Sælkerafingur úr smiðju Jönu sem allir geta gert

Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, heilsukokku rmeð meiru …
Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, heilsukokku rmeð meiru gerði þessi sælkerafingur á dögunum sem slógu í gegn á hennar heimili. Samsett mynd

Kristjana Stein­gríms­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Jana heilsu­kokk­ur, gerði þessa hrika­lega góðu sæl­kera­bita eða fing­ur sem hittu í mark á henn­ar heim­ili. Það er mjög auðvelt og fljót­legt að gera þessa og ekki skemm­ir að það eru fá inni­halds­efni sem þarf í verkið.

„Þess­ir sæl­kera­bit­ar eða fing­ur voru ekki lengi að klár­ast hjá mér og lík­lega geri ég þá oft í viku fram­veg­is til að all­ir í fjöl­skyld­unni geti nælt sér í bita og bita,“ seg­ir Jana og glott­ir.

Ef ykk­ur lang­ar að eiga gott milli mála í fryst­in­um þá eru þess­ir klár­lega málið.

Þessir sælkerafingur er góðir til að grípa í á milli …
Þess­ir sæl­keraf­ing­ur er góðir til að grípa í á milli mála. Ljós­mynd/​Kristjana Stein­gríms­dótt­ir

Sælkerafingur úr smiðju Jönu sem allir geta gert

Vista Prenta

Sæl­keraf­ing­ur

  • 1/​3 bolli akasíu­hun­ang eða dökkt aga­ves­íróp

  • 1 krukka hnetu­smjör

  • 2 boll­ar korn­fleks

  • 1⁄2 tsk. vanilla

  • 1⁄4 tsk. gæðasalt

  • 120 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hrærið vel sam­an sætu, vanillu og hnetu­smjöri í meðal­stór­um potti við meðal­hita og lofið öllu að bland­ast vel sam­an.

  2. Slökkvið á hit­an­um.

  3. Hellið korn­fleks­inu út í.

  4. Blandið þar til all­ir korn­fleks­bitarn­ir eru al­veg húðaðir í hnetu­smjörs­blönd­unni.

  5. Hellið í bök­un­ar­papp­írs klætt bök­unn­ar­form eða sí­lí­kon­form eða disk sem pass­ar í fryst­inn þinn.

  6. Þrýstið blönd­unni mjög vel niður.

  7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir botn­inn.

  8. Frystið í um það bil klukku­tíma.

  9. Takið úr fryst­in­um.

  10. Geymið í um 5 mín­út­ur og skerið í lang­ar sneiðar, Jana hafði til að mynda ekki þol­in­mæði til að bíða þar sem hún var of spennt að smakka en það gerði ekk­ert til. Bitarn­ir urðu ekki eins lögu­leg­ir bitarn­ir fyr­ir vikið en bragðgóðir.

  11. Setjið svo alla bit­ana í box og geymið í frysti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert