Ætlar þú að gleðja konurnar í þínu lífi?

Það er hægt að gleðja konurnar gegnum magann og þá …
Það er hægt að gleðja konurnar gegnum magann og þá er margt í boði sem gleður bæði augu og munn. Samsett mynd

Sunnu­dag­inn 23. fe­brú­ar næst­kom­andi er konu­dag­ur og þá er lag að gleðja kon­urn­ar í þínu lífi. Það er hægt að gleðja kon­urn­ar með marg­vís­leg­um hætti og tjá ást­ina með upp­lif­un, gjöf­um eða glaðningi sem er á óskalist­an­um hjá ykk­ar kon­um.

Sag­an bak við blóm­in

Til að rifja upp sög­una og til­urð konu­dags­ins þá er hann fyrsti dag­ur fornn­or­ræna mánaðar­ins góu, sem er sunnu­dag­ur­inn í átjándu viku vetr­ar á milli 18. og 24. fe­brú­ar. Á Íslandi höf­um við haldið upp á konu­dag­inn í ára­tugi og er hann einn af þjóðleg­um tylli­dög­um okk­ar líkt og bónda­dag­ur. Sú hefð sem hef­ur skap­ast að menn gefi kon­um blóm í til­efni konu­dags­ins virðist hafa haf­ist um miðjan sjötta ára­tug síðustu ald­ar en þá tóku blóma­sal­ar að aug­lýsa konu­dags­blóm eins og fram kem­ur í heim­ild­um eins og á Wikipedia.

Skemmti­legt er að geta þess að Þórður á Sæ­bóli í Kópa­vogi mun hafa verið upp­hafsmaður þess en fyrsta blaðaaug­lýs­ing­in sem hef­ur fund­ist frá Fé­lagi garðyrkju­bænda og blóma­versl­ana er frá ár­inu 1957.

Margt er hægt að gera til að gleðja kon­urn­ar

Margt hef­ur bæst við list­ann síðan þá til gleðja kon­urn­ar á þess­um degi. Til að mynda er Lands­sam­band bak­ara­meist­ara ávallt með Köku árs­ins í gó­unni og frum­sýn­ir hana fyr­ir konu­dag­inn. Fjöl­marg­ir veit­ingastaðir bjóða upp á róm­an­tísk­an mat­seðil og lífs­stíls­versl­an­ir fal­lega hluti fyr­ir fag­ur­ker­ann, svo fátt sé nefnt.

Það er hægt að gleðja kon­urn­ar gegn­um mag­ann og þá er margt í boði sem gleður augu og munn. Mat­ur er manns­ins meg­in eins og mál­tækið seg­ir og hvað er huggu­legra en að snæða sam­an róm­an­tíska máltíð, njóta krása eða borða fal­leg­an eft­ir­rétt við kerta­ljós?

Hér fyr­ir neðan er að finna nokkr­ar góðar hug­mynd­ir til að gleðja ást­ina þína gegn­um munn, maga og augu

Færðu kon­unni ómót­stæðileg­an eft­ir­rétt

Gulli Arn­ar bak­ari er þekkt­ur fyr­ir sína góm­sætu og fal­legu eft­ir­rétti og í til­efni konu­dags­ins er hann bú­inn að galdra fram eft­ir­rétti fyr­ir kon­una. Baka­ríið hans heit­ir ein­fald­lega Gulli Arn­ar og er í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði.

Bjóddu kon­unni upp á Köku árs­ins

Lands­sam­band bak­ara­meist­ara kynnti til leiks Köku árs­ins í dag í til­efni konu­dags­ins sem er af betri. Kak­an í ár er með frönsk­um súkkulaðibotni, rjóma­ostafrómas með ban­ana­bragði ásamt pip­ar­myntu-ganache, hjúpuðu mjólk­ursúkkulaði og mun gleðja bragðlauk­ana hjá kon­unni í þínu lífi.

Töfraðu fram róm­an­tískt kvöld­verð heima við kerta­ljós

Hvernig væri að mat­reiða róm­an­tísk­an kvöld­verð fyr­ir kon­una? Helstu kjöt­versl­an­ir lands­ins bjóða upp á glæsi­legt úr­val af steik­um og ljúf­fengu meðlæti sem hægt er að velja úr og töfra fram kvöld­verð án mik­ill­ar fyr­ir­hafn­ar. Vert er að leggja fal­lega á borð, setja fram frum­leg­an blóm­vönd og kveikja á kert­um og njóta.

Bjóddu kon­unni í dek­ur­stund og kampa­vín

Hvernig væri að fagna deg­in­um með kon­unni á Ed­iti­on-hót­el­inu við höfn­ina? Því­lík­ur unaður að njóta þess að eiga nær­andi og góða stund í góðu spa og fá búbbl­ur í glas. Síðan er hægt að fara á veit­ingastaðinn Tides og gleðja bragðlauk­ana.

Hvernig væri að færa kon­unni ljúf­fengt kampa­vín í gjafa­öskju?

Kampa­víns­fjelagið hef­ur sett sam­an gjafa­öskju með kampa­víni og glös­um sem er fal­leg gjöf handa kon­unni í þínu lífi ef hún elsk­ar kampa­vín. Hægt er að finna Kampa­vín­fjelagið á sam­fé­lags­miðlum eins og In­sta­gram.

Gull­fal­leg kælifata með gyllt­um höld­um fyr­ir kon­una

Þegar veislu skal halda eða bara bjóða kon­unni upp á róm­an­tískt kvöld er gam­an að eiga fal­lega kæli­fötu. Í henni er hægt að kæla upp­á­halds­drykki kon­unn­ar, hvort sem það er kampa­vín, óá­fengt eða áfengt eða sóda­vatnið. Kælifatan er úr þykku plasti með gyllt­um höld­um og er ein­stak­lega fal­leg á borði. Þessi fæst í Bako Versl­un­ar­tækni.

Morg­un­verðar­gjöf fyr­ir þína

Sæl­kera­vör­urn­ar frá Gri­delli hafa slegið í gegn og má til að mynda nefna ljúf­fenga Pist­asíu­smjörið þeirra sem hent­ar afar vel til að út­búa súkkulaðið sem er á allra vör­um í dag, Dubai Chocola­te. Það er eitt­hvað sem gæti gladd súkkulaðihjarta kon­unn­ar. Einnig pass­ar það synd­sam­lega vel með ný­bökuðu croiss­ant eða ofan á brauð árs­ins­sem er sæl­kera­brauð. Pist­asíu­smjörið frá Gri­delli fæst í lífs­stíl­versl­un­inni Epal.

Marm­araplatt­ar sem fanga augað fyr­ir þína konu

Ef kon­an þín er mik­ill fag­ur­keri og elsk­ar að vera með fal­lega hluti sem hafa nota­gildi í eld­hús­inu eru þess­ir platt­ar nýj­asta æðið. Þeir eru að bæt­ast við viðarbrettagleðina sem hef­ur verið við völd í dágóðan tíma. Þetta eru Offcut-platt­arn­ir sem eru unn­ir úr marm­ara sem fell­ur til í alls kyns fram­leiðslu og öðlast þannig nýj­an til­gang á heim­il­um fólks. Platt­arn­ir koma í 3 stærðum og 4 lit­um og eru frá ís­lenska merk­inu Fólk Reykja­vík. Þeir fást í lífs­stíl­versl­un­inni Kokku á Lauga­veg­in­um.

Bleik­ur bolli fyr­ir hana er fal­leg gjöf

Fal­leg­ir boll­ar lífga upp á alla daga og geta gert góðan dag betri. Þessi bolla úr Steelite Craft-stell­inu er ein­stak­lega fal­leg í bleik­um lit sem ber heitið Raspherry. Craft-lín­an er brennd við mik­inn hita sem ger­ir postu­línið sterk­ara og gef­ur fal­lega glans­áferð. Þess­ir fást í Bako Versl­un­ar­tækni.

Allt í kokteil­inn fyr­ir þig

Ef þig lang­ar að fara alla leið og gleðja þína með ljúf­feng­um kokteil í fal­legu glasi er málið að fá ná sér í kokteil­aglös frá Frederik Bag­ger, kokteila­áhalda­bók frá Printworks og toppa síðan gleðina með því að bjóða henni upp á heima­gerðan kokteil sem gerður er með líf­ræna gæðas­íróp­inu frá Bacanha. Allt þetta fæst í lífs­stíls­versl­un­inni Epal.

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert