Áttu ferskt engifer sem liggur undir skemmdum?

Þú getur búið til eðalmulning úr ferska engiferinu sem liggur …
Þú getur búið til eðalmulning úr ferska engiferinu sem liggur undir skemmdum. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Þá kemur hér ein góð hugmynd úr smiðju Hönnu Þóru Thordarson, ástríðukokks og leirlistakonu, til að nýta hráefnið. Þú ert sérstaklega heppin ef þú átt lífrænt engifer – þá þarftu ekki að flysja.

Sagan segir að börkurinn sé sérstaklega hollur og ef hægt er að kaupa lífrænt engifer er vert að velja það í öllum tilfellum.

Þú getur búið til eðalmulning úr engiferinu sem liggur undir skemmdum sem má nota sem krydd í matseldina, á laugardagsnammið eða til að búa til te, líka gott þegar teið kólnar. Þetta er frábær leið til að nýta gott hráefni og forðast matarsóun.

Hægt er að fylgjast með Hönnu á heimasíðu hennar hér.

Engiferduft

  • Engifer – flysjað nema það sé lífrænt

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 45° – 50°C (blástur).
  2. Rifið engiferið fínt og setjið í ofnskúffu klædda bökunarpappír.
  3. Setjið ofnskúffuna inn í ofn í 3 – 4 klukkustundir.Ágætt er að hafa rifu á ofninum hluta af tímanum til að uppgufun verði meiri
  4. Myljið engiferið í mortéli (má einnig nota blandara eða kaffikvörn) og stærri korn sigtuð frá, ágætt er að mylja það beturog sigta aftur.
  5. Setjið duftið í lokað ílát og geymið fyrir notkun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert