Þrjú ráðin í nýtt markaðsteymi Samkaupa

Markaðsteymi Samkaupa Sunna Ösp Þórsdóttir, Halldóra Fanney Jónsdóttir, Hugi Halldórsson, …
Markaðsteymi Samkaupa Sunna Ösp Þórsdóttir, Halldóra Fanney Jónsdóttir, Hugi Halldórsson, Auður Erla Guðmundsdóttir og Vigdís Guðjohnsen. Ljósmynd/Aðsend

Sam­kaup styrk­ir markaðsteymið með þrem ráðning­um í nýja markaðsdeild fyr­ir­tæk­is­ins. Ráðning­arn­ar eru liður í stefnu­mót­un sem fel­ur í sér aukna áherslu á markaðsmál með stofn­un nýrr­ar markaðsdeild­ar sem starfar þvert á versl­an­ir og vörumerki fyr­ir­tæk­is­ins að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Sam­kaup.

Hall­dóra Fann­ey Jóns­dótt­ir, Auður Erla Guðmunds­dótt­ir og Sunna Ösp Þórs­dótt­ir hafa verið ráðnar sem sér­fræðing­ar inn á ný­stofnaða markaðsdeild Sam­kaupa. Þar starfa fyr­ir Vig­dís Guðjohnsen, markaðsstjóri Nettó, sem mun leiða nýja deild, og Hugi Hall­dórs­son, viðskipta­stjóri Vild­ar­kerf­is Sam­kaupa og staðgeng­ill markaðsstjóra Kjör- og Kram­búðanna. Hall­dóra Fann­ey og Auður Erla mæta nýj­ar til leiks til Sam­kaupa en Sunna Ösp starfaði áður í upp­lýs­inga­tækni­deild fyr­ir­tæk­is­ins og fær­ist því yfir í nýja deild. Þær hafa all­ar hafið störf.

Kem­ur frá flug­fé­lag­inu PLAY

Hall­dóra Fann­ey Jóns­dótt­ir hef­ur tekið við stöðu verk­efna­stjóra markaðsmá­la hjá Sam­kaup­um og mun stýra verk­efn­um þvert á versl­ana­merki Sam­kaupa. Hún kem­ur til fyr­ir­tæk­is­ins frá flug­fé­lag­inu PLAY þar sem hún starfaði í markaðsdeild flug­fé­lags­ins og stýrði ólík­um verk­efn­um, allt frá viðburðum, aug­lýs­ing­um og kvik­mynda­tök­um. Hall­dóra hef­ur bak­grunn í verk­efna­stjórn, þróun þjón­ustu­lausna, markaðssetn­ingu og mannauðsmá­l­um. Hall­dóra er með meist­ara­gráðu í mannauðsstjórn­un frá Há­skól­an­um í Reykja­vík og BA-gráðu í fé­lags­ráðgjöf frá Há­skóla Íslands.

Halldóra Fanney Jónsdóttir tekur við sem verkefnastjóri markaðasmála hjá Samkaupum.
Hall­dóra Fann­ey Jóns­dótt­ir tek­ur við sem verk­efna­stjóri markaðas­mála hjá Sam­kaup­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Graf­ísk­ur hönnuður frá Key of Mar­ket­ing

Auður Erla Guðmunds­dótt­ir hef­ur hafið störf sem graf­ísk­ur hönnuður í nýrri markaðsdeild Sam­kaupa. Hún kem­ur frá aug­lýs­inga­stof­unni Key of Mar­ket­ing þar sem hún starfaði sem graf­ísk­ur hönnuður. Áður hef­ur hún starfað sjálf­stætt sem graf­ísk­ur hönnuður og sem sjálf­stætt starf­andi túlk­ur fyr­ir Axtent túlkaþjón­ustu. Hún hef­ur breiðan bak­grunn í graf­ískri hönn­un og reynslu í sam­skipt­um og markaðsmá­l­um. Auður er með BA-gráðu í graf­ískri hönn­un frá Mar­bella Design Aca­demy og lokið nám­skeiði í sam­fé­lag­stúlk­un frá Miðstöð símennt­un­ar á Suður­nesj­um.

Auður Erla Guðmundsdóttir er grafískur hönnuður í nýrra markaðsdeild Samkaupa.
Auður Erla Guðmunds­dótt­ir er graf­ísk­ur hönnuður í nýrra markaðsdeild Sam­kaupa. Ljós­mynd/​Aðsend

Nýr vef­stjóri

Sem liður í skipu­lags­breyt­ing­um og stefnu­mót­un inn­an Sam­kaupa hafa vef­mál fyr­ir­tæk­is­ins verið færð nær markaðsmá­l­um og heyr­ir vef­stjóri Sam­kaupa nú und­ir ný­stofnaða markaðsdeild.

Sunna Ösp Þórs­dótt­ir er því nýr vef­stjóri í markaðsdeild. Hóf hún störf hjá Sam­kaup­um í maí árið 2024, þá í upp­lýs­inga­tækni­deild. Sunna er vef­hönnuður úr Vef­skól­an­um, en hún nam einnig graf­íska hönn­un í Tækni­skól­an­um. Áður starfaði hún við sta­f­ræna hönn­un hjá Krýsu­vík og kom einnig sjálf­stætt að ýms­um hönn­un­ar­verk­efn­um, þar á meðal vefsíðu- og viðmóts­hönn­un. Sunna bæt­ir við breidd­ina á markaðssviði og get­ur nú bet­ur tryggt sam­hæf­ingu í þróun vef­mála og markaðsmá­la.

Sunna Ösp Jóhannsdóttir er nýr vefstjóri í markaðsdeild.
Sunna Ösp Jó­hanns­dótt­ir er nýr vef­stjóri í markaðsdeild. Ljós­mynd/​Aðsend

Auk­inn kraft­ur í markaðsmál

„Ég er gíf­ur­lega ánægð að fá Hall­dóru, Sunnu Ösp og Auði inn í ný­stofnaða markaðsdeild fyr­ir­tæk­is­ins en ráðning­arn­ar eru liður í því að setja auk­inn kraft í markaðsmál fyr­ir­tæk­is­ins. Sam­an hafa þær gíf­ur­lega um­fangs­mikla reynslu af ólík­um sviðum og teymið því orðið gíf­ur­lega öfl­ugt og vel í stakk búið til þess að tak­ast á við verk­efn­in sem eru fram und­an. Sam­kaup hef­ur verið á spenn­andi veg­ferð síðasta árið og mik­il vinna verið lögð í að byggja upp ólík svið fyr­ir­tæk­is­ins. Við höf­um því frá mörgu að segja frá og ég hlakka til að vinna áfram með teym­inu,“ seg­ir Vig­dís Guðjohnsen, markaðsstjóri Nettó.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert