Þrír íslenskir keppendur á Global Chefs Challenge á Ítalíu

Bjarki Snær Þorsteinsson, Hinrik Lárusson og Jafet Bergmann Viðarsson keppa …
Bjarki Snær Þorsteinsson, Hinrik Lárusson og Jafet Bergmann Viðarsson keppa allir í undankeppninni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumanna sem fram fer í Wales árið 2026. Samsett mynd

Dag­ana 16. til 18. fe­brú­ar fer fram undan­keppni Evr­ópu fyr­ir Global Chefs Chal­lenge sem hald­in verður í kring­um heimsþing mat­reiðslu­manna sem fram fer í Wales árið 2026. Í undan­keppn­inni, sem fer fram á Rim­ini á Ítal­íu, eru þrír full­trú­ar frá Íslandi sem keppa.

Keppendur á leið út í gærmorgun ásamt aðstoðarmönnunum sínum og …
Kepp­end­ur á leið út í gær­morg­un ásamt aðstoðarmönn­un­um sín­um og teymi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hinrik Lárus­son mat­reiðslu­meist­ari, einn af eig­end­um Lúx-veit­inga, tek­ur þátt en Hinrik vann keppn­ina um Kokk árs­ins 2024. Hann var um ára­bil í Kokka­landsliðinu ásamt því að keppa og aðstoða í ýms­um keppn­um á síðustu árum. Hann tek­ur þátt í Global Chefs Chal­lenge, þar sem skyldu­hrá­efn­in eru lúða, kálfa­hryggvöðvi og kálfalif­ur. Hinriki til aðstoðar er Andrés Björg­vins­son, sem er hjá Lúx-veit­ing­un­um.

Andrés vann um síðustu helgi keppn­ina um Ung­kokk Íslands og um leið þátt­töku­rétt til í Eurosk­ills sem fram fer í Hern­ing, Dan­mörku í sept­em­ber. Þeir fé­lag­ar hafa tvær klukku­stund­ir til að af­greiða tveggja rétta mat­seðil og hefja keppni á morg­un, mánu­dag­inn 17. fe­brú­ar klukk­an átta á staðar­tíma.

Bjarki Snær Þorsteinsson vann tilitill Grænmetiskokkur ársins 2024 og sá …
Bjarki Snær Þor­steins­son vann til­it­ill Græn­met­iskokk­ur árs­ins 2024 og sá fyrsti sem vinn­ur þann titil. Hinrik Lárus­son vann titil­inn Kokk­ur árs­ins 2024. Ljós­mynd/​Aðsend

Kepp­ir í Global Veg­an Chef

Bjarki Snær Þor­steins­son, sem starfar hjá Turn­in­um á 19. hæð, kepp­ir í Global Veg­an Chef Chal­lenge, hon­um til aðstoðar er María Ósk Steins­dótt­ir frá Lúx- veit­ing­un­um. María aðstoðaði Bjarka einnig í Nordic Green Chef 2023. Bjarki sigraði keppn­ina um Græn­met­iskokk árs­ins 2024 og er meðlim­ur í Kokka­landsliðinu. Þau hafa tvær klukku­stund­ir til að af­greiða tveggja rétta grænkera­máltíð og hófu keppni í morg­un, sunnu­dag­inn 16. fe­brú­ar.

Jafet kepp­ir í Global Juni­or Chef Chal­lenge

Jafet Bergman Viðars­son sem starfar hjá Torf­húsi Retreat kepp­ir í Global Juni­or Chef Chal­lenge en keppn­in er fyr­ir ung­kokka sem mega ekki vera eldri en 25 ára á keppn­is­degi. Jafet er meðlim­ur í Kokka­landsliðinu og keppti einnig í keppn­inni Nordic Juni­or Chef 2024. Jafet kepp­ir án eig­in aðstoðar­manns, en keppn­is­hald­ari legg­ur til upp­vask­ara hon­um til aðstoðar. Jafet hef­ur eina klukku­stund til að reiða fram einn rétt þar sem skyldu hrá­efn­in eru kálfa­hryggvöðvi og kálfalif­ur.

Það verður spenn­andi að fylgj­ast með ís­lensku kokk­un­um en öll hafa þau sett sér það mark­mið að kom­ast á verðlaunap­all.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert