Próteinpönnukökur fyrir einn

Telma Matthíasdóttir hjá Bætiefnabúllunni er dugleg ð útbúa góðar máltíðir …
Telma Matthíasdóttir hjá Bætiefnabúllunni er dugleg ð útbúa góðar máltíðir sem eru stútfullar af próteini og þar á meðal þessar pönnukökur. Samsett mynd

Það er lítið mál að gera próteinpönnukökur fyrir einn. Telma Matthíasdóttir hjá Bætiefnabúllunni er dugleg ð útbúa góðar máltíðir sem eru stútfullar af próteini og þar á meðal þessar pönnukökur. Hún hefur mikið dálæti af þessum og gerir þær oft fyrir sig eina.

Hún deildi þessari einföldu uppskrift með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum og sýndi hversu auðvelt er að gera góðar pönnukökur sem eru stútfullar af orku.

Próteinpönnukökur

Fyrir 1 (4-5 stk.)

  • 50 g pönnukökupróteinduft, fæst til dæmis í Hagkaup
  • 150 ml vatn

Ofan á

  • fersk jarðarber, eftir smekk
  • rjómi eftir smekk
  • salty caramellu sósa ef vill

Aðferð:

  1. Setjið hráefnið saman í skál eða krukku og blandið vel saman, t.d. með handþeytara.
  2. Látið standa í 5 mínútur.
  3. Hitið síðan pönnuna á rúmlega meðalhita.
  4. Steikið síðan eina pönnuköku í einu á miðjunni á pönnunni, þannig verða þær fallegastar.
  5. Dugar að steikja eina til tvær mínútur á hvorri hlið.
  6. Staðið síðan í stafla á disk.
  7. Toppið með salty caramel sósu, rjóma og jarðarberjum eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka