Bolludagurinn er handan við hornið og þá er lag að velja sér bolluuppskrift og byrja æfa sig. Hér eru nokkrar uppskriftir að bollum sem slógu í gegn á matarvefnum í fyrra og eiga án efa eftir að slá aftur í gegn.
Þórey Lovísa Sigmundsdóttir bakarameistari elskar að takast á við áskoranir í bakstrinum og langskemmtilegast finnst henni að fá tækifæri til að þróa og skapa sínar eigin vörur og láta matarhjartað ráða för. Uppáhaldsbollan hennar Þóreyjar er kaffibolla.
Matthías Jóhannesson er ástríðufullur bakari sem veit fátt skemmtilegra en að gleðja aðra með ljúffengu bakkelsi og þar eru bollur engin undantekning. Marsbollan hans Matthíasar með vanillukremi og jarðarberjum.
Anna Marín ástríðubakari er ein þeirra sem halda upp á bolludaginn með reisn og elskar fátt meira en að baka. Hún gerði þessar bollur með jarðarberjafyllingu sem eru alveg dásamlega góðar.
Sigríður Björk Bragadóttir matgæðingur og einn eigenda Salt eldhúss, alla jafna kölluð Sirrý, bakar dýrðlegar bollur sem eiga sögu frá París. Sirrý er þekkt fyrir sínar ljúffengu kræsingar og þessar frönsku, en Frakkar eru snillingar í bakstri og eftirréttagerð.
Heiðurinn að þessari útgáfu af semlum á Hanna Thorðarson, ástríðubakari og keramiker. Grunnuppskriftin kemur frá sænsku hefðbundnu semlunum úr smiðju móður hennar. Hanna segir að þessar séu klárlega bestu bolludagsbollurnar.
Þessar vegan „Paris-Brest“ bollur með pralíni og vanillurjómakremi eru sannkallað augnakonfekt. Uppskriftin kemur úr smiðju Valgerðar Grétu Gröndal, ávallt kölluð Valla, ástríðubakara. Þær eru gerðar úr stökku smjördeigi með silkimjúku vanillukremi og heimagerðu pralíni sem bráðnar í munni.