Andrea Gunnarsdóttir sælkeri og matarbloggari lét það eftir sér á dögunum að gera ostaköku sem er í raun hættulega góð og algjör sykurbomba. Hún er með Rice Krispies-botni og fullt súkkulaði sem kitlar bragðlaukana. Ostakökuna toppaði Andrea síðan með karamellusósu og ferskum jarðarberjum. Þeir sem elska súkkulaði og karamellu eiga eftir að kolfalla fyrir þessari.
Þegar Andrea bjó í Boston í Bandaríkjunum gerði hún sér reglulega ferð í Cheesecake Factory og keypti nokkrar sneiðar til þess að taka með heim og eiga í ísskápnum. Hún hefur verið fremur rög við að gera ostakökurnar því hún er svo hrædd um að klúðra þeim. En þessari ostaköku er hins vegar ekki hægt að klúðra, hún er svo einföld í gerð að sögn Andreu.
Ostakakan passar við öll tilefni og er mjög hentug fyrir matarboð og veislur þar sem hún er geymd í frysti og því hægt að gera hana með löngum fyrirvara.
Saltkaramelluostakaka með Rice Krispies-botni
Rice Krispies-kökubotn
Aðferð:
Fylling
Ofan á:
Aðferð: