Ljómandi góður bakaður ostakubbur með eggjum

Helga Magga er sniðugri en flestir að töfra fram girnilega …
Helga Magga er sniðugri en flestir að töfra fram girnilega og fljótlega rétti sem eru líka hollir. Þessi er dýrlegur, bakaður ostakubbur með eggjum. Samsett mynd

Helga Magga, heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur, kann ávallt snilldina að útbúa einfalda og fljótlega rétti sem eru líka hollir. Þetta er nýjasti rétturinn hennar þar sem ostur og egg leika aðalhlutverkið. Upplagt er að gera þennan í kvöldmatinn þegar þú nennir ekki að elda en hann er líka fullkominn í dögurðinn. Uppskriftina gerði Helga Magga fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Sjáðu Helgu Möggu smella í réttinn á TikTok.

@helgamagga.is

Bakaður ostakubbur með eggjum, hitað í ofni í 10 mínútur og tilbúið beint í bruncinn 💚

♬ Real Love Baby - Father John Misty

Bakaður ostakubbur með eggjum

  • 1 stk. ostakubbur
  • 10 stk. egg
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Basilíka, fersk eða þurrkuð eftir smekk
  • Súrdeigsbrauð eða annað gott brauð
  • Fersk basilíka, steinselja eða dill sem skraut, má sleppa ef vill

Aðferð:

  1. Leggið ostakubbinn í miðjuna á eldföstu móti og brjótið eggin í kringum ostinn.
  2. Kryddið með salti og pipar og fleiri kryddum ef þið viljið.
  3. Hitið í ofni við 200°C í um 10-12 mínútur.
  4. Takið úr ofninum og blandið ostinum og eggjum saman með gaffli.
  5. Smyrjið ofan á ristað súrdeigsbrauð, hrökkbrauð eða annað gott brauð.
  6. Það er gott að eggin séu ekki alveg fullelduð, eldunartíminn gæti verið misjafn milli ofna, 8-10 mínútur gætu dugað.
  7. Ef eggin eldast að fullu í ofninum er erfiðara að blanda þeim við ostinn en þá má einnig bæta örlítið af ab-mjólk út í til að eggin blandist betur við ostakubbinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka