Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Ljósmynd/Aðsend

Um helgina 8. – 9. mars verður haldinn vetrarmatarmarkaður Íslands á jarðhæð í Hörpu, þar sem íslenskar matarhetjur koma saman til að fagna gæðum og fjölbreytni matvæla. Viðburðurinn verður opinn öllum frá klukkan 11:00 til 17:00 báða daga og er aðgangur ókeypis.

Mikið verður um dýrðir og meðal þess sem boðið verður upp á er hversdagsmatreiðslukeppni fyrir almenning sem haldin er af upprunamerkinu Íslenskt lambakjöt og er þetta í fyrsta skipti sem þessi keppni er haldin. Keppnin fer fram laugardag 8. mars milli 11:30 og 14:00.

Vilja sýna að lambakjöt sé fljótlegur og auðveldur valkostur

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt, heldur utan um keppnina.

„Við viljum sýna að lambakjöt er fljótlegur og auðveldur kostur þegar réttir bitar eru í boði fyrir upptekna neytendur í dagsins önn. Korter getur vel dugað til að framreiða nærandi, fallegan og góðan lambarétt fyrir fjölskylduna,“ segir Hafliði og bætir við:

Dómnefnd matgæðinga velur besta réttinn og dómnefndina skipa:

  • Björn Skúlason eiginmaður forseta Íslands
  • Shruthi Basappa blaðamaður og arkitekt
  • Tjörvi Bjarnason, eigandi Matlands
  • Sævar Helgi Bragason

Vegleg verðlaun verða í boði

Sigurvegarinn hlýtur að launum gistingu á Brúnastöðum í Fljótum fyrir alla fjölskylduna í 2 nætur.Aðrir keppendur fá valdar vörur af markaðnum & sauðfjárdagatöl Karólínu í Hvammshlíð.

Skráning fer fram hér.

Nánari upplýsingar gefur Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri upprunamerkisins Íslenskt lambakjöt, en hann er með netfangið haflidi@icelandiclamb.is.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert