Gómsætt bananabrauð með kókos er fullkomið fyrir helgarkaffið

Gómsætt bananabrauð með kókos er eitthvað sem passar vel með …
Gómsætt bananabrauð með kókos er eitthvað sem passar vel með helgarkaffinu. mbl.is/Eyþór

Ban­ana­brauð er sí­gild­ur rétt­ur sem hef­ur lengi notið vin­sælda á heim­il­um. Það er bæði bragðgott og auðvelt í bakstri, og þegar kó­kos er stráð yfir það áður en það fer í ofn­inn fær það dá­sam­lega áferð og aukið bragð. Þetta ban­ana­brauð er full­komið sem milli­mál eða með kaffi­bolla eða ís­kaldri mjólk.

Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar, bak­ara og fag­stjóra við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi. Hann er iðinn við að baka ban­ana­brauð og þetta er hans upp­á­halds­upp­skrift.

Uppskriftin kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar en hann á glæsilegt …
Upp­skrift­in kem­ur úr smiðju Árna Þor­varðar­son­ar en hann á glæsi­legt upp­skriftsafn sem leend­ur mat­ar­vefs­ins hafa fengið að njóta. mbl.is/​Eyþór

Gómsætt bananabrauð með kókos er fullkomið fyrir helgarkaffið

Vista Prenta

Ban­ana­brauð með kó­kos

  • 199 g syk­ur
  • 60 g smjör­líki eða smjör
  • 2 stk. egg (u.þ.b. 95 g)
  • 1¾ tsk. lyfti­duft
  • 1¾ tsk. natron
  • 1 tsk. kanill
  • 140 – 200 ml. vatn, eft­ir því hve ban­an­arn­ir eru þroskaðir.
  • 2-3 vel þroskaðir ban­an­ar
  • 398 g hveiti
  • 2-3 msk. kó­kos­mjöl, til að strá yfir deigið fyr­ir bakst­ur

Aðferð:

  1. Hitaðu ofn­inn í 175°C og smyrjið bök­un­ar­form eða klæðið það með bök­un­ar­papp­ír.
  2. Þeytið sam­an syk­ur og mjúkt smjör­líki þar til bland­an verður létt og loft­kennd.
  3. Bætið eggj­un­um út í, einu í einu, og hrærið vel á milli.
  4. Stappið ban­an­ana þar til þeir eru mjúk­ir og bland­an jafn­góð, og bætið þeim við deigið ásamt vatn­inu.
  5. Hrærið þar til allt er vel blandað.
  6. Í ann­arri skál skulu þið landa sam­an þur­refn­um: hveiti, lyfti­dufti, natróni og kanil.
  7. Bætið þur­refn­un­um smám sam­an út í blautefn­in og hrærið var­lega þar til deigið er jafnt og kekkjalaust.
  8. Hellið deig­inu í formið og sléttið yf­ir­borðið var­lega. Stráið kó­kos­mjöli yfir deigið til að fá fal­lega og bragðgóða áferð. 
  9. Bakið í 45 mín­út­ur, eða þar til prjónn kem­ur hreinn úr miðju brauðsins.
  10. Látið brauðið kólna í 10-15 mín­út­ur í form­inu áður en það er tekið úr og sett á kæligrind.
  11. Berið fram með því sem mat­ar­hjartað girn­ist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert