Boðið verður upp á safaríka og djarfa smakkbita

Vetrarmatarmarkaður Íslands verður haldinn helgina 8. - 9. mars á …
Vetrarmatarmarkaður Íslands verður haldinn helgina 8. - 9. mars á jarðhæð í Hörpu, þar sem íslenskar matarhetjur koma saman til að fagna gæðum og fjölbreytni matvæla. Samsett mynd

Vetr­armat­ar­markaður Íslands verður hald­inn helg­ina 8. - 9. mars á jarðhæð í Hörpu, þar sem ís­lensk­ar mat­ar­hetj­ur koma sam­an til að fagna gæðum og fjöl­breytni mat­væla. Viðburður­inn verður op­inn frá klukk­an 11:00 til 17:00 báða daga og er aðgang­ur ókeyp­is.

Markaður­inn legg­ur áherslu á upp­lif­un, upp­runa og um­hyggju, en það eru ein­kunn­ar­orð Mat­ar­markaðar Íslands.

Sæt og seigt góðgæti

„Þar gefst gest­um tæki­færi til að kynn­ast beint þeim sem standa á bak við mat­væla­fram­leiðslu, allt frá smá­bænd­um til stórra mat­væla­fyr­ir­tækja. Þeir munu kynna og selja afurðir sín­ar, sem spanna allt frá sætu og seigu góðgæti yfir í safa­ríka og djarfa smakk­bita,“ seg­ir Eir­ný Sig­urðardótt­ir, einn aðstand­enda mat­ar­markaðar­ins.

All­ir eru vel­komn­ir á markaðinn og skipu­leggj­end­ur hvetja sér­stak­lega for­eldra til að taka börn­in með, enda er mark­miðið að kynna næstu kyn­slóð neyt­enda fyr­ir ein­stök­um hrá­efn­um og mat­ar­hefðum Íslands.

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert