Limoncello Spritz er helgarkokteillinn að þessu sinni og er ítalskur kokteill í kokteilaflokknum Spritz. Kokteillinn hefur notið mikilla vinsælda í seinni tíð og er ástæða þess líklega sú að eftirspurn eftir kokteilum með lágu áfengismagni hefur stóraukist á undanförnum árum.
Þessi spritz-kokteil er gerður með limoncello og verður hann því sætari, súrari og ferskari á bragðið. Ég mæli síðan með því líkt og strákarnir gets að setja ykkar uppáhaldsjurt yfir hann; kerfill, sítrónugras, basil, melissa eða timjan passa sérstaklega vel með limoncello. Limoncello Spritz er byggður drykkur og því afar fljótlegt að gera hann.
Uppskriftin kemur úr kokteilabókinni Heimabarinn eftir þá Andra Davíð Pétursson og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bókinni er að finna fjölmarga girnilega kokteila og drykki sem eiga sér sögu. Þessi bók er eiguleg og gott að grípa í þegar von er á góðum gestum.
Limoncello Spritz
Skraut
Aðferð: