Mömmu fiskbollurnar hans Rúnars eru alvöru

Rúnar Gíslason matreiðslumeistari hjá Kokkunum býður upp á ekta „Mömmu …
Rúnar Gíslason matreiðslumeistari hjá Kokkunum býður upp á ekta „Mömmu fiskbollur“ á bolludaginn. mbl.is/Karítas

Meist­ara­kokk­ur­inn og mat­gæðing­ur­inn Rún­ar Gísla­son hjá Kokk­un­um býður upp á „Mömmu fisk­boll­ur“ á bollu­dag­inn og seg­ir þær vera ómiss­andi hluta af mat­ar­hefðunum sem fylgja þess­um degi.

Hann gef­ur hér les­end­um upp­skrift­ina að þess­um dýrðlegu fisk­boll­um eins og mamma hans gerði þær og ef­laust hef­ur hún fylgt fjöl­skyld­unni lengi.

Með fisk­boll­un­um ber Rún­ar fram brúna laukssósu, kart­öfl­ur og græn­meti eins og hefð er fyr­ir.

Mömmu fiskbollurnar hans Rúnars eru alvöru

Vista Prenta

Mömmu fisk­boll­ur

  • 1 kg fisk­hakk
  • 100 g kart­öfl­umjöl
  • 100 g hveiti
  • 2 egg
  • 1 stk. meðal­stór lauk­ur
  • 6,5 g salt
  • 3-5 g sítr­ónupip­ar
  • hvít­ur pip­ar, ein klípa

Aðferð:

  1. Skerið lauk­inn í ten­inga, frek­ar smátt.
  2. Setjið fisk­hakk, lauk, egg, salt, sítr­ónupip­ar og hvít­an pip­ar í hræri­véla­skál.
  3. Hrærið sam­an með K-spaðanum í smá­stund.
  4. Bætið síðan hveiti og kart­öfl­umjöli út í og hrærið sam­an,en ekki of mikið því þá verður deigið seigt.
  5. Gott er að taka smá skammt af fisk­fars­inu og smakka á því og at­huga hvort þurfi að bæta við salti og pip­ar.
  6. Gerið næst boll­ur úr fars­inu, sirka 50 g boll­ur eru pass­leg stærð.
  7. Takið pönnu og setjið smá ólífu­olíu eða smjör á og hitið.
  8. Steikið boll­urn­ar eru steikt­ar á pönn­unni á báðum hliðum uns þær verða gull­in brún­ar á hvorri hlið.
  9. Setjið boll­urn­ar síðan í eld­fast mót og bakið í ofni í 10 -15 mín­út­ur við 150°C hita.
  10. Berið boll­urn­ar fram með ekta brúnni sósu, kart­öfl­um og græn­meti eft­ir smekk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert