Allir íslensku keppendurnir hafa lokið keppni – úrslit kunngjörð á morgun

Andrés Björgvinsson og Hinrik Lárusson kláruðu keppnina í morgun með …
Andrés Björgvinsson og Hinrik Lárusson kláruðu keppnina í morgun með stæl og skiluðu framúrskarandi góðu verki. Ljósmynd/Aðsend

Í morg­un, á Rim­ini á Ítal­íu, hófst ann­ar keppn­is­dag­ur af þrem­ur í undan­keppni Evr­ópu fyr­ir Global Chefs Chal­lenge sem hald­in verður í kring­um heimsþing mat­reiðslu­manna sem fram fer í Wales 2026. Þannig að öðrum og síðasta keppn­is­deg­in­um hjá ís­lensku kepp­end­un­um á Global Chefs Chal­lenge er lokið.

Í þess­ari keppni eru sex aðilar sem vinna sér inn rétt á að keppa í Wales, tveir frá Norður-Evr­ópu, tveir frá Mið-Evr­ópu og tveir frá Suður-Evr­ópu.

 

Hinrik og Andrés luku keppni í dag

Hinrik Lárus­son Kokk­ur árs­ins 2024 og aðstoðarmaður hans, Andrés Björg­vins­son, hófu keppni klukk­an 8:10 í morg­un og skiluðu inn síðasta rétt­in­um klukk­an 10:25. Yf­ir­veguð vinnu­brögð og fag­mennska skein í gegn þegar fylgst var með vinnu þeirra í eld­hús­inu. Disk­arn­ir litu mjög vel út og voru þeir fé­lag­ar mjög glaðir með sitt fram­lag að lok­inni keppni.

Á disk­un­um var ann­ars veg­ar for­rétt­ur og hins veg­ar aðal­rétt­ur.

For­rétt­ur:

  • Bökuð Sterl­ing-lúða með humarfarsi og fenn­el fræj­um
  • Freyðandi lúðusósa með kampa­víni og ristuðu nær­ing­ar­geri
  • Græn­met­ispressa með hesli­hnet­um og möndl­ukremi
  • Blóm­kál í smjörsósu og ristað blóm­káls­mauk
  • Sýrður rjómi með epl­um, pip­ar­rót og dillsósu
Bökuð Sterling-lúða með humarfarsi og fennel fræjum.
Bökuð Sterl­ing-lúða með humarfarsi og fenn­el fræj­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðal­rétt­ur:

  • Pönnu­steikt­ur kálfa­hryggvöðvi með grill­gljáa
  • Ofn­bakaðir svepp­ir & sveppa­fyll­ing ásamt kálfalifr­ar­froðu
  • Gullaugakart­öfl­ur & Feyk­ir
  • Sýrður lauk­ur, lauk­fl­an & brok­kolí ragú með saltaðri sítr­ónu
  • Kálfa­soðsósa
Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grillgljáa og meðlæti.
Pönnu­steikt­ur kálfa­hryggvöðvi með grill­gljáa og meðlæti. Ljós­mynd/​Aðsend

 

Íslensku kepp­end­urn­ir hafa nú all­ir lokið keppni en niðurstaða úr Global Chef Chal­lenge verður ekki kunn­gjörð fyrr en klukk­an 16.00 á staðar­tíma á morg­un, þriðju­dag­inn 18. fe­brú­ar, þar sem aðeins helm­ing­ur af þeim sem keppa í Global Chef Chal­lenge keppa í dag, mánu­dag.

Frétt­ir af úr­slit­un­um verða birt­ar hér á mat­ar­vef mbl.is á morg­un.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert