Ástarpungar – fullkomnir fyrir sælkerastundir um helgina

Ástarpungarnir eru ómótstæðilega góðir volgir beint úr ofninum. Fullkomnir til …
Ástarpungarnir eru ómótstæðilega góðir volgir beint úr ofninum. Fullkomnir til að gleðja bragðlaukana. mbl.is/Eyþór

Er ekki tilvalið að baka ástarpunga fyrir þá sem ykkur þykir vænst um með helgarkaffinu? Ástarpungar eru sígildur íslenskur bakstursréttur sem hefur lengi verið vinsæll hvort sem er í kaffiboðum eða sem ljúffengur eftirréttur.

Þessar litlu bollur, steiktar til fullkomnunar, eru oft lúnamjúkar og gleðja bragðlaukana. Hér er uppskrift að klassískum ástarpungum sem er auðvelt að gera og slá alltaf í gegn. Heiðurinn af uppskriftinni á Árni Þorvarðarson, bakari og fagstjóri við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi.

Árni Þorvarðarson bakari nýtur þess að baka fyrir sína nánustu.
Árni Þorvarðarson bakari nýtur þess að baka fyrir sína nánustu. mbl.is/Eyþór

Ástarpungar

  • 486 g hveiti
  • 162 g sykur
  • 2 tsk. lyftiduft
  • 6 g eða nokkrir dropar, sítrónudropar
  • 1 stk. egg
  • 405 g súrmjólk
  • 81 g rúsínur

Aðferð:

  1. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og loftkennd.
  2. Blandið sítrónudropum og súrmjólk saman við eggjablönduna og hrærið varlega.
  3. Blandið saman hveiti og lyftidufti í annarri skál.
  4. Bætið þessu smám saman út í blautefnin og hrærið varlega saman – ekki hræra of mikið til að koma í veg fyrir að pungarnir verði seigir.
  5. Bætið rúsínunum varlega saman í deigið svo þær dreifist jafnt.
  6. Hitið olíu í djúpri pönnu eða potti þar til hún nær 180°C.
  7. Notið skeið til að setja litla deigklumpa varlega út í olíuna.
  8. Steikið þar til pungarnir eru gullinbrúnaðir og fulleldaðir, um 2-3 mínútur á hvorri hlið.
  9. Takið pungana upp úr olíunni og leggið þá á eldhúsbréf til að láta renna af umfram olíu.
  10. Berið fram heita ástarpunga með sykri, hunangi eða jafnvel húðið þunnt á þá smá súkkulaði.
  11. Ef pungarnir eru ekki borðaðir strax skulu þið geyma þá í loftþéttum poka til að halda þeim ferskum.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka