Hinrik Örn og Andrés sigruðu Global Chef Challenge

Glæsilegur árangur hjá Íslendingunum sem tóku þátt í Global Chefs …
Glæsilegur árangur hjá Íslendingunum sem tóku þátt í Global Chefs Challenge á Ítalíu. Jafet Berg Viðarsson, Andrés Björgvinsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinarsdóttir ásamt liðstjórnum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Í dag lauk undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í Wales 2026. Fulltrúar Íslands stóðu sig framúrskarandi vel en besta árangri Íslands náðu Hinrik Örn Lárusson og Andrés Björgvinsson. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina fyrir Norður-Evrópu og þar með rétt til að keppa í Wales 16. til 19. maí árið 2026.

Keppnin stóð yfir í þrjá daga og keppt var í fjórum flokkum þar sem Ísland tók þátt í þremur þeirra og náði frábærum árangri. Ísland tók þátt í Vegan Global Chef Challenge þar sem fulltrúi okkar var Bjarki Snær Þorsteinsson frá Turninum 19. hæð, hann keppti og naut aðstoðar Maríu Óskar Steinsdóttur frá Lux veitingum, Junior Global Chef Challenge en þar keppti Jafet Bergman Viðarsson sem starfar hjá Torfhús Retret, og í Global Chef Challenge keppti Hinrik Örn Lárusson frá Lux veitingum með dyggri aðstoð Andrésar Björgvinssonar frá Lux veitingum.

Íslenski fáninn fékk að njóta sín á verðlaunapallinum að þessu …
Íslenski fáninn fékk að njóta sín á verðlaunapallinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Hinrik bestur í Norður-Evrópu

Besta árangri Íslands náðu Hinrik Örn og Andrés en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu keppnina fyrir Norður-Evrópu og þar með rétti til að keppa í Wales 16. til 19. maí 2026. Þeir félagar höfðu 2 tíma til að elda tvo rétti þar sem skildu hráefni voru Sterling-lúða, kálfahryggjarvöðvi og kálfalifur.

Alls voru 19 keppendur sem tóku þátt og hlutu 6 þeirra gullviðurkenningu fyrir rétti sína. Í öðru sæti var Tommy Jespersen frá Danmörku og í þriðja sæti var Emil Persson frá Svíþjóð.

Liðin sem sköruðu framúr að þessu sinni saman komin.
Liðin sem sköruðu framúr að þessu sinni saman komin. Ljósmynd/Aðsend

Svona lét matseðillinn út hjá Hinriki og Andrési:

Forrétturinn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Challenge.
Forrétturinn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Challenge. Ljósmynd/Aðsend

Forréttur

  • Bökuð Sterling-lúða með humarfarsi og fennel fræjum
  • Freyðandi lúðusósa með kampavíni og ristuðu næringargeri
  • Grænmetispressa með heslihnetum og möndlukremi
  • Blómkál í smjörsósu og ristað blómkálsmauk
  • Sýrður rjómi með eplum, piparrót og dillsósu
Aðalrétturinn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Challenge.
Aðalrétturinn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Challenge. Ljósmynd/Aðsend

Aðalréttur

  • Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grillgljáa
  • Ofnbakaðir sveppir & sveppafylling ásamt kálfalifrarfroðu
  • Gullaugakartöflur & Feykir
  • Sýrður laukur, laukflan & brokkolí ragú með saltaðri sítrónu
  • Kálfasoðsósa

Bjarki og Jafet báðir í þriðja sæti

Bjarki og Jafet sem báður eru í íslenska kokkalandsliðinu kláruðu báðir í 3. sæti í sínum flokkum. Vegan-keppnin er tiltölulega ný en þetta var í annað skiptið sem hún var haldin.

Alls voru 12 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni en engin skildu hráefni voru í flokknum. Sigurvegari, Norður-Evrópu, var Daninn Bjarke Jeppesen og Valerija Cudova frá Lettlandi lenti í öðru sæti.

Í Junior-keppninni voru 14 keppendur en keppendur í flokknum voru ekki með aðstoðarmann og höfðu eina klukkustund til að útbúa einn rétt úr kálfahryggjarvöðva og kálfalifur. Þar sigraði Trym Karlsen frá Noregi en Svíinn Benjamin Hellström lenti í öðru sæti.

Réttarlýsing Bjarka

Forréttur

  • Ravioli með tófu- og skessujurtafyllingu
  • Tómatseyði
  • Þurrkaðir tómatar
  • Valhnetur
  • Stökk salvía

Aðalréttur

  • Jarðskokkapressa
  • Kartafla með linsubaunafyllingu
  • Vatnsdeigsbakstur með svepparagú
  • Gljáð gulrót
  • Ragú með sojabaunum, kantarellum og kínóa
  • Pólentufroða
  • Sveppa- og laukgljái

Réttarlýsing Jafets:

Aðalréttur

  • Steiktur kálfahryggvöðvi.
  • Pönnusteiktir sveppir & sveppafylling, kálfalifrarfroða
  • Kartöflumauk
  • Gljáðar gulrætur
  • Steikt grænkál
  • Sýrður perlulaukur
  • Kálfasoðsósa

 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert