„Við munum ná besta árangri Íslands“

Kristín Birta Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, er …
Kristín Birta Ólafsdóttir, matreiðslumeistari og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu, er mjög hrifin af því að elda og snæða fisk. Smjörsteiktur þorskur er hennar uppáhaldsfiskréttur. mbl.is/Karítas

Krist­ín Birta Ólafs­dótt­ir, mat­reiðslu­meist­ari og meðlim­ur í ís­lenska kokka­landsliðinu, seg­ir að fisk­ur sé einn besti mat­ur sem hún fær og þar ber hæst smjör­steikt­ur þorsk­ur. Hún ætl­ar að gefa les­end­um Morg­un­blaðsins upp­skrift­ina að sín­um upp­á­halds­fisk­rétti þessa dag­ana sem kem­ur að hluta frá vakt­stjóra sem hún vann með í forðum.

Mikl­ar ann­ir eru hjá Krist­ínu þar sem æf­ing­ar með kokka­landsliðinu voru að hefjast auk þess sem hún starfar á Hót­el Grand í eld­hús­inu. Það er því eng­in logn­molla hjá henni og ástríða henn­ar fyr­ir mat­ar­gerð fær að blómstra alla daga.

„Að vera í kokka­landsliðinu hef­ur alltaf verið minn draum­ur og það er ekk­ert betra en að vinna hlið við hlið með mjög hæfi­leika­ríku og flottu fag­fólki, þetta er svo mik­il reynsla. Við hóf­um æf­ing­ar um síðustu helgi fyr­ir heims­meist­ara­mótið í mat­reiðslu sem er næsta stóra verk­efnið okk­ar. Þetta er ótrú­lega stórt og krefj­andi verk­efni sem við erum að fara að byrja á, en samt svo skemmti­legt og spenn­andi. Það er til­tölu­lega langt í mótið en æf­ingaplanið er klárt. Hvert ein­asta smá­atriði verður þróað og fín­pússað. Ég er með háar vænt­ing­ar og býst ekki við öðru en að við mun­um ná besta ár­angri fyr­ir Íslands hönd frá upp­hafi á mót­inu sem fram und­an er í nóv­em­ber á næsta ári,“ seg­ir Krist­ín sem er full til­hlökk­un­ar að fara aft­ur út að keppa.

Kristín Birta er orðin mjög spennt fyrir heimsmeistaramótinu í matreiðslu …
Krist­ín Birta er orðin mjög spennt fyr­ir heims­meist­ara­mót­inu í mat­reiðslu og seg­ir landsliðið ætla sér stóra hluti þar. mbl.is/​Karítas

Fisk­ur er ekki bara fisk­ur

Þegar Krist­ín er spurð hvað sé í upp­á­haldi að mat­reiða og snæða seg­ir hún fisk­inn vera frá­bært hrá­efni í alla staði.

„Fisk­ur er dá­sam­leg­ur og einn besti mat­ur sem ég fæ. Mitt upp­á­hald er hvít­ur fisk­ur, bæði að elda og borða. Fersk­ur fisk­ur er svo skemmti­legt hrá­efni og það eru líka svo marg­ar leiðir til að mat­reiða hann.

Það er mik­il­vægt að borða fisk reglu­lega og ég borða yf­ir­leitt fisk tvisvar í viku. Hann er stút­full­ur af góðu próteini og víta­mín­um og því ættu all­ir að borða fisk reglu­lega. Við pössuðum ein­mitt upp á að venja dótt­ur okk­ar snemma á að borða fisk. Mér finnst svo sorg­legt þegar ein­hver seg­ir mér að hann borði ekki fisk, því hann er þá að missa af svo miklu. Fisk­ur er ekki bara fisk­ur; það eru enda­laus­ar leiðir til að elda hann eða vinna með hann,“ seg­ir Krist­ín metnaðarfull.

„Upp­á­halds­fisk­ur­inn minn er klár­lega þorsk­ur. Fal­lega smjör­steikt­ur þorsk­hnakki er minn upp­á­halds­mat­ur. Mér finnst ótrú­lega gam­an að elda alls kon­ar fisk með mis­mun­andi græn­meti og meðlæti, en þegar ég borða fisk er mitt upp­á­haldsmeðlæti kremað bygg, blóm­kál, epli og brokkólíní með smjörsósu. Mér finnst best þegar bragðið af fiskn­um fær að skína í gegn og það eina sem hann er kryddaður með er salt.

Þessi rétt­ur kem­ur að hluta til frá vakt­stjóra sem ég vann með fyr­ir mörg­um árum og síðan hef ég verið að leika mér með meðlætið en þessi eru ávallt upp­á­halds. Mér finnst þessi hrá­efni ein­föld og ótrú­lega góð,“ seg­ir Krist­ín að lok­um með bros á vör.

Smjörsteiktur þorskhnakki með kremuðu byggi, blómkáli, grilluðu brokkólíní, fersku epli …
Smjör­steikt­ur þorsk­hnakki með kremuðu byggi, blóm­káli, grilluðu brokkólíní, fersku epli með dilli og smjörsósu sem er hreinn unaður að njóta. mbl.is/​Karítas

„Við mun­um ná besta ár­angri Íslands“

Vista Prenta

Smjör­steikt­ur þorsk­hnakki með kremuðu byggi, blóm­káli, grilluðu brokkólíní og fersku epli með dilli og smjörsósu

Þorsk­hnakki

Fyr­ir 2

  • 380 g þorsk­hnakki, skammtið í tvo 190 g skammta
  • Þerrið og saltið létt

Aðferð:

Byrjið á því að hita pönn­una vel og setjið smjör á.

Leggið þorsk­hnakk­ann á pönn­una og steikið þar til kant­arn­ir fara að brún­ast, setjið þá meira smjör á pönn­una og hreyfið hnakk­ann til.

Snúið hon­um síðan við og baðið hann í smjör­inu.

Ef bit­inn er þykk­ur er vert að setja hann inn í ofn á meðal­hita í ör­fá­ar mín­út­ur til að klára að elda hann.

Mik­il­vægt er að taka hann út rétt áður en hann er fulleldaður og að hann hvíli vel en hann held­ur áfram að eld­ast í hvíld.

Kremað bygg

  • 200 g bygg
  • Graslauk­ur, saxaður eft­ir smekk
  • Ferskt dill saxað, eft­ir smekk
  • Börk­ur af ½ sítr­ónu
  • Safi úr ½ sítr­ónu
  • ½ skalott­lauk­ur, skor­inn í litla bita
  • 20 g par­mes­an-ost­ur
  • 20 g Feyk­ir ost­ur
  • 100 g rjómi
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að sjóða byggið og kælið síðan.
  2. Setjið það síðan í pott með rjóm­an­um og ost­in­um og hitið.
  3. Þegar ost­ur­inn hef­ur bráðnað bragðbætið þá blönd­una með salti, pip­ar og sítr­ónusafa.
  4. Setjið síðan rest­ina af hrá­efn­un­um út í.

Epli með dilli og sítr­ónu

  • 1 grænt epli
  • Smá dill
  • 1 sítr­óna
  • Dillol­ía (ef vill)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skræla eplið og kúlið það síðan út með mel­ónu­skeið (parisi­an járn) eða skerið það í ten­inga.
  2. Setjið síðan epla­kúl­urn­ar eða bit­ana í poka með sítr­ónu­berki, sítr­ónusafa og söxuðu dilli. Krist­ín not­ar dillol­íu líka.
  3. Loft­tæmið síðan pok­ann og brögðin og lit­ur­inn þrýst­ast inn í epl­in.

Brokkólíní

  • Brokkólíní eft­ir smekk
  • Vatn eft­ir þörf­um
  • Salt eft­ir smekk
  • Klaki eft­ir þörf­um
  • Brætt smjör eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið brokkólíníið í sjóðandi salt­vatn í 1 mín­útu og síðan beint í klakabað.
  2. Grillið síðan brokkólíníið annaðhvort á grilli eða í bak­arofni.
  3. Raðið á bök­un­ar­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og hellið yfir það smjöri.
  4. Eða raðið á grill og hellið yfir það smjöri á grill­inu.
  5. Saltið eft­ir smekk.

Blóm­kál

  • ½ blóm­káls­haus eða magn eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Skerið blóm­kálið í bita og gufu­sjóðið í 4 mín­út­ur.
  2. Djúp­steikið síðan blóm­kálið við 180°C hita þar til lit­ur­inn verður fal­leg­ur og gull­in­brúnn.
  3. Saltið strax og það er til­búið.

Smjörsósa (Beur­re monte)

  • 200 g smjör, kalt í ten­ing­um
  • Smá vatn
  • Safi úr sítr­ónu eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Setjið ör­lítið vatn í pott á hellu og hitið.
  2. Þegar vatn fer aðeins að sjóða lækkið þá aðeins hit­ann á hell­unni og bætið við köld­um smjörten­ing­um hægt og ró­lega út í.
  3. Pískið rösk­lega á meðan. Þegar allt smjörið er komið út í takið þá pott­inn af hit­an­um/​hell­unni.
  4. Bragðbætið með sítr­ónusafa eft­ir smekk. Það er hægt að setja kryd­d­jurtir og fleira í þessa sósu en Krist­ín set­ur bleikju­hrogn.

Sam­setn­ing

  1. Raðið síðan þorsk­hnakk­an­um ásamt öllu meðlæt­inu fal­lega á disk og berið fram líkt og Krist­ín ger­ir.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert