Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu

Jafet Berg Viðarsson hreppti brons Global Junior Chef Challenge en …
Jafet Berg Viðarsson hreppti brons Global Junior Chef Challenge en keppnin er fyrir ungkokka. Bjarki Snær Þorsteinsson og aðstoðarmaður hans María Ósk Steinsdóttir hlutu brons í Vegan-keppninni. Ljósmynd/Aðsend

Í gær, sunnu­dag­inn 16. fe­brú­ar, hófst undan­keppni Evr­ópu fyr­ir Global Chefs Chal­lenge sem hald­in verður í kring­um heimsþing mat­reiðslu­manna sem fram fer í Wales 2026. Í þess­ari keppni eru þrír aðilar sem vinna sér inn þátt­töku­rétt á að keppa í Wales, einn frá Norður-Evr­ópu, einn frá Mið-Evr­ópu og einn frá Suður-Evr­ópu. Íslend­ing­arn­ir sem taka þátt eru í flokkn­um sem til­heyr­ir Norður-Evr­ópu.

Bjarki í þriðja sæti

Bjarki Snær Þor­steins­son, Græn­meti­kokk­ur árs­ins 2024, og María Ósk Steins­dótt­ir hjá Lux-veit­ing­un­um riðu á vaðið í morg­un og hófu keppni klukk­an 7:45 á staðar­tíma. Þau voru fyrst til að byrja af öll­um kepp­end­um en svo byrjuðu kepp­end­ur með fimm mín­útna milli­bili. Alls voru 12 kepp­end­ur sem tóku þátt í Veg­an-keppn­inni en þetta var í annað skiptið sem hún var hald­in. Í þeirra flokki, Norður-Evr­ópu, vann Dan­inn Bjarke Jepp­esen, Val­erija Cudova frá Lett­landi var í öðru sæti og Bjarki Snær Þor­steins­son náði þriðja sæti sem er mjög góður ár­ang­ur.

Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir með bronsið.
Bjarki Snær Þor­steins­son og María Ósk Steins­dótt­ir með bronsið. Ljós­mynd/​Aðsend

Jafet hreppti brons

Jafet Bergman Viðars­son frá Torf­húsi Retreat, keppti í Global Juni­or Chef Chal­lenge en keppn­in er fyr­ir ung­kokka að há­marki 25 ára á keppn­is­degi. Jafet hóf leik klukk­an 12:55 á staðar­tíma þar sem hann hafði 15 mín­út­ur til að stilla sér upp en elda­mennska hófst klukk­an 13:10 og skilaði hann rétt sín­um einni klukku­stund síðar. Jafet hreppti þriðja sætið, Sví­inn Benjam­in Hellström lenti í öðru sæti og Trym Karlsen frá Nor­egi sigraði keppn­ina og verður full­trúi Norður-Evr­ópu í Wales á næsta ári.

Jafet Berg Viðarsson kreppti bronsið í ungkokkakeppninni.
Jafet Berg Viðars­son kreppti bronsið í ung­kokka­keppn­inni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hinrik kepp­ir í dag, mánu­dag

Keppn­in held­ur áfram í dag, mánu­dag og á þriðju­dag, þar sem keppt verður í Global Pas­try Chef Chal­lenge og Global Chef Chal­lenge. Hinrik Örn Lárus­son sem hlaut titil­inn Kokk­ur árs­ins 2024 frá Lux-veit­ing­un­um kepp­ir í Global Chef klukk­an 8:10 á staðar­tíma Mice en Place og fyrstu skil eru klukk­an 9:45 og loka­skil síðan klukk­an 10:25. Verðlauna­af­hend­ing fyr­ir Global Chef fer fram á morg­un, þriðju­dag, klukk­an 16.00.

Spenn­andi verður að fylgj­ast með Hinrik og sjá hvort hann kemst áfram og fái þátt­töku­rétt í keppn­inni sem hald­in verður í Wla­les á næsta ári.

Svíinn Benjamin Hellström sem lenti í öðru sæti og Trym …
Sví­inn Benjam­in Hellström sem lenti í öðru sæti og Trym Karlsen frá Nor­egi sem sigraði keppn­ina ásamt Jafet Berg sem hreppti bronsið í ung­kokka­keppn­inni. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert