Bragðmiklir orkuklattar sem þú átt eftir dýrka

Bragðmiklir orkuklattar með dökku súkkulaði og kókos-og möndlusmjöri sem þið …
Bragðmiklir orkuklattar með dökku súkkulaði og kókos-og möndlusmjöri sem þið eigið eftir að kolfalla fyrir. Algjört sælgæti að njóta. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Ef þú elsk­ar góð orku­stykki, eins og granóla­stykki eða klatta sem eru stút­full­ir af alls kon­ar góðgæti og nær­ingu, þá eru þessi málið. Þetta eru orkuklatt­ar með dökku súkkulaði og kó­kos- og möndl­u­smjöri.

Val­gerður Gréta Grön­dal, alla jafna kölluð Valla, á heiður­inn af þess­ari upp­skrift en hún held­ur úti upp­skrift­asíðunni sem ber henn­ar gælu­nafn hér.

„Þess­ir klatt­ar eru svo hrika­lega góðir og ein­fald­ir, inni­halda nátt­úru­lega sætu og eru auk þess veg­an. Mitt allra upp­á­halds, kó­kos- og möndl­u­smjörið frá Ra­punzel gef­ur ein­stakt bragð og held­ur þessu öllu sam­an ásamt ban­an­an­um,“ seg­ir Valla í færslu sinni.

Kost­ur­inn við þessa klatta er auðveld­lega að það er hægt að frysta þá og taka út eft­ir þörf­um og svo er líka hægt að skipta út fræj­un­um fyr­ir aðra teg­und eða möndl­un­um út fyr­ir aðrar hnet­ur eða hvað sem þér finnst gott. Þessa upp­skrift er hægt að leika sér með og gera að sinni.

Svo eru þess­ir klatt­ar líka svo góðir til að taka með í göng­ur, skíðaferðir eða úti­vist­ina sem útheimt­ir mikla orku. Full­komið nesti til að taka með og narta í þegar ork­an þrýt­ur.

Bragðmiklir orkuklattar sem þú átt eftir dýrka

Vista Prenta

Bragðmikl­ir orkuklatt­ar með dökku súkkulaði og kó­kos- og möndl­u­smjöri

  • 1 stór þroskaður ban­ani
  • 140 g möndlu- og kó­kos­mjör frá Ra­punzel
  • 3 msk. hlyns­íróp
  • 1 tsk. vanillu­drop­ar
  • 180 g gróf­ir hafr­ar
  • 50 g 70% súkkulaði, smátt saxað
  • 40 g möndl­ur, fínt saxaðar
  • 40 g graskers­fræ
  • 40 g rús­ín­ur
  • 25 g kó­kos
  • 1 tsk. kanill
  • ¼ tsk. mat­ar­sódi
  • ¼ tsk. salt

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 175°C og hafa blástur­inn á.
  2. Saxið möndl­urn­ar og súkkulaðið og setjið til hliðar.
  3. Setjið ban­an­ann í skál og stappið vel.
  4. Bætið möndlu-og& kó­koss­mjöri,hlyns­írópip ogvanillu­drop­uma út í og hrærið vel.
  5. Setjið hafra, súkkulaði, möndl­ur, graskers­fræ, rús­ín­ur, kó­kos, kanil, mat­ar­sóda og salt í skál.
  6. Hrærið vel sam­an.
  7. Setjið ban­ana­blönd­una sam­an við.
  8. Takið fram ofn­plötu og setjið á hana bök­un­ar­papp­ír.
  9. Mótið smá­kök­ur með ís­kúlu­skeið eða tveim­ur mat­skeiðum.
  10. Þrýstið aðeins á þær svo þær fletj­ist út.
  11. Bakið í um það bil 20 mín­út­ur.
  12. Leyfið kök­un­um að kólna í smá­stund á plöt­unni og færið þær síðan yfir á smá­kökugrind og leyfið þeim að kólna al­veg.
  13. Njótið hvers bita þegar ykk­ur lang­ar til.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert