Fjölmennt var á fermingarkvöldi Hagkaups sem haldið var í Hagkaup Smáralind fimmtudaginn síðastliðinn, 13. febrúar. Á kvöldinu bauðst gestum að kynna sér þær fjölbreyttu vörur sem finna má í Hagkaup fyrir ferminguna, skraut, veitingar, snyrtivörur og margt fleira.
„Þetta er í þriðja sinn sem við höldum fermingarkvöld og það heppnaðist gríðarlega vel. Úrvalið fyrir ferminguna er alltaf að aukast hjá okkur en í Hagkaup er að finna úrval af veitingum og skreytingum fyrir veisluna, snyrtivörum fyrir fermingarbörnin og síðast en ekki síst alls konar vörur sem henta vel sem fermingargjafir,“ segir Lilja Gísladóttir sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup.
Hápunktur kvöldsins var förðunarkennsla sem unnin var í samstarfi við Beautyklúbbinn. Það var Lilja, sérfræðingur markaðsmála hjá Hagkaup, sem sá um kennsluna en hún er líka förðunarfræðingur. Hún fór yfir létta húðumhirðufræðslu og einfalda förðun fyrir fermingardaginn.
„Börn og ungmenni sækja orðið meira og meira í snyrtivörur, bæði húð- og förðunarvörur en það er mikilvægt að þau fái leiðbeiningar um hvað hentar fyrir svona unga húð. Við vitum að samfélagsmiðlar búa oft til pressu og jafnvel óraunhæfar kröfur á einstaklinga hvað varðar húðumhirðu og förðun. Okkar markmið með fermingarkvöldinu er að fræða og aðstoða þennan hóp viðskiptavina okkar þegar kemur að þessum vöruflokki og leiðbeina þeim eins vel og við getum. Það er nefnilega þannig að húðin er ólík eftir einstaklingum og það sem við sjáum í gegnum filtera á samfélagsmiðlum er eitthvað sem endurspeglast ekki endilega í raunveruleikanum,“ segir Lilja.
Auk þess að bjóða upp á förðunarkennslu var gestum boðið upp á ýmsar kræsingar. 17 Sortir buðu upp á smakk af sínum gómsætu kökum og Töst buðu gestum smakk. Veisluréttir Hagkaups kynntu brot af úrvali sínu en sem dæmi var þar að finna mini hamborgara, taco og sæta bita. Úrval veislurétta má skoða og panta á vef Hagkaups.
Fyrir áhugasama má skoða hinar ýmsu vörur fyrir ferminguna á fermingarsíðu Hagkaups.