Allir íslensku keppendurnir hafa lokið keppni – úrslit kunngjörð á morgun

Andrés Björgvinsson og Hinrik Lárusson kláruðu keppnina í morgun með …
Andrés Björgvinsson og Hinrik Lárusson kláruðu keppnina í morgun með stæl og skiluðu framúrskarandi góðu verki. Ljósmynd/Aðsend

Í morgun, á Rim­ini á Ítal­íu, hófst annar keppnisdagur af þremur í undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í kringum heimsþing matreiðslumanna sem fram fer í Wales 2026. Þannig að öðrum og síðasta keppnisdeginum hjá íslensku keppendunum á Global Chefs Challenge er lokið.

Í þessari keppni eru sex aðilar sem vinna sér inn rétt á að keppa í Wales, tveir frá Norður-Evrópu, tveir frá Mið-Evrópu og tveir frá Suður-Evrópu.

 

Hinrik og Andrés luku keppni í dag

Hinrik Lárusson Kokkur ársins 2024 og aðstoðarmaður hans, Andrés Björgvinsson, hófu keppni klukkan 8:10 í morgun og skiluðu inn síðasta réttinum klukkan 10:25. Yfirveguð vinnubrögð og fagmennska skein í gegn þegar fylgst var með vinnu þeirra í eldhúsinu. Diskarnir litu mjög vel út og voru þeir félagar mjög glaðir með sitt framlag að lokinni keppni.

Á diskunum var annars vegar forréttur og hins vegar aðalréttur.

Forréttur:

  • Bökuð Sterling-lúða með humarfarsi og fennel fræjum
  • Freyðandi lúðusósa með kampavíni og ristuðu næringargeri
  • Grænmetispressa með heslihnetum og möndlukremi
  • Blómkál í smjörsósu og ristað blómkálsmauk
  • Sýrður rjómi með eplum, piparrót og dillsósu
Bökuð Sterling-lúða með humarfarsi og fennel fræjum.
Bökuð Sterling-lúða með humarfarsi og fennel fræjum. Ljósmynd/Aðsend

Aðalréttur:

  • Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grillgljáa
  • Ofnbakaðir sveppir & sveppafylling ásamt kálfalifrarfroðu
  • Gullaugakartöflur & Feykir
  • Sýrður laukur, laukflan & brokkolí ragú með saltaðri sítrónu
  • Kálfasoðsósa
Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grillgljáa og meðlæti.
Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grillgljáa og meðlæti. Ljósmynd/Aðsend

 

Íslensku keppendurnir hafa nú allir lokið keppni en niðurstaða úr Global Chef Challenge verður ekki kunngjörð fyrr en klukkan 16.00 á staðartíma á morgun, þriðjudaginn 18. febrúar, þar sem aðeins helmingur af þeim sem keppa í Global Chef Challenge keppa í dag, mánudag.

Fréttir af úrslitunum verða birtar hér á matarvef mbl.is á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka