Hinrik Örn og Andrés sigruðu Global Chef Challenge

Glæsilegur árangur hjá Íslendingunum sem tóku þátt í Global Chefs …
Glæsilegur árangur hjá Íslendingunum sem tóku þátt í Global Chefs Challenge á Ítalíu. Jafet Berg Viðarsson, Andrés Björgvinsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinarsdóttir ásamt liðstjórnum sínum. Ljósmynd/Aðsend

Í dag lauk undan­keppni Evr­ópu fyr­ir Global Chefs Chal­lenge sem hald­in verður í Wales 2026. Full­trú­ar Íslands stóðu sig framúrsk­ar­andi vel en besta ár­angri Íslands náðu Hinrik Örn Lárus­son og Andrés Björg­vins­son. Þeir gerðu sér lítið fyr­ir og unnu keppn­ina fyr­ir Norður-Evr­ópu og þar með rétt til að keppa í Wales 16. til 19. maí árið 2026.

Keppn­in stóð yfir í þrjá daga og keppt var í fjór­um flokk­um þar sem Ísland tók þátt í þrem­ur þeirra og náði frá­bær­um ár­angri. Ísland tók þátt í Veg­an Global Chef Chal­lenge þar sem full­trúi okk­ar var Bjarki Snær Þor­steins­son frá Turn­in­um 19. hæð, hann keppti og naut aðstoðar Maríu Óskar Steins­dótt­ur frá Lux veit­ing­um, Juni­or Global Chef Chal­lenge en þar keppti Jafet Bergman Viðars­son sem starfar hjá Torf­hús Retret, og í Global Chef Chal­lenge keppti Hinrik Örn Lárus­son frá Lux veit­ing­um með dyggri aðstoð Andrés­ar Björg­vins­son­ar frá Lux veit­ing­um.

Íslenski fáninn fékk að njóta sín á verðlaunapallinum að þessu …
Íslenski fán­inn fékk að njóta sín á verðlaunap­all­in­um að þessu sinni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hinrik best­ur í Norður-Evr­ópu

Besta ár­angri Íslands náðu Hinrik Örn og Andrés en þeir gerðu sér lítið fyr­ir og unnu keppn­ina fyr­ir Norður-Evr­ópu og þar með rétti til að keppa í Wales 16. til 19. maí 2026. Þeir fé­lag­ar höfðu 2 tíma til að elda tvo rétti þar sem skildu hrá­efni voru Sterl­ing-lúða, kálfa­hryggj­ar­vöðvi og kálfalif­ur.

Alls voru 19 kepp­end­ur sem tóku þátt og hlutu 6 þeirra gull­viður­kenn­ingu fyr­ir rétti sína. Í öðru sæti var Tommy Jes­per­sen frá Dan­mörku og í þriðja sæti var Emil Pers­son frá Svíþjóð.

Liðin sem sköruðu framúr að þessu sinni saman komin.
Liðin sem sköruðu framúr að þessu sinni sam­an kom­in. Ljós­mynd/​Aðsend

Svona lét mat­seðill­inn út hjá Hinriki og Andrési:

Forrétturinn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Challenge.
For­rétt­ur­inn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Chal­lenge. Ljós­mynd/​Aðsend

For­rétt­ur

  • Bökuð Sterl­ing-lúða með humarfarsi og fenn­el fræj­um
  • Freyðandi lúðusósa með kampa­víni og ristuðu nær­ing­ar­geri
  • Græn­met­ispressa með hesli­hnet­um og möndl­ukremi
  • Blóm­kál í smjörsósu og ristað blóm­káls­mauk
  • Sýrður rjómi með epl­um, pip­ar­rót og dillsósu
Aðalrétturinn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Challenge.
Aðal­rétt­ur­inn hans Hinriks sem sigraði í Global Chef Chal­lenge. Ljós­mynd/​Aðsend

Aðal­rétt­ur

  • Pönnu­steikt­ur kálfa­hryggvöðvi með grill­gljáa
  • Ofn­bakaðir svepp­ir & sveppa­fyll­ing ásamt kálfalifr­ar­froðu
  • Gullaugakart­öfl­ur & Feyk­ir
  • Sýrður lauk­ur, lauk­fl­an & brok­kolí ragú með saltaðri sítr­ónu
  • Kálfa­soðsósa

Bjarki og Jafet báðir í þriðja sæti

Bjarki og Jafet sem báður eru í ís­lenska kokka­landsliðinu kláruðu báðir í 3. sæti í sín­um flokk­um. Veg­an-keppn­in er til­tölu­lega ný en þetta var í annað skiptið sem hún var hald­in.

Alls voru 12 kepp­end­ur sem tóku þátt að þessu sinni en eng­in skildu hrá­efni voru í flokkn­um. Sig­ur­veg­ari, Norður-Evr­ópu, var Dan­inn Bjarke Jepp­esen og Val­erija Cudova frá Lett­landi lenti í öðru sæti.

Í Juni­or-keppn­inni voru 14 kepp­end­ur en kepp­end­ur í flokkn­um voru ekki með aðstoðarmann og höfðu eina klukku­stund til að út­búa einn rétt úr kálfa­hryggj­ar­vöðva og kálfalif­ur. Þar sigraði Trym Karlsen frá Nor­egi en Sví­inn Benjam­in Hellström lenti í öðru sæti.

Rétt­ar­lýs­ing Bjarka

For­rétt­ur

  • Ravi­oli með tófu- og skessu­jurta­fyll­ingu
  • Tóm­ats­eyði
  • Þurrkaðir tóm­at­ar
  • Val­hnet­ur
  • Stökk sal­vía

Aðal­rétt­ur

  • Jarðskokka­pressa
  • Kart­afla með linsu­bauna­fyll­ingu
  • Vatns­deigs­bakst­ur með svepp­aragú
  • Gljáð gul­rót
  • Ragú með soja­baun­um, kantar­ell­um og kínóa
  • Pó­lentu­froða
  • Sveppa- og lauk­gljái

Rétt­ar­lýs­ing Jafets:

Aðal­rétt­ur

  • Steikt­ur kálfa­hryggvöðvi.
  • Pönnu­steikt­ir svepp­ir & sveppa­fyll­ing, kálfalifr­ar­froða
  • Kart­öflu­mauk
  • Gljáðar gul­ræt­ur
  • Steikt græn­kál
  • Sýrður perlu­lauk­ur
  • Kálfa­soðsósa

 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert