Truflað gott sætkartöflu-taco frá Helgu Möggu

Helga Magga er komin með nýtt kombó sem steinliggur með …
Helga Magga er komin með nýtt kombó sem steinliggur með smashburger-sósunni frægu, sætkartöflutaco. Samsett mynd

Helga Magga heil­su­markþjálfi og áhrifa­vald­ur er alltaf að toppa sig í eld­hús­inu en nú er hún kom­in með nýja út­færslu á Smashburger-taco og Smashburger-sal­at upp­skrift­un­um.

Staðan er sú að þessi Smashburger-sósa sem er á taco-inu henn­ar og ham­borg­ur­un­um er búin að gera allt vit­laust. All­ir sem smakka hana geta ekki staðist freist­ing­una og finnst hún bara allra best.

Helga Magga gerði þetta góða sæt­kart­öflu-taco sem er truflað gott að mati þeirra sem hafa smakkað og er nýj­asta viðbót­in í þess­ari réttaseríu. Rétt­ur­inn hent­ar vel í kvöld­mat­inn, fyr­ir sauma­klúbb­inn og af­mæl­is­boðið enda um sann­kallaðan smashburger-par­típlatta að ræða sem eng­inn stenst.

Truflað gott sætkartöflu-taco frá Helgu Möggu

Vista Prenta

Sæt­kart­öflu-taco með smashburger-sósu

Fyr­ir 4

  • 2 stk. sæt­ar kart­öfl­ur
  • 600 g kalk­úna­hakk eða nauta­hakk
  • taco krydd á hakkið eft­ir smekk
  • Jökla­sal­at eft­ir smekk
  • Rauðlauk­ur eft­ir smekk
  • Súr­ar gúrk­ur, niður­skorn­ar
  • Rif­inn chedd­ar-ost­ur

Aðferð:

  1. Skolið sæt­ar kart­öfl­ur eða flysið hýðið af þeim.
  2. Skerið kart­öfl­urn­ar í þunn­ar sneiðar og raðið á ofn­plötu með bök­un­ar­papp­ír.
  3. Dreifið smá olíu yfir og kryddið með salti og pip­ar.
  4. Bakið í ofni í um 15-20 mín. við 200°C.
  5. Á meðan kart­öfl­urn­ar eru í ofn­in­um græj­um við sósu og steikj­um hakkið.
  6. Kryddið hakkið með tac-kryddii og steikið á pönnu.
  7. Þegar kart­öfl­urn­ar hafa bak­ast í um 15-20 mín­út­ur er hakk­inu dreift yfir á ásamt rauðlaukn­um og súru gúrk­un­um.
  8. Hellið rifn­um chedda-ost­ii yfir hakkið og hitið áfram í ofn­in­um þar til ost­ur­inn hef­ur bráðnað eða í 10-15 mín­út­ur.
  9. Takið rétt­inn úr ofn­in­um og setjið fínt niður­skorið kál ofan á ásamt smá sósu.
  10. Hafið auka sósu í skál við hliðina á til að hægt sé að bæta meiri sósu á rétt­inn eft­ir smekk hvers og eins (sjá upp­skrift fyr­ir neðan).

Smashburger-sósa

  • 1 dós sýrður rjómi 18% (180 g)
  • 2 msk.sætt sinn­ep
  • 2 msk.tóm­atsósa
  • 50 g súr­ar gúrk­ur, fínt niður­skorn­ar
  • Salt, pip­ar og hvít­lauks­duft eft­ir smekk (um 1 tsk. af hverju)

Aðferð:

  1. Blandið öll­um inni­halds­efn­un­um í sós­una sam­an í skál ásamt fínt niður­skorn­um súr­um gúrk­um.
  2. Við mæl­um al­veg með því að gera tvö­falda upp­skrift af sós­unni, hún er svo góð og fínt að eiga smá af­gang til að setja á ham­borg­ara.

 

 

 

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert