Sælkerafingur úr smiðju Jönu sem allir geta gert

Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, heilsukokku rmeð meiru …
Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt undir nafninu Jana, heilsukokku rmeð meiru gerði þessi sælkerafingur á dögunum sem slógu í gegn á hennar heimili. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir, betur þekkt sem Jana heilsukokkur, gerði þessa hrikalega góðu sælkerabita eða fingur sem hittu í mark á hennar heimili. Það er mjög auðvelt og fljótlegt að gera þessa og ekki skemmir að það eru fá innihaldsefni sem þarf í verkið.

„Þessir sælkerabitar eða fingur voru ekki lengi að klárast hjá mér og líklega geri ég þá oft í viku framvegis til að allir í fjölskyldunni geti nælt sér í bita og bita,“ segir Jana og glottir.

Ef ykkur langar að eiga gott milli mála í frystinum þá eru þessir klárlega málið.

Þessir sælkerafingur er góðir til að grípa í á milli …
Þessir sælkerafingur er góðir til að grípa í á milli mála. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Sælkerafingur

  • 1/3 bolli akasíuhunang eða dökkt agavesíróp

  • 1 krukka hnetusmjör

  • 2 bollar kornfleks

  • 1⁄2 tsk. vanilla

  • 1⁄4 tsk. gæðasalt

  • 120 g dökkt súkkulaði

Aðferð:

  1. Hrærið vel saman sætu, vanillu og hnetusmjöri í meðalstórum potti við meðalhita og lofið öllu að blandast vel saman.

  2. Slökkvið á hitanum.

  3. Hellið kornfleksinu út í.

  4. Blandið þar til allir kornfleksbitarnir eru alveg húðaðir í hnetusmjörsblöndunni.

  5. Hellið í bökunarpappírs klætt bökunnarform eða sílíkonform eða disk sem passar í frystinn þinn.

  6. Þrýstið blöndunni mjög vel niður.

  7. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir botninn.

  8. Frystið í um það bil klukkutíma.

  9. Takið úr frystinum.

  10. Geymið í um 5 mínútur og skerið í langar sneiðar, Jana hafði til að mynda ekki þolinmæði til að bíða þar sem hún var of spennt að smakka en það gerði ekkert til. Bitarnir urðu ekki eins lögulegir bitarnir fyrir vikið en bragðgóðir.

  11. Setjið svo alla bitana í box og geymið í frysti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert