Cédric Grolet er þekktur franskur handverks- og kökugerðamaður. Hann er lofaður fyrir einstaka hæfileika sína í að búa til fallegar og nýstárlegar kökur, sætabrauð og eftirrétti. Grolet er einna þekktastur fyrir störf sín sem kökugerðarmaður fyrir Le Meurice-lúxushótelið í París sem er hluti af Dorchester Collection-keðjunni.
Sköpunargleði hans, frjó hugsun, listfengi og handbragð hans sköpunarverka eru algjörlega guðdómleg. Kökugerð Grolet er oft eftirmynd hefðbundinna franskra eftirrétta. Hann er þekktur fyrir að búa til eftirrétti sem líkjast ávöxtunum sem þeir eru gerðir úr.
Til þess að ná þessum áhrifum og eftirmynd, mótar Grolet þunna skel af hvítu súkkulaði til að endurgera útlit og áferð ávaxta. Óhætt er að segja að Grolet ræðst ekki garðinn þar sem hann er lægstur og er sköpunarverk hans oft flókið.
Grolet hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir verk sín og afurðir. Handverk hans er klárlega blanda af listfengi og matargerðarlist.
Grolet rekur kökugerð í Le Meurice-hótelinu í París sem og við Av. de l´Opera ásamt í London og Singapúr.
Sjón er sögu ríkari á Instagram-síðu Grolet sem sjá má hér.