Ostalasanja sem allir ostaunnendur eiga eftir að dýrka

Bragðmikið og ljúffengt ostalasanja sem allir ostaunnendur eiga eftir að …
Bragðmikið og ljúffengt ostalasanja sem allir ostaunnendur eiga eftir að dýrka. Ljósmynd/Aðsend

Þú verður ekki fyr­ir von­brigðum með þessa mat­ar­veislu ef þú elsk­ar osta. Þetta er osta­út­gáfa af sæl­ker­alasanja þar sem nokkr­ir bragðmikl­ir ost­ar leiða sam­an krafta sína með dá­sam­legri út­komu. Hreint út sagt frá­bær fjöl­skyldu­rétt­ur með nóg af ost­um og öðru góðgæti sem er full­komið að njóta á fimmtu­dags­kvöldi. Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju upp­skrifta­vefs­ins Gott í mat­inn.

Ostalasanja sem allir ostaunnendur eiga eftir að dýrka

Vista Prenta

Ostalasanja

  • 500 g nauta­hakk
  • 1 stk. lauk­ur, saxaður
  • 4 stk. hvít­lauks­geir­ar, pressaðir
  • 2 dós­ir­hakkaðir tóm­at­ar
  • 2 msk. tóm­at­púrra
  • 2 tsk. þurrkað óreg­anó
  • 2 tsk. þurrkuð basilika
  • 2 tsk. ít­alskt pastakrydd
  • salt og pip­ar eft­ir smekk
  • ein klípa ís­lenskt smjör
  • rjóma­ost­ur til mat­ar­gerðar
  • rif­inn gratínost­ur
  • raspaður Feyk­ir
  • Pip­arost­ur

Aðferð:

  1. Bræðið smjörið á pönnu og steikið lauk­inn og hvít­lauk­inn þangað til að hann er aðeins bú­inn að taka sig.
  2. Takið af pönn­unni og skiljið frá smjör­inu.
  3. Þurr­steikið hakkið og kryddið með óreg­anó, basilíku, ít­alska krydd­inu, salti og pip­ar.
  4. Bætið laukn­um út í og því næst tóm­at­púrr­unni og hökkuðu tómöt­un­um.
  5. Látið malla þangað til hakkið er al­veg orðið eldað.
  6. Smakkið til og bætið við óreg­anó eða öðru kryddi eft­ir smekk.

Sam­setn­ing:

  1. Byrjið á að setja hakksós­una í botn­inn á eld­föstu formi.
  2. Leggið lasagna­plöt­ur yfir og smyrjið þær með rjóma­osti eða slumpið yfir plöt­urn­ar. End­ur­takið þetta en passið að eiga hakk fyr­ir efsta lagið.
  3. Dreifið rifn­um gratínosti yfir í lok­in.
  4. Gott er að raspa Feyki eða rif­inn pip­arost fyr­ir þau sem vilja fá sterk­ara bragð.
  5. Bakið í ofni við 180°C hita í um það bil 45 mín­út­ur.
  6. Ef þið getið stillt ykk­ur og beðið í um 10 mín­út­ur eft­ir að þetta er tekið úr ofn­in­um þá er mun auðveld­ara að skera í hæfi­lega skammta.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert