Kanntu að steikja flatköku?

Ekta íslenska flatkökur eins og þær gerast bestar.
Ekta íslenska flatkökur eins og þær gerast bestar. mbl.is/Eyþór Árnason

Flatkökur eru ein af undirstöðum íslenskrar matarhefðar. Þær eru fullkomnar með smjöri og osti, eða með hangikjöti og skyri, og eru jafnan tengdar hefðbundnum íslenskum máltíðum. Hér er uppskrift að klassískum flatkökum sem eru bæði einfaldar í gerð og bragðgóðar og passa vel fyrir helgarbaksturinn.

Árni Þorvarðarson bakari nýtur sín best í nánd við hrærivélina.
Árni Þorvarðarson bakari nýtur sín best í nánd við hrærivélina. mbl.is/Eyþór

Heiðurinn af uppskriftinni á góðvinur matarvefsins Árni Þorvarðarson, bakari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi, sem kann sig fag.

Flatkökur

  • 352 g hveiti
  • 160 g heilhveiti
  • 160 g rúgmjöl
  • 75 g sykur
  • 1 msk. lyftiduft
  • 2 tsk. salt
  • 320 ml heit mjólk
  • 107 ml heitt vatn

Aðferð:

  1. Blandið saman öllum þurrefnunum, hveiti, heilhveiti, rúgmjöli, sykri, lyftidufti og salti í stórri skál.
  2. Hitið mjólkina og vatnið þar til það er mjög heitt (ekki sjóðandi) og hellið því smám saman út í þurrefnin.
  3. Hnoðið deigið saman þar til það er orðið slétt og jafnt.
  4. Deigið á að vera mjúkt og aðeins klístrað.
  5. Skiptið deiginu í jafnstóra búta og mótið úr hverjum bút kúlu.
  6. Fletjið kúlurnar út í þunnar kökur með kökukefli.
  7. Brennið flatkökurnar varlega með gasbrennara eða á opnum loga á hellu til að fá hefðbundið útlit og bragð.
  8. Dýfið hverri köku strax í heitt vatn eftir steikingu til að mýkja hana.
  9. Pakkið kökunum heitum í viskastykki til að halda þeim mjúkum.
  10. Ef þær eru geymdar lengur en í tvo daga skuluð þið frysta þær til að viðhalda ferskleikanum.
  11. Berið fram með smjöri og hangikjöti eða smjöri og osti.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka