Truflað gott sætkartöflu-taco frá Helgu Möggu

Helga Magga er komin með nýtt kombó sem steinliggur með …
Helga Magga er komin með nýtt kombó sem steinliggur með smashburger-sósunni frægu, sætkartöflutaco. Samsett mynd

Helga Magga heilsumarkþjálfi og áhrifavaldur er alltaf að toppa sig í eldhúsinu en nú er hún komin með nýja útfærslu á Smashburger-taco og Smashburger-salat uppskriftunum.

Staðan er sú að þessi Smashburger-sósa sem er á taco-inu hennar og hamborgurunum er búin að gera allt vitlaust. Allir sem smakka hana geta ekki staðist freistinguna og finnst hún bara allra best.

Helga Magga gerði þetta góða sætkartöflu-taco sem er truflað gott að mati þeirra sem hafa smakkað og er nýjasta viðbótin í þessari réttaseríu. Rétturinn hentar vel í kvöldmatinn, fyrir saumaklúbbinn og afmælisboðið enda um sannkallaðan smashburger-partíplatta að ræða sem enginn stenst.

Sætkartöflu-taco með smashburger-sósu

Fyrir 4

  • 2 stk. sætar kartöflur
  • 600 g kalkúnahakk eða nautahakk
  • taco krydd á hakkið eftir smekk
  • Jöklasalat eftir smekk
  • Rauðlaukur eftir smekk
  • Súrar gúrkur, niðurskornar
  • Rifinn cheddar-ostur

Aðferð:

  1. Skolið sætar kartöflur eða flysið hýðið af þeim.
  2. Skerið kartöflurnar í þunnar sneiðar og raðið á ofnplötu með bökunarpappír.
  3. Dreifið smá olíu yfir og kryddið með salti og pipar.
  4. Bakið í ofni í um 15-20 mín. við 200°C.
  5. Á meðan kartöflurnar eru í ofninum græjum við sósu og steikjum hakkið.
  6. Kryddið hakkið með tac-kryddii og steikið á pönnu.
  7. Þegar kartöflurnar hafa bakast í um 15-20 mínútur er hakkinu dreift yfir á ásamt rauðlauknum og súru gúrkunum.
  8. Hellið rifnum chedda-ostii yfir hakkið og hitið áfram í ofninum þar til osturinn hefur bráðnað eða í 10-15 mínútur.
  9. Takið réttinn úr ofninum og setjið fínt niðurskorið kál ofan á ásamt smá sósu.
  10. Hafið auka sósu í skál við hliðina á til að hægt sé að bæta meiri sósu á réttinn eftir smekk hvers og eins (sjá uppskrift fyrir neðan).

Smashburger-sósa

  • 1 dós sýrður rjómi 18% (180 g)
  • 2 msk.sætt sinnep
  • 2 msk.tómatsósa
  • 50 g súrar gúrkur, fínt niðurskornar
  • Salt, pipar og hvítlauksduft eftir smekk (um 1 tsk. af hverju)

Aðferð:

  1. Blandið öllum innihaldsefnunum í sósuna saman í skál ásamt fínt niðurskornum súrum gúrkum.
  2. Við mælum alveg með því að gera tvöfalda uppskrift af sósunni, hún er svo góð og fínt að eiga smá afgang til að setja á hamborgara.

 

 

 

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert