Sandkaka, stundum nefnd pundari, er ein af grunnstoðum íslenskrar baksturshefðar. Hún er einföld í gerð og heillar ávallt með ljúfu, smjörríku bragði sem hentar vel bæði með kaffi og tei. Hér er uppskrift sem framleiðir 1200 g af ljómandi sandköku, hvort sem þú vilt baka eina stærri köku eða tvær minni.
Uppskriftin kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar, bakara og fagstjóra við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Hann er hrifinn af einfaldleikanum við þessa sandköku og segir ilminn vera heimilislegan þegar hún kemur úr ofninum.
Árni hefur verið iðinn að deila með lesendum uppskriftum um smiðju sinni.
mbl.is/Eyþór
Sandkaka eins og Árni bakar hana
- 400 g smjör, mjúkt
- 400 g sykur
- 8 stk. egg
- 200 ml mjólk
- 400 g hveiti
- 200 g kartöflumjöl
- 4 tsk. lyftiduft
- Vanilludropar, nokkrir dropar eftir smekk
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180°C.
- Smyrjið tvö bökunarform og stráið hveiti í þau til að tryggja að kakan losni vel.
- Þeytið saman mjúkt smjör og sykur þar til blandan verður létt og loftkennd.
- Bætið eggjunum út einu í einu og hrærið vel á milli.
- Blandið hveiti, kartöflumjöli og lyftidufti saman og bætið þessu smám saman út í deigið til skiptis við mjólkina. Setjið vanilludropana saman við.
- Hellið deiginu í form og sléttið yfirborðið varlega.
- Bakið kökurnar í 50-60 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðju kökunnar.
- Berið fram og njótið með því sem ykkur þykir best.