Heitustu kokkarnir bjóða upp á heimsklassa matarupplifun

Hátíðin stendur fram á sunnudaginn, 16. mars næstkomandi, og nú …
Hátíðin stendur fram á sunnudaginn, 16. mars næstkomandi, og nú er tækifæri fyrir alla matgæðinga og áhugafólk um mat og matargerð til að bragða á spennandi nýjungum. Samsett mynd

Matarhátíðin Food & Fun hefst miðvikudaginn, 12. mars næstkomandi, og öllu verður tjaldað til. Mikill fjöldi þekktra gestakokka sem hafa verið að slá í gegn úti í heimi er mættir hingað til lands til þess að töfra fram kræsingar úr íslensku hráefni sem blandað er listilega saman við þeirra eigin hefðir og hráefni. Þetta er í 22. skiptið sem hátíðin er haldin.

Þá má því segja að allir heitustu kokkar heimsins muni bjóða upp á heimsklassa matarupplifun á Food & Fun að þessu sinni. Boðið verður upp á stórkostlegar matarupplifanir sem eiga án efa eftir að vekja verðskuldaða athygli. En fjölmargir stjörnukokkar munu prýða matarhátíðina Food & Fun í ár líkt og síðustu ár.

Hátíðin stendur fram á sunnudaginn, 16. mars næstkomandi, og nú er tækifæri fyrir alla matgæðinga og áhugafólk um mat og matargerð til að bragða á spennandi nýjungum og styðja um leið matarhátíðina sem eflir og lyftir íslenskri matarmenningu á hærra plan.

Hér getur að líta lista yfir veitingastaðina sem taka þátt og gestakokkana sem þar verða en alls eru 17 staðir sem taka þátt ár.

Á La Primavera í Marshallshúsinu verður Cesare Battisti gestakokkur

Cesare Battisti, matreiðslumeistarinn á bak við hinn virta veitingastað Ratanà í Mílanó, mun heilla gesti á La Primavera í Marshallhúsinu á Reykjavík Food & Fun Festival 2025.
Battisti sameinar hefðbundin bragðefni frá Lombardy með nútímalegum stíl, með áherslu á sjálfbærni og staðbundin hráefni. Síðan Battisti stofnaði Ratanà árið 2009 hefur hann verið leiðandi afl í nútíma ítalskri matargerð.

Utan eldhússins er Battisti einnig sendiherra „Ambasciatori del Gusto“, sem stuðlar að útbreiðslu ítalskrar matarmenningar á heimsvísu. Þátttaka hans á hátíðinni lofar ógleymanlegri upplifun af ítalskri matarnýsköpun.

Cesare Battisti verður á La Primavera í Marshallshúsi.
Cesare Battisti verður á La Primavera í Marshallshúsi. Ljósmynd/Aðsend

Mattias Bratt verður gestakokkur á OTO

Mattias Bratt er drifkrafturinn á bak við hina vinsælu veitingastaði Racamaca og Ring Katarina í Stokkhólmi. Árið 2015 opnaði hann, ásamt viðskiptafélaga sínum Rasmus Langer, veitingastaðinn Racamaca; tapasbar með basknesku ívafi staðsettan í hjarta Södermalm. Staðurinn hefur fljótt orðið eftirlæti heimamanna og fagfólks í veitingageiranum og er oftar en ekki röð út úr dyrum eftir borði.

Með félögunum Fredrik og Erik opnuðu þeir svo Ring Katarina, líflegan vín- og matbar við Katarina Bangata 66, þar sem frönsk og ítölsk matargerð sameinast á einstakan hátt. Mattias er einnig einn af stofnendum Gröna Linjen Bryggeri, og hefur bruggað bjóra sem ratað hafa inn á Michelin-stjörnuveitingastaði.

Þrátt fyrir annasaman starfsferil leggur Mattias mikla áherslu á fjölskyldulífið og talar um eins árs son sinn sem sinn kröfuharðasta gagnrýnanda.

Mattias Bratt verður á OTO.
Mattias Bratt verður á OTO. Ljósmynd/Aðsend

Á Sumac verður Athanasios Kargatzidis gestakokkur

Athanasios er stofnandi hins vinsæla og margverðlaunaða veitingastaðar BARON í Líbanon, en Baron hefur verið á lista World's 50 Best Restaurants undanfarin 5 ár. Ásamt því hefur Baron verið valinn besti veitingastaður Líbanon bæði 2022 og 2023, og er af mörgum talinn vera einn besti veitingastaður Mið-austurlanda.

Matargerð Athanasios leggur höfuðáherslur á bragð og áferð fremur en hefðir. Nýjasta verkefni hans, COSTA FRIA í Ericeira í Portúgal, sameinar hráefni frá Atlantshafsströndinni við matreiðsluaðferðir sem þekkjast við Miðjarðarhafið.
Á Sumac mun hann töfra fram einstaka rétti þar sem íslensk hráefni mæta alþjóðlegum áhrifum í fullkomnu jafnvægi.

Athanasios Tommy Kargatzi verður á Sumac.
Athanasios Tommy Kargatzi verður á Sumac. Ljósmynd/Aðsend

Benjamin Steigers verður gestakokkur á Fiskmarkaðnum

Ben er meistari í hefðbundinni Edomae-sushi og hefur víðtæka reynslu sem spannar heiminn

allan. Ferill hans hófst í heimabænum Salt Lake City, Utah, en fljótlega hélt hann þvert yfir Atlantshafið og fann sig á hinum margrómaða veitingastað Noma í Kaupmannahöfn.

Því næst hélt Ben til Japans þar sem hann starfaði á þriggja Michelin-stjörnu veitingastaðnum RyuGin. Til að auka skilning sinn á sjávarfangi enn frekar kafaði Ben meðal annars eftir ígulkerjum í Norður-Íshafi.

Eftir heimkomu til Bandaríkjanna vann hann með hinum þekkta matreiðslumeistara Michael Mina við opnun Pabu Izakaya-veitingastaðanna í San Francisco og Boston. Undanfarið hefur Ben starfað sem einkakokkur fyrir nokkur af stærstu nöfnum tónlistarheimsins á tónleikaferðalögum. Nú til dags er Ben í óða önn að undirbúa opnun veitingastaðarins Wisteria í Salt Lake City, auk staða í Washington D.C. og á Spáni.

Ben Steigers verður á Fiskmarkaðinum.
Ben Steigers verður á Fiskmarkaðinum. Ljósmynd/Aðsend

Mattia Ricci verður gestakokkur á Sushi Social í ár

Mattia Ricci er yfirkokkur á einum vinsælasta veitingastað Lundúna, Sexy Fish, og hefur verið í þeirri stöðu undanfarin 6 ár. Mattia finnur innblástur að miklu leyti úr barnæsku sinni þar sem hann eyddi miklum tíma í eldhúsinu með ömmum sínum.

Matarheimspeki Mattia leggur mikla áherslu á reyna að skapa eitthvað algerlega nýtt og spennandi úr einföldum hráefnum, og hefur getið sér gott orðspor fyrir nýstárlega nálgun sína á klassískum réttum. Mattia nefnir Björn Weissberger sem þann aðila sem hefur haft mest áhrif á hann sem matreiðslumann, og lítur á Ferran Adria, Massimo Bottura og David Munoz sem þá kokka sem hafa veitt honum mestan innblástur á sínum ferli.

Sexy Fish er af mörgum talinn vera flottasti veitingastaður Lundúna, en einnig hafa opnað Sexy Fish veitingastaðir í Miami og nú nýverið í Manchester. Sexy Fish-veitingastaðirnir eru jafn þekktir fyrir útlitið og þeir eru fyrir matseld, en þegar kemur að hönnun staðanna og upplifun gesta er engu til sparað.

Mattia Ricci verður á Sushi Social.
Mattia Ricci verður á Sushi Social. Ljósmynd/Aðsend

Ilkka Isotalo verður gestakokkur á Brút í ár

Ilkka Isotalo er virtur finnskur kokkur, þekktur fyrir djúpa virðingu fyrir staðbundnum hráefnum og norrænum hefðum. Matreiðsluvegferð hans hófst í Rauma á níunda áratugnum, þar sem hann lærði mikilvægi árstíðabundins hráefnis með því að elda nýveidda síld með móður sinni og nýta það sem náttúran gaf.

Í nær þrjá áratugi hefur Ilkka verið lykilmaður í finnska veitingageiranum. Sem yfirkokkur og stofnandi Ravintola C í Tampere (2008–2022) lyfti hann staðbundinni matargerð á nýtt stig og veitingastaðurinn var valinn Veitingastaður ársins í Finnlandi árið 2011.
Í dag vinnur Ilkka áfram með norræna matarhefð og hámarkar það besta úr nærumhverfinu. Á Brút mun hann skapa einstaka rétti þar sem íslensk hráefni mæta hans einstaka stíl.

Ilkka Isotalo verður á Brút.
Ilkka Isotalo verður á Brút. Ljósmynd/Aðsend

Á Skreið verður gestakokkurinn Colibrí Jiménez

Colibrí Jiménez er virtur kokkur, með djúpa þekkingu á hefðbundinni mexíkóskri matargerð og ötull talsmaður mexíkóskar matarmenningar og matarferðaþjónustu. Hún hefur lagt mikið upp úr því að mynda sterk tengsl við framleiðendur, vörumerki og stjórnvöld og hefur kynnt mexíkóska matargerð um allan heim, þar á meðal í Kúbu, Kólumbíu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Kanada, Kína, Indlandi og Bandaríkjunum.

Colibrí er höfundur fjölda matreiðslubóka og reglulegur gestur í sjónvarpsþáttum víðs vegar um heim. Hún hefur einnig sérhæft sig í sjálfbærri matargerð við Harvard-háskóla og er nú einn af stofnendum Tierra de Nadie, veitinga- og menningarrýmis í Mexíkóborg. Þar vinnur hún með einstaka eiginleika og fjölbreytni mexíkóskrar náttúru og matarhefða.

Colibri Jimenez verður á Skreið.
Colibri Jimenez verður á Skreið. Ljósmynd/Aðsend

Sonja Kristensen verður gestakokkur á Matur og Drykkur

Sonja Kristensen er frumkvöðullinn á bakvið hinn tveggja Michelin-stjörnu stað Kontrast í Osló. Réttir hennar einkennast af kjarki og fágun þar sem hún blandar saman norskum hráefnum og alþjóðlegum áhrifum með örlítilli leikgleði.

Sonja ólst upp á litlum sveitabæ í Noregi og lærði snemma að virða hvert einasta hráefni. Hún slípaði til hæfileika sína á nokkrum af virtustu veitingastöðum heims, þar á meðal The Fat Duck í Bretlandi, þar sem hún lagði áherslu á tilraunakennda matargerð. Eftir að hún sneri aftur heim hefur Kontrast unnið til fjölda viðurkenninga fyrir sköpun, sjálfbærni og árstíðabundið hráefni.

Sonja Kristensen verður Matur & Drykkur.
Sonja Kristensen verður Matur & Drykkur. Ljósmynd/Aðsend

Mikko Verneri Pakola verður gestakokkur á Brasserie Kársnes í ár

Mikko er finnskur kokkur sem hefur skapað sér nafn í Helsinki þar sem hann er yfirkokkur á Bras. Með glæsilegan feril að baki, sem inniheldur störf á Michelin-veitingastöðum eins og OLO, hefur Mikko skipað sér í fremstu röð finnskra matreiðslumanna. Hann var hluti af finnska kokkalandsliðinu frá 2013-2023 og hafnaði í öðru sæti í forkeppni Finnlands fyrir Bocuse d’Or. Árið 2024 var hann valinn „Yfirkokkur ársins“ í Finnlandi.

Matargerð Mikko byggir á virðingu fyrir náttúrunni og einstökum hráefnum. Hann leggur áherslu á flóknar og fágaðar matreiðsluaðferðir sem gera hverja máltíð að einstakri upplifun. Á Brasserie Kársnes mun hann blanda saman sínum einstaka stíl og íslensku hráefni – gestir geta því búist við ógleymanlegri máltíð.

Mikko Pakola verður á Kársnes Bistró.
Mikko Pakola verður á Kársnes Bistró. Ljósmynd/Aðsend

Gestakokkurinn í ár á TIDES verður Lateisha Wilson

Lateisha er yfirkokkur (Chef de Cuisine) á Matador Room og Matador Bar á Miami Beach EDITION, þar sem hún starfar undir Michelin-stjörnukokkinum Jean-Georges Vongerichten. Áður var hún aðstoðaryfirkokkur á ABC Cocina í New York í fjögur ár, veitingastað sem fagnar bæði staðbundnum hráefnum og alþjóðlegum bragðtónum.

Ferill hennar hófst í New York á Macondo East, þar sem hún komst fljótt í stöðu sous chef á Barraca/Macondo West og sérhæfði sig í spænskri matargerð. Hún tók síðar við stjórn eldhússins á Dekalb Market Hall, stærstu mathöll Brooklyn, þar sem hún vann með fjölbreytta og spennandi matargerð.

Lateisha er drifin áfram af ástríðu fyrir mat, ferðalögum og nýjum upplifunum. Á Food & Fun mun hún blanda saman alþjóðlegum áhrifum við íslenskt hráefni á einstakan hátt.

Lateisha Wilson verður á Tides á Edition Hótelinu.
Lateisha Wilson verður á Tides á Edition Hótelinu. Ljósmynd/Aðsend

Á VOX mun Tiago Rosa mæta til leiks og verða gestakokkur

Tiago Rosa er yfirkokkur á Michelin-staðnum Ark í Kaupmannahöfn, sem er þekktur fyrir nýstárlega og sjálfbæra plöntumiðaða matargerð. Þar hefur Tiago þróað einstaka nálgun á grænmetisrétti, með áherslu á djörf og fjölbreytt bragð.

„Áhersla mín á plöntumiðaða matargerð hófst þegar ég gekk til liðs við Ark. Ég hef lært að meta fjölbreytileika grænmetis og endalausa möguleika þess í matargerð,“ segir hann.
Á Food & Fun mun Tiago kynna matseðil sem endurspeglar matargerð Ark, með áherslu á grænmeti ásamt rétti úr sjálfbærri íslenskri bleikju. „Ég vil sýna fólki hversu skemmtilegt grænmeti getur verið og opna huga þeirra fyrir nýjum bragðupplifunum.“

Tiago Rosa verður á VOX.
Tiago Rosa verður á VOX. Ljósmynd/Aðsend

Ana Dolores González verður gestakokkur á Apotek Kitchen+Bar

Ana er margrómaður mexíkóskur matreiðslumaður sem er þekkt fyrir nýstárlega nálgun á hefðbundið mexíkóskt eldhús. Sem meðeigandi og yfirmatreiðslumaður Esquina Común í Mexíkóborg umbylti hún litlu einföldu “eatery”, sem hún opnaði upprunalega í íbúðarhúsnæði, í veitingahús með Michelin-stjörnu.

Ana Dolores verður á Apótekinu,
Ana Dolores verður á Apótekinu, Ljósmynd/Aðsend

Jakob Lyngsø verður gestakokkur á Eriksson Brasserie

Danski matreiðslumaðurinn Jakob Lyngsø er þekktur fyrir ástríðu sína fyrir franskri matargerð og færni í að færa klassískar hefðir til nútímans. Sem yfirkokkur á Bistro Boheme í Kaupmannahöfn hefur hann verið lykilmaður í að blanda frönskum hefðum við nýstárlega danska matreiðslu.

Árið 2024 hlaut Lyngsø þriðja sæti í fyrstu Pâté-Croûte keppni Danmerkur. Metnaður hans og nýsköpun í matargerð skiluðu honum nýverið tilnefningu til „Årets Kokkeprofil 2025“ (Kokkur ársins 2025) frá Den Danske Spiseguide. Með skapandi hugsun og vandaðri matargerð heldur Jakob áfram að móta og lyfta danskri matarmenningu upp á næsta stig.

Jakob Lyngso verður á Eiriksson.
Jakob Lyngso verður á Eiriksson. Ljósmynd/Aðsend

Lenny Messina er gestakokkur á Hjá Jóni í ár

Lenny Messina er yfirkokkur á veitingastaðnum LOLA í New York og einn af yfirkokkum Hudson Valley Foie Gras.

Hann sækir mikinn innblástur í læriföður sinn, Michael Ginor, en undir hans handleiðslu þróaði hann nútímalega nálgun sína á mið-austurlenska matargerð. Saman byggðu þeir upp LOLA, sem hlaut fljótt lof, meðal annars „excellent” einkunn frá The New York Times, „Cutting Edge” verðlaunin frá American Culinary Federation, og átta ár í röð Diners’ Choice viðurkenningu frá OpenTable.

Áður en hann hóf störf á LOLA náði Lenny stórum áfanga þegar hann varð landsmeistari American Culinary Federation. Í dag heldur hann áfram að heiðra arfleifð Michael Ginor með því að þróa nýjar hefðir og deila ástríðu sinni fyrir foie gras með heiminum.

Lenny Messina verður á veitingastaðnum Hjá Jóni.
Lenny Messina verður á veitingastaðnum Hjá Jóni. Ljósmynd/Aðsend

Á Fröken Reykjavík verður Katja Tuomainen gestakokkur

Katja Tuomainen er margrómaður finnskur matreiðslumeistari og þjálfari finnska kokkalandsliðsins, stöðu sem hún hefur gegnt síðan 2020. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í velgengni liðsins, meðal annars með unnið með þeim gullverðlaun á Ólympíuleikum matreiðslumeistara árið 2024.

Katja er einnig alþjóðlegur matreiðsludómari og færir sérþekkingu sína og djúpan skilning á matargerð til keppna um allan heim.
Katja sækir innblástur í norræn hráefni og hefðir og hún nýtur þess að innleiða nútímatækni og ný áhrif í sinni eldamennsku. Hún leggur mikinn metnað í nákvæmni, jafnvægi og að leyfa náttúrulegum brögðum hágæða hráefna njóta sín til fulls.

Katja Tuomainen verður á Fröken Reykjavík.
Katja Tuomainen verður á Fröken Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Fabio Petrucci verður gestakokkur á La Primavera í Hörpu

Ítalski matreiðslumeistarinn Fabio Petrucci er sannur sögumaður í eldhúsinu.
Ferill hans hefur leitt hann í virt eldhús eins og Le Manoir aux Quat’Saisons, tveggja Michelin-stjörnu veitingastað á samnefndu hóteli í Oxford. Hann var einnig yfirkokkur á Annabel’s í Mayfair, einum eftirsóttasta members-only klúbbi heims. Að auki hefur hann leitt eldhúsin á Home House Members Club og Eataly.

Fabio sameinar hefðbundnar ítalskar matreiðsluhefðir við nútímalegar aðferðir og skapar rétti sem blanda kunnuglegum bragðtónum við óvæntar upplifanir. Með djúpa virðingu fyrir hráefnum af hæstu gæðum býður hann matargestum upp á einlæga og skapandi matarupplifun.

Fabio Petrucci verður La Primavera í Hörpu.
Fabio Petrucci verður La Primavera í Hörpu. Ljósmynd/Aðsend

Tom Cook verður gestakokkur á Finnsson Bistro í ár

Vegferð Tom Cook hófst undir leiðslu hins virta matreiðslumanns Gary Rhodes, sem leiddi fljótlega af sér Michelin-stjörnu á veitingastaðnum City Rhodes. Hann fínstillti síðan hæfileika sína hjá Le Gavroche og The Capital Hotel, þar sem hann tileinkaði sér rólegan leiðtogastíl Michel Roux Jr. Leið hans lá í kjölfarið til Parísar þar sem hann bætti sérstaklega við þekkingu sína í eftirréttum. Eftir París hélt Tom til Sydney þar sem hann tók stöðu “sous chef” á veitingastaðnum Pier.

Þegar Tom sneri aftur til London tók hann við keflinu á veitingastaðnum Tom Aikens og síðar Le Pont de la Tour, þar sem hann setti á fót einstaklega vinsæl matreiðslunámskeið. Sem yfirkokkur á Skylon, og nú síðast Smith & Wollensky, heldur Tom áfram að heilla með framúrskarandi matreiðslu á úrvals steikum og áherslu á frábæra þjónustu.

Tom Cook verður á Finnsson Bistro.
Tom Cook verður á Finnsson Bistro. Ljósmynd/Aðsend

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert