Bragðbombur eða „Flavour Bombs“ er nýjung sem fæst nú á Íslandi. Bragðbomburnar eru hannaðar til að einfalda eldamennsku án þess að skerða bragðgæði. Þær sameina ferskt grænmeti, krydd og kryddjurtir í þægilegu formi sem bætir dýpt og fjölbreytni í matargerðina.
Bragðbomburnarvoru þróaðar í Bretlandi af matgæðingnum og frumkvöðlinum Tina Faghihi-Hallam. Hugmyndin kviknaði þegar Tina, líkt og margir aðrir, stóð frammi fyrir því að skortur á tíma gerði það snúið að útbúa bragðmiklar, heilsusamlegar máltíðir fyrir fjölskylduna. Hún vildi finna lausn sem gæti sparað tíma en veitt sama bragð og alþjóðleg matargerð sem krefst oft flókins undirbúnings.
Með áralanga reynslu af matargerð ákvað Tina að búa til bragðbombur – bragðbættar blöndur úr fersku grænmeti, kryddjurtum og kryddum, sem fanga bragðfrá mismunandi löndum. Hver bragðbomba er handgerð og hönnuð til að auðvelda heimakokkum að búa til bragðmikla rétti án fyrirhafnar.
Nú þegar eru þrjár tegundir í boði á Íslandi en þær eru Birria, Seafood boil og Pho. Á næstunni verða einnig fáanlegar nýjar bragðtegundir, svo sem Jollof Rice og Coconut Curry.
Birria-tacos hafa undanfarið verið meðal vinsælustu rétta á samfélagsmiðlum og á veitingastöðum um allan heim. Rétturinn, sem á uppruna sinn í Jalisco í Mexíkó, hefur vakið athygli fyrir djúpt, ríkt og mikið bragð. Á Íslandi hefur þessi bylgja einnig náð miklum vinsældum, en mörgum hefur reynst erfitt að ná rétta bragðinu heima.
Hér má sjá eina TikTok stjörnuna gera þennan fræga rétt með öllu tilheyrandi en með því að stytta sér ferlið með bombunni tekur mun styttri tíma að töfra þennan fram.
Flavour Bombs fást nú þegar í Melabúðinni í Vesturbænum í Reykjavík, en á næstu vikum verður þeim dreift í fleiri verslanir víða um land.
Hér er ein skotheld uppskrift sem vert er að gera þar sem bragðbomban er í aðalhlutverki, ekta fyrir þriðjudags-taco.
Birria Taco
Fyrir 2-3 (til að gera fyrir 4-6, notið 2 bombur og tvöfaldið hráefnin)
Birria-súpa
Aðferð:
Tacos
Aðferð: