Bragðbombur eru nýjasta æðið í heiminum

Birria Tacos er einn vinsælasti rétturinn þar sem bragðbomburnar koma …
Birria Tacos er einn vinsælasti rétturinn þar sem bragðbomburnar koma við sögu. Ljósmynd/Aðsend

Bragðbomb­ur eða „Flavour Bombs“ er nýj­ung sem fæst nú á Íslandi. Bragðbomburn­ar eru hannaðar til að ein­falda elda­mennsku án þess að skerða bragðgæði. Þær sam­eina ferskt græn­meti, krydd og kryd­d­jurtir í þægi­legu formi sem bæt­ir dýpt og fjöl­breytni í mat­ar­gerðina. 

Hug­mynd sem spratt af þörf

Bragðbomburn­ar­voru þróaðar í Bretlandi af mat­gæðingn­um og frum­kvöðlin­um Tina Fag­hi­hi-Hallam. Hug­mynd­in kviknaði þegar Tina, líkt og marg­ir aðrir, stóð frammi fyr­ir því að skort­ur á tíma gerði það snúið að út­búa bragðmikl­ar, heilsu­sam­leg­ar máltíðir fyr­ir fjöl­skyld­una. Hún vildi finna lausn sem gæti sparað tíma en veitt sama bragð og alþjóðleg mat­ar­gerð sem krefst oft flók­ins und­ir­bún­ings.

Flók­in mat­ar­gerð verður auðveld fyr­ir alla

Með ára­langa reynslu af mat­ar­gerð ákvað Tina að búa til bragðbomb­ur – bragðbætt­ar blönd­ur úr fersku græn­meti, kryd­d­jurt­um og krydd­um, sem fanga bragðfrá mis­mun­andi lönd­um. Hver bragðbomba er hand­gerð og hönnuð til að auðvelda heima­kokk­um að búa til bragðmikla rétti án fyr­ir­hafn­ar.

Einnig er hægt að töfra fram bragðmikinn sjávarrétt með Seafood …
Einnig er hægt að töfra fram bragðmik­inn sjáv­ar­rétt með Sea­food boil bragðbomb­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Nú þegar eru þrjár teg­und­ir í boði á Íslandi en þær eru Birria, Sea­food boil og Pho. Á næst­unni verða einnig fá­an­leg­ar nýj­ar bragðteg­und­ir, svo sem Jollof Rice og Coconut Curry.

Bragðbomburnar eða Flavour Bombs sem fást nú þegar á Íslandi …
Bragðbomburn­ar eða Flavour Bombs sem fást nú þegar á Íslandi eru Birria, Sea­food boil og Pho. Ljós­mynd/​Aðsend

Birria æði

Birria-tacos hafa und­an­farið verið meðal vin­sæl­ustu rétta á sam­fé­lags­miðlum og á veit­inga­stöðum um all­an heim. Rétt­ur­inn, sem á upp­runa sinn í Jalisco í Mexí­kó, hef­ur vakið at­hygli fyr­ir djúpt, ríkt og mikið bragð. Á Íslandi hef­ur þessi bylgja einnig náð mikl­um vin­sæld­um, en mörg­um hef­ur reynst erfitt að ná rétta bragðinu heima.

Með bombunum er hægt að töfra fram bragðmikla og góða …
Með bomb­un­um er hægt að töfra fram bragðmikla og góða rétti á auga­bragði. Ljós­mynd/​Aðsend

Hér má sjá eina TikT­ok stjörn­una gera þenn­an fræga rétt með öllu til­heyr­andi en með því að stytta sér ferlið með bomb­unni tek­ur mun styttri tíma að töfra þenn­an fram.

Flavour Bombs fást nú þegar í Mela­búðinni í Vest­ur­bæn­um í Reykja­vík, en á næstu vik­um verður þeim dreift í fleiri versl­an­ir víða um land.

Hér er ein skot­held upp­skrift sem vert er að gera þar sem bragðbom­b­an er í aðal­hlut­verki, ekta fyr­ir þriðju­dags-taco.

Bragðbombur eru nýjasta æðið í heiminum

Vista Prenta

Birria Taco

Fyr­ir 2-3 (til að gera fyr­ir 4-6, notið 2 bomb­ur og tvö­faldið hrá­efn­in)

Birria-súpa

  • 1 Birria bomba
  • 350 ml vatn (250 ml ef notuð er hæg­elda­vél)
  • 400 g nauta­brjóst (Bri­sket), einnig hægt að nota gúlla­skjöt fyr­ir styttri eld­un­ar­tíma

Aðferð:

  1. Setjið nauta­kjöt og vatn í pott eða hæg­elda­vél og látið malla.
  2. Setjið síðan bomb­una í pott­inn.
  3. Látið malla við lág­an hita í 15 mín­út­ur og hrærið af og til þar til bom­b­an hef­ur leyst upp.
  4. Setjið lok á pott­inn og látið malla við væg­an hita í um það bil 3 klukku­stund­ir.
  5. Hrærið ein­staka sinn­um og bætið við vatni ef þörf er á, það má aldrei sjóða upp úr.
  6. Takið kjötið úr pott­in­um og rífið það niður, það á að detta í sund­ur. Ef þið viljið hafa sós­una þykk­ari, látið hana þá malla leng­ur við miðlungs­hita.
  7. Hellið sós­unni í skál­ar og berið fram með tacos til að dýfa þeim í.

Tacos

  • Maís-tortill­ur eft­ir þörf­um
  • Mozzar­ella-ost­ur, eft­ir smekk
  • Kórí­and­er og lauk­ur, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Takið til pönnu og hitið vel.
  2. Dýfið maís-tortillu í súp­una og leggið hana síðan á heita pönn­una.
  3. Setjið rifið kjöt yfir tortill­una og bætið síðan við smá osti.
  4. Brjótið tortill­una sam­an og steikið við væg­an hita þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað og skel­in verður stökk.
  5. End­ur­takið fyr­ir all­ar tortill­ur og njótið með súp­unni.
  6. Bætið við smá fersk­um kórí­and­er og lauk ef þið viljið eft­ir að þið eruð búin að steikja tacos-ið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert