meiru, ljóstrar upp nokkrum …
Tinna Óðinsdóttir, leikaranemi og söngkona með meiru, ljóstrar upp nokkrum staðreyndum um matarvenjur sínar að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Tinna Óðins­dótt­ir, leik­ara­nemi og söng­kona með meiru, ljóstr­ar upp nokkr­um staðreynd­um um mat­ar­venj­ur sín­ar að þessu sinni. Hún seg­ist elska góðan mat en hún sjái ekki um elda­mennsk­una heima. Hún er 30 ára göm­ul og tveggja barna móðir og nýt­ur sín í því hlut­verki á Ak­ur­eyri þar sem fjöl­skyld­an býr.

Hún er ein af þeim sem taka þátt í Söngv­akeppni Rík­is­út­varps­ins og mun stíga á svið í seinni undan­keppn­inni sem hald­in verður á morg­un, laug­ar­dag­inn 15. fe­brú­ar. Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir keppn­ina stend­ur sem hæst þessa dag­ana og eru verk­efn­in mörg.

„Það er hálf­vand­ræðal­egt að ég sé að svara þessu viðtali því ég geri nán­ast ekk­ert í eld­hús­inu nema að ganga frá. Maður­inn minn er al­gjör meist­ara­kokk­ur og ég á ekki breik í hann. Ég er öfl­ug í bakstr­in­um en ég læt hann al­farið sjá um mat­inn,“ seg­ir Tinna og glott­ir.

„Ég elska góðan mat, hef ekk­ert alltaf gert það en eft­ir því sem ég eld­ist því bet­ur er ég að læra að meta góðan og vandaðan mat.“

Á það til að gleyma sjálfri mér

Tinna gaf sér tíma til að svara nokkr­um spurn­ing­um um mat­ar­venj­ur sín­ar á milli æf­inga sem standa nú sem hæst enda ekki nema tæp­ur sól­ar­hring­ur til stefnu.

Hvað færðu þér í morg­un­mat?

„Ég fæ mér ekk­ert alltaf morg­un­mat, mætti vera dug­legri, en mín­ir morgn­ar fara nú mest í það að gefa börn­un­um mín­um góðan morg­un­mat og ég á það til að gleyma sjálfri mér. En ef ég borða þá er það oft­ast próteinþeyt­ing­ur eða grísk jóg­úrt.“

Borðar þú oft á milli mála og hvað þá helst?

„Ég gríp oft­ast í Hleðslu eða bara strang­heiðarlegt súkkulaði.“

Finnst þér ómiss­andi að borða há­deg­is­verð?

„Hinn full­komni há­deg­is­verður fyr­ir mér er svona fersk máltíð, mikið græn­meti og kjúk­ling­ur eða egg.“

Ger­ir ást­in þín vel við þig í mat og drykk á konu­dag­inn?

„Minn maður er í raun sá eini sem eld­ar á heim­il­inu og hann ger­ir ekki bara vel við mig á konu­dag­inn held­ur alla daga árs­ins.“

„Ég elska rjóma­boll­ur“

Borðar þú rjóma­boll­ur?

„Ég elska rjóma­boll­ur! Ger­deigs­boll­ur eru best­ar.“

Eld­ar þú salt­kjöt og baun­ir á sprengi­dag?

„Nei, ég er alls ekki mikið fyr­ir salt­kjöt og all­an þenn­an hefðbundna ís­lenska mat. Amma mín sér um það.“

Þegar þú ætl­ar að gera vel við þig í mat og drykk og vel­ur veit­ingastað til að fara á, hvert ferðu?

„Ef ég vel mér veit­ingastað þá er það alltaf ind­versk­ur staður eða gott sus­hi. Mér finnst samt bara miklu betra að fá mann­inn minn til að elda heima, mér finnst mat­ur­inn betri og stemn­ing­in bara meira kósí.“

Hvað vilt þú á pítsuna þína?

„Mér finnst al­veg ómiss­andi að hafa pip­arost eða rjóma­ost á pítsu, gamla góða meat and cheese er bara mín upp­á­halds.“

Ein með öllu nema hrá­um

Hvað færð þú þér á pyls­una þína?

„Bara ein með öllu nema hrá­um.“

Hver er þinn upp­á­halds­rétt­ur?

„Minn upp­á­halds­rétt­ur er pasta car­bon­ara og heima­gert hvít­lauks­brauð ala maður­inn minn.“

Hvort vel­ur þú kart­öfl­ur eða sal­at á disk­inn þinn?

„Ég er ekki mik­il kart­öflu­kona, þannig að græn­meti færi frek­ar á disk­inn minn.“

Hver er upp­á­halds­drykk­ur­inn þinn?

„Minn upp­á­halds­drykk­ur núna er bleik­ur Vit-hit. En svo er góður cappucc­ino alltaf næs.“

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert