Undirmjúkir amerískir kanilsnúðar sem gleðja sálina

Ómótstæðilega girnilegir amerískir kanilsnúðar með glassúrkremi sem gleðja sálina.
Ómótstæðilega girnilegir amerískir kanilsnúðar með glassúrkremi sem gleðja sálina. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Þessa dagana eru vetrarfríin byrjuð í mörgum skólum landsins og þá er lag að baka með börnunum og gleðja sálina með góðu ljúfmeti eins og þessum undurmjúku amerísku kanilsnúðum.

Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar á heiðurinn af þessari uppskrift en hún blandaði saman tveimur uppskriftum. Annars vegar uppskrift frá vini sínum sem býr í Bandaríkjunum sem hún breytti aðeins og notaði síðan krem sem hún elskar mest því stelpurnar hennar vilja það fremur er rjómaostakrem sem fylgdi með amerísku snúðunum.

Hvern langar ekki í undurmjúkan snúð til að brjóta upp …
Hvern langar ekki í undurmjúkan snúð til að brjóta upp hversdagsleikann? Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Undurmjúkir amerískir kanilsnúðar

Deig

  • 250 ml nýmjólk
  • 80 g sykur
  • 1 pk. þurrger (um 12 g)
  • 2 egg
  • 70 g smjör (brætt)
  • 540 g hveiti
  • 1 tsk. salt

Aðferð:

  1. Hitið mjólkina þar til hún er ylvolg, bætið þá sykrinum saman við og hrærið þar til hann leysist upp.
  2. Bætið þurrgerinu nú saman við mjólk og sykur, hrærið og leyfið því að standa í um 5 mínútur til að virkja gerið.
  3. Setjið mjólkurblönduna í hrærivélarskálina og notið krókinn til að byrja að blanda saman.
  4. Bætið eggjum og bræddu smjöri saman við og næst hveiti og salti.
  5. Hnoðið saman en leyfið deiginu að vera eins klístrað og þið komist upp með. Penslið skál að innan með matarolíu og veltið deigkúlunni upp úr henni áður en þið setjið viskastykki yfir og hefið í 1 klukkustund.
  6. Stráið þá smá hveiti á borðið og ýtið deiginu út í ca. 40 x 50 cm og setjið fyllinguna ofan á.

Fylling

  • 230 g púðursykur
  • 4 tsk. kanilsykur
  • 70 g brætt smjör
  • 200 ml rjómi

Aðferð:

  1. Hrærið púðursykri og kanil saman.
  2. Penslið deigið með smjörinu og stráið sykurblöndunni jafnt yfir allt.
  3. Rúllið þétt upp og skerið niður í 12 jafnar einingar.
  4. Smyrjið skúffukökuform að innan með smjöri og raðið snúðum 3 x 4 í það.
  5. Setjið aftur viskastykki yfir og leyfið að hefast í 45 mínútur.
  6. Hitið ofninn á meðan í 170° C.
  7. Bakið snúðana síðan í 10 mínútur, takið þá út og hellið rjómanum jafnt yfir þá alla (rúmlega ein matskeið yfir hvern) og bakið aftur í 12-15 mínútur eða þar til þeir eru orðnir vel gylltir.
  8. Útbúið kremið á meðan og smyrjið því yfir um leið og snúðarnir koma úr ofninum.

Krem

  • 220 g flórsykur
  • 70 g smjör (brætt)
  • 3 msk. rjómi
  • 2 tsk. vanilludropar

Aðferð:

  1. Pískið allt saman og smyrjið yfir snúðana þegar þeir koma úr ofninum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert