Leif Kolbeinsson matreiðslumeistara hjá veitingastaðnum La Primavera þarf vart að kynna en hann hefur unnið hug og hjörtu landsmanna með ítalskri matargerð sinni.
Í tilefni þess að bolludagurinn er handa við hornið leitaði ég í smiðju hans og fékk hann til að gefa mér uppskrift að góðum ítölskum kjötbollum sem vert væri að laga á bolludaginn. Ég kom ekki að tómum kofanum hjá Leif og hann svipti hulunni af þessari dásamlegu uppskrift að Polpette – bollum sem er hreinn unaður að njóta með góðri tómatsósu og spaghettí eins og Ítalarnir kunna svo vel.
„Polpette eða kjötbollur koma til Ítalíu frá Miðausturlöndum sem Kofta fyrr á öldum og hafa verið eldaðar í einhvers konar formi síðan á Rómartímum, misjafnt er hvaða kjöt er notað. Á Ítalíu í suðri er frekar verið að blanda saman nauta, kálfa- og svínakjöti, en í norðri er einungis notast við nautakjöt,“ segir Leifur.
„Sagan segir að ítalskir innflytjendur í Bandaríkjunum hafa borið þær fram með pasta sem nú á dögum þykir klassískur huggunarmatur þegar vel heppnast. Hér notum við nauta- og svínakjöt í staðinn fyrir hvítt brauð í bollurnar, kryddum þær vel. Polpette í tómatsósu eru einnig frábærar með mjúkri polentu, gnocchi eða stöppuðum kartöflum,“ segir Leifur sem kann svo sannarlega að gleðja matarhjartað.
Spaghettí með Polpette í tómatsósu (kjötbollum)
Fyrir 4
Polpette
Aðferð:
Tómatsósa
Aðferð: