Gómsætt bananabrauð með kókos er fullkomið fyrir helgarkaffið

Gómsætt bananabrauð með kókos er eitthvað sem passar vel með …
Gómsætt bananabrauð með kókos er eitthvað sem passar vel með helgarkaffinu. mbl.is/Eyþór

Bananabrauð er sígildur réttur sem hefur lengi notið vinsælda á heimilum. Það er bæði bragðgott og auðvelt í bakstri, og þegar kókos er stráð yfir það áður en það fer í ofninn fær það dásamlega áferð og aukið bragð. Þetta bananabrauð er fullkomið sem millimál eða með kaffibolla eða ískaldri mjólk.

Uppskriftin kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar, bakara og fagstjóra við Hótel- og matvælaskólann í Kópavogi. Hann er iðinn við að baka bananabrauð og þetta er hans uppáhaldsuppskrift.

Uppskriftin kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar en hann á glæsilegt …
Uppskriftin kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar en hann á glæsilegt uppskriftsafn sem leendur matarvefsins hafa fengið að njóta. mbl.is/Eyþór

Bananabrauð með kókos

  • 199 g sykur
  • 60 g smjörlíki eða smjör
  • 2 stk. egg (u.þ.b. 95 g)
  • 1¾ tsk. lyftiduft
  • 1¾ tsk. natron
  • 1 tsk. kanill
  • 140 – 200 ml. vatn, eftir því hve bananarnir eru þroskaðir.
  • 2-3 vel þroskaðir bananar
  • 398 g hveiti
  • 2-3 msk. kókosmjöl, til að strá yfir deigið fyrir bakstur

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn í 175°C og smyrjið bökunarform eða klæðið það með bökunarpappír.
  2. Þeytið saman sykur og mjúkt smjörlíki þar til blandan verður létt og loftkennd.
  3. Bætið eggjunum út í, einu í einu, og hrærið vel á milli.
  4. Stappið bananana þar til þeir eru mjúkir og blandan jafngóð, og bætið þeim við deigið ásamt vatninu.
  5. Hrærið þar til allt er vel blandað.
  6. Í annarri skál skulu þið landa saman þurrefnum: hveiti, lyftidufti, natróni og kanil.
  7. Bætið þurrefnunum smám saman út í blautefnin og hrærið varlega þar til deigið er jafnt og kekkjalaust.
  8. Hellið deiginu í formið og sléttið yfirborðið varlega. Stráið kókosmjöli yfir deigið til að fá fallega og bragðgóða áferð. 
  9. Bakið í 45 mínútur, eða þar til prjónn kemur hreinn úr miðju brauðsins.
  10. Látið brauðið kólna í 10-15 mínútur í forminu áður en það er tekið úr og sett á kæligrind.
  11. Berið fram með því sem matarhjartað girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert