Elenora í sjokki eftir viðtökurnar

Elenora Rós Georgsdóttir hefur þegar unnið hug og hjörtu þjóðarinnar …
Elenora Rós Georgsdóttir hefur þegar unnið hug og hjörtu þjóðarinnar með útgeislun sinni og elskar fátt meira en að baka. Ljósmynd/Aðsend

Elen­oru Rós Georgs­dótt­ur þarf vart að kynna en hún hef­ur unnið hug og hjörtu þjóðar­inn­ar með sinni ein­lægu og fal­legu fram­komu sem og sín­um ómót­stæðilegu ljúf­fengu bakst­ursvör­um eins og t.d. boll­um.

Bollu­dag­ur­inn er ný­af­staðinn en hann er einn upp­á­halds­dag­ur­inn henn­ar á almanak­inu og dag­inn kall­ar Elen­ora þjóðhátíðardag bak­ara. Í til­efni bollu­dags­ins bauð hún upp á Bollu pop-up á sunnu­dag­inn síðastliðinn í Höfuðstöðinni sem er í gömlu kart­öflu­geymsl­un­um í Ártúns­brekk­unni við Elliðaár­dal­inn.

Það er gam­an að segja frá því að boll­urn­ar seld­ust upp á mettíma.

„Við opnuðum dyrn­ar klukk­an tólf í há­deg­inu og þær voru upp­seld­ar rúmri klukku­stund síðar. Ég var orðlaus að sjá mót­tök­urn­ar og viðbrögðin hjá viðskipta­vin­um mín­um. Þetta var rosa­legt í fyrra og enn magnaðara í ár,“ seg­ir Elen­ora meyr.

Kom til að halda upp á bollu­dag­inn

Elen­ora kom sér­stak­lega til lands­ins til að halda hátíðal­ega upp á bollu­dag­inn og standa fyr­ir pop-up-inu en hún býr í London og starfar þar í baka­ríi.

„Ég kom til lands­ins til að gleðja bolluaðdá­end­ur með bollu­viðburði en ég gerði 4 teg­und­ir. Það fór gríðarlega mik­il hug­mynda­vinna í hverja ein­ustu bollu og nán­asta fólkið mitt var ef­laust orðið ansi þreytt á mér eft­ir enda­laus skila­boð fram og til baka um bollu­teg­und­ir,“ seg­ir Elen­ora og skelli­hlær.

„Upp­haf­lega var ég að velja á milli 18 teg­unda, sem urðu svo næst­um 30 teg­und­ir og í lok­in voru það tvær boll­ur sem all­ir voru sam­mála um að væru lang­best­ar. Ég ákvað síðan hvaða aðrar tvær pössuðu best inn í flór­una.

Boll­urn­ar og hug­mynd­irn­ar að baki þeim eiga sér alla sögu. Það er mik­il ást á bak við hverja bollu og það var gam­an að sjá hvernig fólkið í lífi mínu, baka­rí­in sem ég hef unnið í og annað skemmti­legt hef­ur gefið mér inn­blást­ur í upp­skrift­irn­ar og bakst­ur­inn.“

Ómótstæðilegar Bollurnar hennar Elenoru voru hver annarri fallegri og ruku …
Ómót­stæðileg­ar Boll­urn­ar henn­ar Elen­oru voru hver ann­arri fal­legri og ruku út eins og heit­ar lumm­ur sem eng­an þarf að undra. Ljós­mynd/​Aðsend

Boll­urn­ar sem Elen­ora bauð upp á í ár

  • Eplapæ í spari­föt­um: Kara­melliseruð epli, hafra-crumble, pist­as­íu-praline, sítr­ónu-curd og vanillu chan­tilly-rjómi.
  • Hind­berja og Biscoff-osta­köku­bolla: Hind­berja-coul­is, biscoff crumble, biscoff ganache og mascarpo­ne-osta­kök­ur­jómi.
  • Sæl­ker­inn: Salt­hnetu-praline, salt­kara­mella, ristaðar salt­hnet­ur og þeytt­ur súkkulaði-ganache-rjómi.
  • Íslend­ing­ur­inn: Rabarbara­sulta, jarðarberja-compote, kar­dimommu-infu­sed crème pat, vanill­ur­jómi og súkkulaðitopp­ur.

„Ómiss­andi fyr­ir mig sem bak­ara“

Þetta er í annað sinn sem Elen­ora stend­ur fyr­ir bollu­viðburði sem þess­um en í fyrra var hún með pop-up á nýja kaffi­hús­inu hjá Kokku við Lauga­veg­inn og þá gerðist hið sama. Boll­urn­ar seld­ust upp á auga­bragði.

„Það er ómiss­andi fyr­ir mig sem bak­ara að vera á Íslandi á þjóðhátíðar­degi stétt­ar­inn­ar. Ég var staðráðin í að gera þetta aft­ur í ár og byrjaði að und­ir­búa viðburðinn í vet­ur því ég gat hrein­lega ekki beðið leng­ur með að byrja. Þetta gekk svo vel í fyrra að ég á enn erfitt með að trúa því. Ég átti ekki einu sinni von á að það kæmu fleiri en aðeins fjöl­skylda og vin­ir.

Ég fékk al­gjört sjokk þegar við opnuðum dyrn­ar í fyrra hjá Kokku og sá að það var röð niður stig­ann og lengst út á götu. Örstuttu seinna voru mörg hundruð boll­ur upp­seld­ar. Ég trúði ekki mín­um eig­in aug­um, stuðning­ur­inn fór langt fram úr mín­um stærstu draum­um og það var lít­il bak­ara­kona inni í mér sem fyllt­ist miklu þakk­læti. Svo end­ur­tók þetta sig á sunnu­dag­inn, ég er bara í sjokki.“

Höfuðstöðin Allt ætlaði um koll að keyra þegar Elenora bauð …
Höfuðstöðin Allt ætlaði um koll að keyra þegar Elen­ora bauð upp á Bollu pop-up á sunnu­dag­inn og var fullt út úr dyr­um. Ljós­mynd/​Aðsend

Nýtt met slegið

Fólk byrjaði að streyma að Höfuðstöðinni um klukk­an tíu um morg­un­inn þrátt fyr­ir óveður og Elen­ora var búin þre­falda magnið frá því í fyrra. Nýtt met var slegið enn og aft­ur, allt var upp­selt á rúmri klukku­stund.

„Fjöl­skyld­an mín sem ætlaði bara að sitja og njóta þess að fá sér boll­ur endaði með að vera dreg­in í af­greiðslu og meira að segja níu ára litla frænka mín var kom­in í að raða í poka og hjálpa til. Vísa þurfti tug­um fólks frá vegna þess hve hratt við seld­um upp, sem er alltaf leiðin­legt,“ seg­ir Elen­ora sem er á bleiku skýi eft­ir viðtök­urn­ar.

Mikil ást og saga er bak við hverja tegund af …
Mik­il ást og saga er bak við hverja teg­und af boll­un­um henn­ar Elen­oru. Inn­blástur­inn við bakst­ur­inn fékk hún víða. Ljós­mynd/​Aðsend
Girnilega bollurnar.
Girni­lega boll­urn­ar. Ljós­mynd/​Aðsend
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert