Suðrænn og ferskur Limoncello Spritz sem minnir á sumarið

Limoncello Spritz er helgarkokteillinn að þessu sinni og er ítalskur …
Limoncello Spritz er helgarkokteillinn að þessu sinni og er ítalskur kokteill sem minnir óneitanlega á sumarið. Ljósmynd/Kristnn Magnússon

Limoncello Spritz er helgarkokteillinn að þessu sinni og er ítalskur kokteill í kokteilaflokknum Spritz. Kokteillinn hefur notið mikilla vinsælda í seinni tíð og er ástæða þess líklega sú að eftirspurn eftir kokteilum með lágu áfengismagni hefur stóraukist á undanförnum árum.

Þessi spritz-kokteil er gerður með limoncello og verður hann því sætari, súrari og ferskari á bragðið. Ég mæli síðan með því líkt og strákarnir gets að setja ykkar uppáhaldsjurt yfir hann; kerfill, sítrónugras, basil, melissa eða timjan passa sérstaklega vel með limoncello. Limoncello Spritz er byggður drykkur og því afar fljótlegt að gera hann.

Upp­skrift­in kem­ur úr kokteila­bók­inni Heima­bar­inn eft­ir þá Andra Davíð Pét­urs­son og Ivan Svan Corwasce barþjóna en í bók­inni er að finna fjöl­marga girni­lega kokteila og drykki sem eiga sér sögu. Þessi bók er eiguleg og gott að grípa í þegar von er á góðum gestum.

Limoncello Spritz

  • 50 ml limoncello
  • toppað Prosecco
  • Klakar eftir þörfum

Skraut

  • sítrónusneið og jurt að eigin vali

Aðferð:

  1. Mælið fyrst limoncello í vínglas.
  2. Fyllið svo glasið með klökum.
  3. Fyllið drykkinn upp með freyðivíni.
  4. Hrærðið drykkinn saman og skreytið með sítrónusneið og jurt að eigin vali, má vera basil, melissa, mynta, rósmarín, timjan eða verbena. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert