Ljósin kvikna, myndavélin rúllar og OREO kynnir einstakt samstarf við MINECRAFT kvikmyndina, frábæra kvikmynd sem er beðið eftir með eftirvæntingu og sýnd verður í kvikmyndahúsum frá 3 apríl. Kexið sem allir elska hefur slegist í för með kvikmyndinni sem allir hlakka til að sjá: MINECRAFT. Kvikmynd sem gerist í veröld þar sem sköpunargáfan er ekki bara hjálpartæki heldur lykillinn að því að lifa af.
Markmiðið er að hvetja aðdáendurna til að smakka, skemmta sér og vinna – og í boði er skemmtilegasta OREO upplifun til þessa, með frábærum verðlaunum Fjórar sérútfærslur af OREO-kexkökum hafa verið framleiddar sem hluti af samstarfinu og hver þeirra er með alveg einstakan eiginleika sem opnar kexunnendum og bíógestum leið inn í heillandi leikheim.
Kökurnar eru með upphleyptum táknum sem vísa í MINECRAFT Kvikmyndina – Pickaxe, Crystal, Sword og Creeper - og sem allir Minecraft-aðdáendur þekkja. Þannig geta Oreo-unnendur fengið að upplifa bæði gómsætar kexkökurnar og kvikmyndina.
OREO hefur aldrei verið skemmtilegra – því aðdáendur bíta kökuna í ferning og skanna síðan upphleypta táknið til að fá aðgang að þematengdri upplifun í auknum veruleika þar sem leikmenn leita að földum hlutum úr MINECRAFT kvikmyndinni. Þessi sérútfærsla af kökunum býður aðdáendum einnig upp á tækifæri til að vinna einstök OREO & MINECRAFT-kvikmyndar verðlaun. Í aðalverðlaun er VIP-ferð til Bandaríkjanna með heimsókn í kvikmyndaver Warner Bros. Studios og sérstakur varningur tengdur samstarfinu sem ekki er hægt að kaupa sér.
Perrine Pierrard-Willaey, markaðsstjóri OREO í Evrópu, segir: „Markmið okkar hjá OREO er að gera heiminn skemmtilegri og fjörlegri og samstarf okkar við MINECRAFT kvikmyndina felur í sér ótal tækifæri til að leika sér og hafa gaman - með því að nota heimsfrægu, kringlóttu kexkökunar okkar til að uppyhefja Minecraft-kubbana sem allir elska. Fyrri samstarfsverkefni okkar hafa verið ótrúlega skemmtileg; Xbox og Batman, og vonum við að þetta samstarf heilli aðdáendurna engu minna. Við getum ekki beðið eftir að fylgjast með þeim smakka, leika sér og vinna!"
Julie Moore, aðstoðarforstjóri Global Brand Partnerships hjá Warner Bros. Pictures segir: „Rétt eins og hinn ótrúlega vinsæli tölvuleikur sem kvikmyndin er innblásin af snýst MINECRAFT kvikmyndin um að valdeflast með skapandi lausnum og aðdáendur OREO kunna svo sannarlega að borða uppáhalds keckökuna sína á skapandi hátt. Þegar sígilt hringformið mætir kubbalaga Minecraft-myndheiminum verður til samstarf sem er engu öðru líkt."
Aðdáendur sem vilja taka þátt í skemmtuninni geta farið á www.oreo.is.