Unaðslega góður fiskréttur gerður á augabragði

Unaðslega góður ofnbakaður lax með hrisgrjónum
Unaðslega góður ofnbakaður lax með hrisgrjónum Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Lang­ar þig að gera ljúf­feng­an fisk­rétt á auga­bragði? Þessi unaðslega góði fisk­rétt­ur er snilld að út­búa, það er hægt að skella hon­um sam­an á um fimmtán mín­út­um og síðan ganga frá öllu og leggja á borð á meðan hann mall­ar í ofn­in­um í tutt­ugu mín­út­ur.

Þetta er ofn­bakaður lax með hrís­grjón­um og upp­skrift­in kem­ur frá Berg­lindi Hreiðars hjá Gotte­rí og ger­sem­um.

Hér má sjá Berg­lindi galdra fram fisk­rétt­inn á mettíma.

Unaðslega góður fiskréttur gerður á augabragði

Vista Prenta

Ofn­bakaður lax með hrís­grjón­um

Fyr­ir 4-6

  • 250 g Tilda basmati hrís­grjón
  • 900 g laxa­flök
  • 1 rauð paprika
  • ½ blaðlauk­ur
  • 2 hvít­lauksrif
  • 200 g Phila­delp­hia rjóma­ost­ur með sweet chilli
  • 550 ml rjómi
  • Rif­inn ost­ur
  • Salt, pip­ar og hvít­lauks­duft eft­ir smekk
  • Ólífu­olía til steik­ing­ar

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C.
  2. Sjóðið hrís­grjón­in sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakka á meðan þið und­ir­búið annað.
  3. Skerið lax­inn í bita og skerið einnig niður papriku og blaðlauk.
  4. Steikið papriku og blaðlauk upp úr ólífu­olíu og kryddið eft­ir smekk.
  5. Bætið hvít­laukn­um á pönn­una þegar paprika og blaðlauk­ur eru búin að mýkj­ast og hitið sam­an í um mín­útu.
  6. Bætið þá rjóma og rjóma­osti sam­an við og hrærið þar til rjóma­ost­ur­inn er bráðinn.
  7. Setjið síðan hrís­grjón­in í botn­inn á eld­föstu móti, næst laxa­bit­ana og hellið síðan rjóma­ostasós­unni jafnt yfir allt.
  8. Toppið með vel af rifn­um osti og bakið í ofn­in­um í 20 mín­út­ur.
  9. Berið fram og njótið með því sem hug­ur­inn girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert