Polpette frá Rómartímum uppáhaldsbollurnar hans Leifs

Leifur Kolbeinsson hjá La Primavera kann að gera bestu bollurnar, …
Leifur Kolbeinsson hjá La Primavera kann að gera bestu bollurnar, Polpette frá Rómatímum, bornar fram með spaghettí og heimagerðri tómatsósu. mbl.is/Árni Sæberg

Leif Kol­beins­son mat­reiðslu­meist­ara hjá veit­ingastaðnum La Prima­vera þarf vart að kynna en hann hef­ur unnið hug og hjörtu lands­manna með ít­alskri mat­ar­gerð sinni.

Í til­efni þess að bollu­dag­ur­inn er handa við hornið leitaði ég í smiðju hans og fékk hann til að gefa mér upp­skrift að góðum ít­ölsk­um kjöt­boll­um sem vert væri að laga á bollu­dag­inn. Ég kom ekki að tóm­um kof­an­um hjá Leif og hann svipti hul­unni af þess­ari dá­sam­legu upp­skrift að Polpette – boll­um sem er hreinn unaður að njóta með góðri tóm­atsósu og spaghettí eins og Ítal­arn­ir kunna svo vel.

Ómótstæðilega girnilegur réttur, spaghettí með Polpette í tómatsósu að hætti …
Ómót­stæðilega girni­leg­ur rétt­ur, spaghettí með Polpette í tóm­atsósu að hætti Leifs. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Polpette eða kjöt­boll­ur koma til Ítal­íu frá Miðaust­ur­lönd­um sem Kofta fyrr á öld­um og hafa verið eldaðar í ein­hvers kon­ar formi síðan á Róm­ar­tím­um, mis­jafnt er hvaða kjöt er notað. Á Ítal­íu í suðri er frek­ar verið að blanda sam­an nauta, kálfa- og svína­kjöti, en í norðri er ein­ung­is not­ast við nauta­kjöt,“ seg­ir Leif­ur.

Klass­ísk­ur hugg­un­ar­mat­ur

„Sag­an seg­ir að ít­alsk­ir inn­flytj­end­ur í Banda­ríkj­un­um hafa borið þær fram með pasta sem nú á dög­um þykir klass­ísk­ur hugg­un­ar­mat­ur þegar vel heppn­ast. Hér not­um við nauta- og svína­kjöt í staðinn fyr­ir hvítt brauð í boll­urn­ar, krydd­um þær vel. Polpette í tóm­atsósu eru einnig frá­bær­ar með mjúkri po­lentu, gnocchi eða stöppuðum kart­öfl­um,“ seg­ir Leif­ur sem kann svo sann­ar­lega að gleðja mat­ar­hjartað.

Undursamlega fallegur réttur sem freistandi er að njóta.
Und­ur­sam­lega fal­leg­ur rétt­ur sem freist­andi er að njóta. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Polpette frá Rómartímum uppáhaldsbollurnar hans Leifs

Vista Prenta

Spaghettí með Polpette í tóm­atsósu (kjöt­boll­um)

Fyr­ir 4

Polpette

  • 250 g nauta­hakk
  • 250 g svína­hakk
  • 1 msk. brauðrasp­ur
  • 2 sneiðar hvítt brauð, bleytt í vatni og vatnið síðan kreist frá
  • 1-2 rif hvít­lauk­ur, fínt rif­inn
  • 1 tsk. óreg­anó, þurrkað
  • 1 egg
  • 3 msk. par­mes­an
  • 1 tsk. fínt saxað ferskt rós­mar­in
  • Ögn þurrkaðar chili­f­lög­ur
  • 1 msk. söxuð fersk stein­selja
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Tóm­atsósa, sjá upp­skrift fyr­ir neðan

Aðferð:

  1. Setjið kjöt og egg, rasp og allt krydd í skál og hnoðið vel sam­an.
  2. Takið síðan l í boll­ur, þegar boll­urn­ar eru mótaðar steikið þær vel á stórri pönnu.
  3. Lagið síðan tóm­atsós­una.

Tóm­atsósa

  • 2 dós­ir hakkaðir tóm­at­ar
  • 1 skarlottu­lauk­ur, fínt saxaður
  • 2-3 hvít­lauks­geir­ar, fínt saxaðir
  • Jóm­frúarol­ía eft­ir smekk
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • 1 búnt basilíka, lauf­in tínd af stilk­um og gróft rif­in

Aðferð:

  1. Setjið góðan pott á hellu og hitið með ólífu­olíu.
  2. Setjið skarlottu­lauk­inn ofan í og steikið í skamma stund.
  3. Bætið hvít­laukn­um við og steikið þar til lauk­ur­inn er eldaður.
  4. Bætið þá tómöt­un­um við og sjóðið í um það bil 10 mín­út­ur og kryddið til með salti og pip­ar.
  5. Bætið síðan sós­unni á pönn­una með hakk­boll­un­um, stráið basilíku yfir og setjið lok yfir.
  6. Látið boll­urn­ar sjóða í um það bil 10-15 mín­út­ur, eft­ir stærð.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert