Sylvía og Auður búnar að fullkomna Dubai-súkkulaðibolluna

Stöllurnar Auður Ögn Árnadóttir og Sylvía Haukdal eru búnar að …
Stöllurnar Auður Ögn Árnadóttir og Sylvía Haukdal eru búnar að fullkomna Dubai bolluna fyrir bolludaginn. Pistasíufyllingin er engri lík og á eftir að bræða mörg hjörtu um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Stöllurnar Auður Ögn Árnadóttir og Sylvía Haukdal hjá 17 Sortum elska fátt meira en að töfra fram dýrindis kræsingar sem gleðja sælkera landsins. Bolludagurinn er einn af þeirra uppáhaldsdögum og síðustu daga og vikur eru þær búnar að vera að setja saman uppskriftir að sælkerabollum sem eiga án efa eftir að slá í gegn.

Nýjasta viðbótin þeirra er Dubai-súkkulaðibollan með pistasíukremfyllingunni en þessa dagana hefur Dubai-súkkulaðið verið að tröllríða markaðinum. Leyndardómurinn við þetta súkkulaði er einmitt pistasíukremið sem nánast allir virðast vera vitlausir í.

Dubai-súkkulaðibollan á án efa eftir að gera allt vitlaust enda …
Dubai-súkkulaðibollan á án efa eftir að gera allt vitlaust enda syndsamlega góð. Þessi pistasíukremfylling er göldrótt. Samsett mynd

Boðið upp á 7 mismunandi tegundir af bollum

Um helgina verður boðið upp á pop up bollugleði hjá 17 Sortum í Hagkaup Smáralind.

„Við munum bjóða upp á nýjustu viðbótina sem bæst hefur í bolluflóruna, Dubai-súkkulaðibolluna en hún verður til í takmörkuðu upplagi hjá okkur á pop up bollugleði í Hagkaup Smáralind um helgina. Þar mun fólk geta komið og valið sér bollur í box úr úrvalinu okkar sem mun telja 7 mismunandi tegundir af bollum. Planið er að bjóða líka upp á bollugleðina á mánudaginn næstkomandi, bolludag, ef birgðir endast,“ segir Sylvía.

„Við verðum með franskar craquelin-bollur í öllum Hagkaupsbúðunum sem við köllum Lúxusbollur. Í fyrra seldist allt upp hjá okkur og við höfðum ekki undan að fylla á þannig að í ár erum við að gera okkar besta til að framleiða meira. Við Auður munum standa vaktina í Hagkaup í Smáralind og taka á móti fólki. Við erum ótrúlega spenntar því þetta var svo gaman í fyrra,“ segir Sylvía sem er orðin afar spennt fyrir gleðinni.

Bollugleðin hefst um helgina í Hagkaup í Smáralind.
Bollugleðin hefst um helgina í Hagkaup í Smáralind. Ljósmynd/Aðsend

Sjúklega góðar og freistandi

„Ég hef ekki tölu á því hvað ég beit í margar bollur í fyrra og held að staðan verði ekkert öðruvísi í ár. Þær sem ég beit mest í voru pistasíubollurnar og síðan lemoncurd-bollan og ég er ansi viss um að Dubai-súkkulaðibollan eigi eftir bætast við í uppáhaldið hjá mér. Annars eru allar bollurnar sjúklega góðar og erfitt að standast freistinguna.“

Bollurnar sem stöllurnar verða með í öllum Hagkaupsbúðunum eru eftirfarandi:

  • Bollur með lemoncurd og brenndum marens
  • Frappuchinó- bollur
  • Baileys- bollur
  • Hindberja- og jarðarberjabollur
  • Pistasíu-bollur
  • Nutella- og súkkulaðibollur

Dubai-súkkulaðibollan verður eingöngu fáanleg í pop up-bollugleðinni í Hagkaup Smáralind.

Bollur með lemoncurd og brenndum marens.
Bollur með lemoncurd og brenndum marens. Ljósmynd/Aðsend
Pistasíu-bollan.
Pistasíu-bollan. Ljósmynd/Aðsend
Hindberja- og jarðarberjabollan.
Hindberja- og jarðarberjabollan. Ljósmynd/Aðsend
Nutella- og súkkulaðibolla.
Nutella- og súkkulaðibolla. Ljósmynd/Aðsend




 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka