Mömmu fiskbollurnar hans Rúnars eru alvöru

Rúnar Gíslason matreiðslumeistari hjá Kokkunum býður upp á ekta „Mömmu …
Rúnar Gíslason matreiðslumeistari hjá Kokkunum býður upp á ekta „Mömmu fiskbollur“ á bolludaginn. mbl.is/Karítas

Meistarakokkurinn og matgæðingurinn Rúnar Gíslason hjá Kokkunum býður upp á „Mömmu fiskbollur“ á bolludaginn og segir þær vera ómissandi hluta af matarhefðunum sem fylgja þessum degi.

Hann gefur hér lesendum uppskriftina að þessum dýrðlegu fiskbollum eins og mamma hans gerði þær og eflaust hefur hún fylgt fjölskyldunni lengi.

Með fiskbollunum ber Rúnar fram brúna laukssósu, kartöflur og grænmeti eins og hefð er fyrir.

Mömmu fiskbollur

  • 1 kg fiskhakk
  • 100 g kartöflumjöl
  • 100 g hveiti
  • 2 egg
  • 1 stk. meðalstór laukur
  • 6,5 g salt
  • 3-5 g sítrónupipar
  • hvítur pipar, ein klípa

Aðferð:

  1. Skerið laukinn í teninga, frekar smátt.
  2. Setjið fiskhakk, lauk, egg, salt, sítrónupipar og hvítan pipar í hrærivélaskál.
  3. Hrærið saman með K-spaðanum í smástund.
  4. Bætið síðan hveiti og kartöflumjöli út í og hrærið saman,en ekki of mikið því þá verður deigið seigt.
  5. Gott er að taka smá skammt af fiskfarsinu og smakka á því og athuga hvort þurfi að bæta við salti og pipar.
  6. Gerið næst bollur úr farsinu, sirka 50 g bollur eru passleg stærð.
  7. Takið pönnu og setjið smá ólífuolíu eða smjör á og hitið.
  8. Steikið bollurnar eru steiktar á pönnunni á báðum hliðum uns þær verða gullin brúnar á hvorri hlið.
  9. Setjið bollurnar síðan í eldfast mót og bakið í ofni í 10 -15 mínútur við 150°C hita.
  10. Berið bollurnar fram með ekta brúnni sósu, kartöflum og grænmeti eftir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert