Bragðbombur eru nýjasta æðið í heiminum

Birria Tacos er einn vinsælasti rétturinn þar sem bragðbomburnar koma …
Birria Tacos er einn vinsælasti rétturinn þar sem bragðbomburnar koma við sögu. Ljósmynd/Aðsend

Bragðbombur eða „Flavour Bombs“ er nýjung sem fæst nú á Íslandi. Bragðbomburnar eru hannaðar til að einfalda eldamennsku án þess að skerða bragðgæði. Þær sameina ferskt grænmeti, krydd og kryddjurtir í þægilegu formi sem bætir dýpt og fjölbreytni í matargerðina. 

Hugmynd sem spratt af þörf

Bragðbomburnarvoru þróaðar í Bretlandi af matgæðingnum og frumkvöðlinum Tina Faghihi-Hallam. Hugmyndin kviknaði þegar Tina, líkt og margir aðrir, stóð frammi fyrir því að skortur á tíma gerði það snúið að útbúa bragðmiklar, heilsusamlegar máltíðir fyrir fjölskylduna. Hún vildi finna lausn sem gæti sparað tíma en veitt sama bragð og alþjóðleg matargerð sem krefst oft flókins undirbúnings.

Flókin matargerð verður auðveld fyrir alla

Með áralanga reynslu af matargerð ákvað Tina að búa til bragðbombur – bragðbættar blöndur úr fersku grænmeti, kryddjurtum og kryddum, sem fanga bragðfrá mismunandi löndum. Hver bragðbomba er handgerð og hönnuð til að auðvelda heimakokkum að búa til bragðmikla rétti án fyrirhafnar.

Einnig er hægt að töfra fram bragðmikinn sjávarrétt með Seafood …
Einnig er hægt að töfra fram bragðmikinn sjávarrétt með Seafood boil bragðbombunni. Ljósmynd/Aðsend

Nú þegar eru þrjár tegundir í boði á Íslandi en þær eru Birria, Seafood boil og Pho. Á næstunni verða einnig fáanlegar nýjar bragðtegundir, svo sem Jollof Rice og Coconut Curry.

Bragðbomburnar eða Flavour Bombs sem fást nú þegar á Íslandi …
Bragðbomburnar eða Flavour Bombs sem fást nú þegar á Íslandi eru Birria, Seafood boil og Pho. Ljósmynd/Aðsend

Birria æði

Birria-tacos hafa undanfarið verið meðal vinsælustu rétta á samfélagsmiðlum og á veitingastöðum um allan heim. Rétturinn, sem á uppruna sinn í Jalisco í Mexíkó, hefur vakið athygli fyrir djúpt, ríkt og mikið bragð. Á Íslandi hefur þessi bylgja einnig náð miklum vinsældum, en mörgum hefur reynst erfitt að ná rétta bragðinu heima.

Með bombunum er hægt að töfra fram bragðmikla og góða …
Með bombunum er hægt að töfra fram bragðmikla og góða rétti á augabragði. Ljósmynd/Aðsend

Hér má sjá eina TikTok stjörnuna gera þennan fræga rétt með öllu tilheyrandi en með því að stytta sér ferlið með bombunni tekur mun styttri tíma að töfra þennan fram.

@twisted.chef Beef birria tacos Which taco variant do you like the most? All recipes can be found on my site: www.twisted-chef.com or link in bio and in the captions! Ingredients: - 1.5 kg Chuck roast - 3 bay leaves - 1 tsp oregano - ½ tsp cinnamon - 1 ½ tsp onion powder - 1 ½ garlic powder - 1 ½ tsp salt - 2 tbsp peppercorns - 2 rosemary sprigs - 2 thyme sprigs - 4 cubes beef stock - 4 cups water Sauce: - 2 tbsp tomato paste - 1 tomato - 5 garlic cloves - 1 onion - 1 tsp onion powder - 1 tsp garlic powder - ½ tsp oregano - Pinch salt - Pepper - 6 Guajillo peppers - 3 ancho peppers - Arbol peppers - 350 ml water Tortillas: - Corn tortillas - Cilantro - 1 red onion - Jalapeño - Cheese - Lime How to 1. Deseed the peppers and chop the garlic, onion and tomato 2. In a pan with some oil, sear the beef, set aside and saute the onion, garlic and tomato. Add the tomato paste, spices, the peppers and water. Simmer for 30 minutes 3. Blend the sauce 4. To a pan add the meat and all meat ingredients and strain the sauce into it, let cook for 3-4 hours 5. Break down the meat 6. Chop some red onion, jalapeño and cilantro 7. Build the corn tortillas by dipping them in the sauce, adding some cheese, beef, red onion, jalapeños, cilantro and giving it a sear in a dry skillet 8. Serve with some of the birria sauce, red onion, cilantro and lime #food #recipe #delicious #beef #birria #birriataco #birriaderes #birriaquesadillas #beefbirria #tacotuesday #chef #fyp ♬ A.Vivaldi The Four Season, Summer Presto; Tempo Impetuoso - AllMusicGallery

Flavour Bombs fást nú þegar í Melabúðinni í Vesturbænum í Reykjavík, en á næstu vikum verður þeim dreift í fleiri verslanir víða um land.

Hér er ein skotheld uppskrift sem vert er að gera þar sem bragðbomban er í aðalhlutverki, ekta fyrir þriðjudags-taco.

Birria Taco

Fyrir 2-3 (til að gera fyrir 4-6, notið 2 bombur og tvöfaldið hráefnin)

Birria-súpa

  • 1 Birria bomba
  • 350 ml vatn (250 ml ef notuð er hægeldavél)
  • 400 g nautabrjóst (Brisket), einnig hægt að nota gúllaskjöt fyrir styttri eldunartíma

Aðferð:

  1. Setjið nautakjöt og vatn í pott eða hægeldavél og látið malla.
  2. Setjið síðan bombuna í pottinn.
  3. Látið malla við lágan hita í 15 mínútur og hrærið af og til þar til bomban hefur leyst upp.
  4. Setjið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í um það bil 3 klukkustundir.
  5. Hrærið einstaka sinnum og bætið við vatni ef þörf er á, það má aldrei sjóða upp úr.
  6. Takið kjötið úr pottinum og rífið það niður, það á að detta í sundur. Ef þið viljið hafa sósuna þykkari, látið hana þá malla lengur við miðlungshita.
  7. Hellið sósunni í skálar og berið fram með tacos til að dýfa þeim í.

Tacos

  • Maís-tortillur eftir þörfum
  • Mozzarella-ostur, eftir smekk
  • Kóríander og laukur, eftir smekk

Aðferð:

  1. Takið til pönnu og hitið vel.
  2. Dýfið maís-tortillu í súpuna og leggið hana síðan á heita pönnuna.
  3. Setjið rifið kjöt yfir tortilluna og bætið síðan við smá osti.
  4. Brjótið tortilluna saman og steikið við vægan hita þar til osturinn hefur bráðnað og skelin verður stökk.
  5. Endurtakið fyrir allar tortillur og njótið með súpunni.
  6. Bætið við smá ferskum kóríander og lauk ef þið viljið eftir að þið eruð búin að steikja tacos-ið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert