Matarhátíðin Food & Fun verður funheit í ár

Matarhátíðin Reykjavík Food & Fun verður haldin dagana 12.-16. mars …
Matarhátíðin Reykjavík Food & Fun verður haldin dagana 12.-16. mars 2025, í 22. skiptið. Ljósmynd/Aðsend

Mat­ar­hátíðin Reykja­vík Food & Fun verður hald­in dag­ana 12.-16. mars 2025, í 22. skiptið. Hátíðin hef­ur öðlast fast­an sess í menn­ing­ar­lífi borg­ar­inn­ar og er löngu orðin einn af hápunkt­um árs­ins fyr­ir mat­gæðinga.

Mark­mið Food & Fun er að sam­eina ein­stakt ís­lenskt hrá­efni og alþjóðlega mat­ar­gerðarlist, þar sem er­lend­ir gesta­kokk­ar fá tæki­færi til að nýta fersk­ar og ein­stak­ar afurðir Íslands í ný­stár­leg­um rétt­um. Hátíðin hef­ur vakið mikla at­hygli á heimsvísu og hef­ur reynst frá­bær kynn­ing á ís­lenskri mat­ar­gerð.

Órjúf­an­leg­ur hluti af mat­ar- og menn­ing­ar­upp­lif­un Reykja­vík­ur

„Food & Fun er orðin órjúf­an­leg­ur hluti af mat­ar- og menn­ing­ar­upp­lif­un Reykja­vík­ur og dreg­ur að sér fólk sem elsk­ar góðan mat og frá­bæra stemn­ingu. Það er alltaf ein­stök orka á veit­inga­stöðum borg­ar­inn­ar á hátíðinni og við erum hepp­in að hafa fengið til okk­ar framúrsk­ar­andi mat­reiðslu­meist­ara frá öll­um heims­horn­um í gegn­um tíðina. Við hlökk­um til að kynna gesta­kokk­ana til leiks fljót­lega,“ seg­ir Óli Hall fram­kvæmda­stjóri hátíðar­inn­ar.

Alls taka 17 veit­ingastaðir þátt í ár og hér má list­ann yfir þá:

  • Apó­tek Kitchen + Bar
  • Brass­erie Kárs­nes
  • Brút
  • Ei­ríks­son
  • Finns­son Bistro
  • Fisk­markaður
  • Frök­en Rvk
  • Hjá Jóni
  • La Prima­vera Harpa
  • La Prima­vera Mars­hall
  • Mat­ur & drykk­ur
  • OTO
  • Skreið
  • Sumac
  • Sus­hi Social
  • Tides
  • VOX

Íslenskt hrá­efni í for­grunni

Er­lend­ir gesta­kokk­ar hafa í gegn­um tíðina verið sér­stak­lega hrifn­ir af ís­lensku hrá­efni, sem hef­ur jafn­framt orðið að aðals­merki Food & Fun hátíðar­inn­ar. Mörg dæmi eru um að ís­lensk­ar afurðir hafi ratað á mat­seðla víða um heim í kjöl­far þess að gesta­kokk­ar kynnt­ust þeim á hátíðinni.

„Það er sér­stakt að fylgj­ast með áhuga er­lendra mat­reiðslu­manna á ís­lensku hrá­efni, hvort sem það er ís­lenskt lamb, fersk­ur fisk­ur eða jafn­vel ís­lenska smjörið sem oft stel­ur sen­unni. Mat­gæðing­ar víða um heim hafa kynnst ein­stök­um brögðum Íslands og sjálf­bærni í mat­væla­fram­leiðslu í gegn­um þessa hátíð, seg­ir Óli enn frem­ur.

Mat­ar­ferðamennska og ís­lensk menn­ing

Mat­ar­menn­ing er orðin stór þátt­ur í aðdrátt­ar­afli Íslands fyr­ir er­lenda gesti, og hátíð eins og Food & Fun hef­ur hjálpað til við að koma Íslandi á kortið sem spenn­andi áfangastað fyr­ir sæl­kera. „Við hlökk­um til að bjóða gest­um og þátt­tak­end­um á Food & Fun 2025 til að upp­lifa ein­staka mat­ar­veislu og kynn­ast ríku­legri flóru ís­lenskr­ar mat­ar­gerðar í góðum fé­lags­skap,“ seg­ir Óli Hall sem er kom­inn á fullt í und­ir­bún­ing­inn fyr­ir dýrðina á næstu dög­um.

Gesta­kokk­arn­ir í ár verða kynnt­ir til leiks hér á mat­ar­vefn­um um helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert