Ljúffengur bolluhringur fyrir vandláta

Ilmurinn verður svo lokkandi þegar þessar brauðbollur eru bakaðar.
Ilmurinn verður svo lokkandi þegar þessar brauðbollur eru bakaðar. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Hvað er betra en nýbakaðar og ylvolg­ar boll­ur með smjöri og osti? Það er gam­an að breyta aðeins út af van­an­um og í stað þess að gera stak­ar boll­ur að gera bollu­hring eða annað slíkt í til­efni þess að bollu­dag­ur er fram und­an næst­kom­andi mánu­dag, þann 3. mars.

Sum­ir vilja frek­ar hefðbundn­ar brauðboll­ur held­ur en sæt­ar boll­ur með rjóma og sæt­ind­um. Hægt er að leika sér með út­færsl­una á þess­um bollu­hring og setja mis­mun­andi fræ ofan á boll­urn­ar. Það get­ur komið skemmti­lega út en Berg­lind Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­ar sem á heiður­inn af upp­skrift­inni gerði það ein­mitt. Síðan er hægt að vera með alls kon­ar meðlæti eins og brauðsalöt, pestó eða kjötálegg.

Þess­ar eru líka full­komn­ar til mæta með í vinnustaðakaffið fyr­ir þá sem vilja ekki sæt­ar boll­ur með fyll­ingu og rjóma.

Ljúffengur bolluhringur fyrir vandláta

Vista Prenta

Bollu­hring­ur

  • 130 g smjör
  • 350 ml nýmjólk
  • 1 bréf þurr­ger (12 g)
  • 680 g hveiti
  • 80 g syk­ur (+ 1 msk.)
  • 1 stk. egg, pískað
  • fræ að eig­in vali

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið og hellið mjólk­inni sam­an við þar til bland­an er ylvolg.
  2. Takið hana þá af hell­unni, setjið 1 msk. af sykri sam­an við og þurr­gerið, hrærið sam­an og leyfið að standa í nokkr­ar mín­út­ur.
  3. Setjið hveiti, syk­ur og salt í hræri­vél­ar­skál­ina og blandið sam­an með krókn­um.
  4. Hellið mjólk­ur­blönd­unni sam­an við og hnoðið í deig.
  5. Smyrjið skál að inn­an með matarol­íu, veltið deig­kúl­unni upp úr henni, plastið skál­ina og leyfið deig­inu að hef­ast í eina klukku­stund.
  6. Mótið þá um 17 boll­ur og raðið á bök­un­ar­papp­ír í hring, leyfið að hef­ast að nýju í 45 mín­út­ur.
  7. Hitið ofn­inn í 220°C og áður en þið setjið boll­urn­ar í ofn­inn má pensla þær með eggi og setja á þær fræ að eig­in vali sé þess óskað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert