Einfaldasti mexíkóski fiskrétturinn sem sögur fara af

Mexíkóskur fiskréttur sem krakkarnir munu biðja um aftur og aftur.
Mexíkóskur fiskréttur sem krakkarnir munu biðja um aftur og aftur. Ljósmynd/Árni Þór Arnórsson

Árni Þór Arn­órs­son mat­reiðslu­meist­ari og fé­lagi í Klúbbi mat­reiðslu­meist­ara kann að mat­reiða sæl­kera­rétti sem þurfa ekki mörg hrá­efni. Hann gerði þenn­an bragðgóða mexí­kóska rétt sem er mögu­lega ein­fald­asti fisk­rétt­ur sem þú hef­ur eldað og ekki skemm­ir fyr­ir hversu vel hann smakk­ast.

Frá­bær fisk­rétt­ur fyr­ir alla fjöl­skyld­una, krakk­arn­ir eiga eft­ir að biðja um þenn­an aft­ur og aft­ur. Upp­skrift­ina gerði Árni fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Gott í mat­inn.

Einfaldasti mexíkóski fiskrétturinn sem sögur fara af

Vista Prenta

Mexí­kósk­ur fisk­rétt­ur

Fyr­ir 4

  • 800 g ýsa eða ann­ar góður fisk­ur
  • 180 g sýrður rjómi 18%
  • 250 g papriku­smurost­ur
  • 1 stk. meðal­stór lauk­ur
  • 1 stk. græn paprika
  • hand­fylli nachos flög­ur
  • salt og nýmul­inn svart­ur pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 180°C hita.
  2. Skerið ýs­una í bita og raðið í eld­fast mót.
  3. Kryddið með salti og svört­um pip­ar.
  4. Saxið græn­metið og setjið yfir fisk­inn.
  5. Hrærið sam­an sýrða rjóm­an­um og smurost­in­um og hellið yfir fisk­inn.
  6. Myljið yfir nachos­flög­ur.
  7. Bakið við 180°C í 25 – 40 mín­út­ur (fer eft­ir því hvort formið er stórt eða lítið).
  8. Berið fram með því sem hug­ur­inn girn­ist.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert