Gleðin var í fyrirrúmi á bragðlaukaævintýrinu á Konsúlant

Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir, Juan Carlos Garavito, Stefán Ingi Guðmundsson og …
Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir, Juan Carlos Garavito, Stefán Ingi Guðmundsson og Eirný Sigurðardóttir í góðum félagsskap á Konsúlant sem boðið var upp á bragðlaukaævintýri. Ljósmynd/Eyþór

Það var ljúf stemning á bragðlaukaævintýri Moxé á veitingastaðnum Konsúlat, sem er staðsettur í hjarta miðborgarinnar, í gærkvöldi, fimmtudagskvöldið 6. mars síðastliðinn. Fjölmenni mætti að njóta og gestum var boðið að smakka dökkt gæðasúkkulaði frá mismunandi upprunasvæðum, parað með argentínsku malbec-víni frá Trapiche.

Juan Carlos Garavito, stofnandi Moxé, var með kynningu á fyrirtækinu, sögu þess og sérstöðu kakóræktunar í Kólumbíu en Moxé er spænskt matvælafyrirtæki sem leggur metnað sinn í að bjóða neytendum hágæðasúkkulaði, frá baun í bita (Bean-to-Bar), úr kakói sem er ræktað og unnið í Kólumbíu á sjálfbæran hátt.

Juan Carlos stofnandi MOXÉ bauð gestum upp á ferðalag til …
Juan Carlos stofnandi MOXÉ bauð gestum upp á ferðalag til Kólumbíu gegnum bragðheima.. Ljósmynd/Eyþór

Ómótstæðilegar líffræðilegar auðlindir Kólumbíu

„Markmiðið er að bjóða upp á hreina gæðavöru á Íslandi en tryggja samtímis að kakóbændurnir í Kólumbíu fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og vöru og að framleiðslan gangi ekki á ómótstæðilegar líffræðilegar auðlindir Kólumbíu,“ segir Guðbjörg Anna Guðmundsdóttir sem er umboðsaðili fyrir Moxé á Íslandi.

Juan Carlos kom hingað til lands að kynna súkkulaði og ætlar meðal annars að vera á Matarmarkaðnum í Hörpu um helgina. Þar gefst gestum kostur á að gæða sér á súkkulaðibita og jafnvel að taka pakka með sér heim.

„Okkar markmið er að tengja saman hagsmuni allra aðila í virðiskeðjunni, frá kakóbændum til neytenda, þannig að hver og einn fái sanngjarna umbun fyrir sinn þátt í framleiðsluferlinu,“ segir Juan Carlos.

Guðbjörg Anna er með í súkkulaðið ævintýrinu með Juan Carlos en þau kynntust þegar hún var í námi. „Við Juan kynntumst í alþjóðlegu MBA-námi við IESE-háskólann í Barselóna fyrir sex árum. Fyrir þremur árum ákvað Juan að láta gamlan draum rætast og stofnaði Moxé í samvinnu við vinkonu sína Paolu Forero og þau buðu mér að taka þátt í þessu ævintýri. Ég var efins í fyrstu þar sem ég vissi lítið um Kólumbíu en ákvað að heimsækja landið með þeim og sjá svo til. Ég hafði ekki verið í marga daga í Kólumbíu þegar ég var orðin heilluð af landi og þjóð. Þá var ekki aftur snúið og ég gekk til liðs við Moxé,“ segir Guðbjörg Anna.

Hver er sagan bak við súkkulaðið og tilurð fyrirtækisins?

„Mox varð til eftir löng samtöl Juans og Paolu, sem dreymdi um að skapa fyrirtæki sem gæti verið arðbært og sjálfbært frá félagslegu og umhverfislegu sjónarmiði og endurspeglaði um leið ríkidæmi kólumbískrar náttúru og menningar,“ segir Guðbjörg Anna.

Inniheldur aðeins tvö hráefni

Hvað er það sem gerir þetta töfrabragð af súkkulaðinu?

„Töfrabragðið er að Moxé-súkkulaðið inniheldur einungis tvö hráefni, kakó og hrásykur. Það eru engin aukaefni sem breyta áferð eða bragði, sem þýðir að kakóið fær að njóta sín með öllum sínum blæbrigðum, bragði, lykt og áferð. Þannig koma einkenni ólíkra ræktunarsvæða skýrt fram í súkkulaðinu,“ segir Guðbjörg Anna dreymin á svip.

Hvernig er að koma til Íslands og kynna súkkulaði?

„Það er gaman að fá tækifæri til að kynna kólumbískt kakó, sem er tákn vonar og sátta í Kólumbíu. Íslenskir neytendur eru opnir fyrir nýjungum og kunna að meta gæðavörur. Viðbrögðin, til dæmis þegar við höfum verið að selja Moxé-súkkulaðið á Matarmarkaðinum í Hörpu, hafa verið mjög jákvæð,“ segir Juan.

Nostrað við hvert skref

Hvernig myndir þú lýsa súkkulaðinu þínu?

„Moxé-súkkulaðið er svokallað bean-to-bar, frá baun í bita, sem þýðir að það er framleitt í litlum lotum þar sem nostrað er við hvert skref í framleiðslukerfinu.

Alþjóðasamtök kakóframleiðenda (ICCO) hafa skilgreint kakó frá Kólumbíu „fino y de aroma“, sem fínu og arómatísku, vegna lífefnafræðilegra eiginleika þess. Einungis um 5% af öllu kakói sem framleitt er í heiminum nær þessum gæðaflokki. Fínt og arómatískt kakó býr yfir margbreytileika í ilmi og bragði þar sem sætur blómaangan og ávaxtatónar eru ríkjandi,“ segir Juan Carlos sem er orðinn spenntur fyrir að mæta á matarmarkaðinn um helgina.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndi frá viðburðinum.

 

Girnilegt smakk var í boðið fyrir gesti.
Girnilegt smakk var í boðið fyrir gesti. Ljósmynd/Eyþór
Fjölmenni mætti til að kynna sér súkkulaðið.
Fjölmenni mætti til að kynna sér súkkulaðið. Ljósmynd/Eyþór
Vel fór með gestum og Juan Carlos.
Vel fór með gestum og Juan Carlos. Ljósmynd/Eyþór
Með súkkulaðinu var gestum boðið upp á drykki.
Með súkkulaðinu var gestum boðið upp á drykki. Ljósmynd/Eyþór
Ljósmynd/Eyþór
Ljósmynd/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert