Suðrænn og ferskur Limoncello Spritz sem minnir á sumarið

Limoncello Spritz er helgarkokteillinn að þessu sinni og er ítalskur …
Limoncello Spritz er helgarkokteillinn að þessu sinni og er ítalskur kokteill sem minnir óneitanlega á sumarið. Ljósmynd/Kristnn Magnússon

Limoncello Spritz er helgar­kokteill­inn að þessu sinni og er ít­alsk­ur kokteill í kokteila­flokkn­um Spritz. Kokteill­inn hef­ur notið mik­illa vin­sælda í seinni tíð og er ástæða þess lík­lega sú að eft­ir­spurn eft­ir kokteil­um með lágu áfeng­is­magni hef­ur stór­auk­ist á und­an­förn­um árum.

Þessi spritz-kokteil er gerður með limoncello og verður hann því sæt­ari, súr­ari og fersk­ari á bragðið. Ég mæli síðan með því líkt og strák­arn­ir gets að setja ykk­ar upp­á­halds­jurt yfir hann; kerf­ill, sítr­ónugras, basil, mel­issa eða timj­an passa sér­stak­lega vel með limoncello. Limoncello Spritz er byggður drykk­ur og því afar fljót­legt að gera hann.

Upp­skrift­in kem­ur úr kokteila­bók­inni Heima­bar­inn eft­ir þá Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu. Þessi bók er eigu­leg og gott að grípa í þegar von er á góðum gest­um.

Suðrænn og ferskur Limoncello Spritz sem minnir á sumarið

Vista Prenta

Limoncello Spritz

  • 50 ml limoncello
  • toppað Prosecco
  • Klak­ar eft­ir þörf­um

Skraut

  • sítr­ónusneið og jurt að eig­in vali

Aðferð:

  1. Mælið fyrst limoncello í vínglas.
  2. Fyllið svo glasið með klök­um.
  3. Fyllið drykk­inn upp með freyðivíni.
  4. Hrærðið drykk­inn sam­an og skreytið með sítr­ónusneið og jurt að eig­in vali, má vera basil, mel­issa, mynta, rós­marín, timj­an eða ver­bena. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert