Heitustu kokkarnir bjóða upp á heimsklassa matarupplifun

Hátíðin stendur fram á sunnudaginn, 16. mars næstkomandi, og nú …
Hátíðin stendur fram á sunnudaginn, 16. mars næstkomandi, og nú er tækifæri fyrir alla matgæðinga og áhugafólk um mat og matargerð til að bragða á spennandi nýjungum. Samsett mynd

Mat­ar­hátíðin Food & Fun hefst miðviku­dag­inn, 12. mars næst­kom­andi, og öllu verður tjaldað til. Mik­ill fjöldi þekktra gesta­kokka sem hafa verið að slá í gegn úti í heimi er mætt­ir hingað til lands til þess að töfra fram kræs­ing­ar úr ís­lensku hrá­efni sem blandað er listi­lega sam­an við þeirra eig­in hefðir og hrá­efni. Þetta er í 22. skiptið sem hátíðin er hald­in.

Þá má því segja að all­ir heit­ustu kokk­ar heims­ins muni bjóða upp á heimsklassa mat­ar­upp­lif­un á Food & Fun að þessu sinni. Boðið verður upp á stór­kost­leg­ar mat­ar­upp­lif­an­ir sem eiga án efa eft­ir að vekja verðskuldaða at­hygli. En fjöl­marg­ir stjörnu­kokk­ar munu prýða mat­ar­hátíðina Food & Fun í ár líkt og síðustu ár.

Hátíðin stend­ur fram á sunnu­dag­inn, 16. mars næst­kom­andi, og nú er tæki­færi fyr­ir alla mat­gæðinga og áhuga­fólk um mat og mat­ar­gerð til að bragða á spenn­andi nýj­ung­um og styðja um leið mat­ar­hátíðina sem efl­ir og lyft­ir ís­lenskri mat­ar­menn­ingu á hærra plan.

Hér get­ur að líta lista yfir veit­ingastaðina sem taka þátt og gesta­kokk­ana sem þar verða en alls eru 17 staðir sem taka þátt ár.

Á La Prima­vera í Mars­halls­hús­inu verður Cesare Batt­isti gesta­kokk­ur

Cesare Batt­isti, mat­reiðslu­meist­ar­inn á bak við hinn virta veit­ingastað Rat­anà í Mílanó, mun heilla gesti á La Prima­vera í Mars­hall­húsinu á Reykjavík Food & Fun Festi­val 2025.
Batt­isti sam­ein­ar hefðbund­in bragðefni frá Lomb­ar­dy með nútímaleg­um stíl, með áherslu á sjálf­bærni og staðbund­in hráefni. Síðan Batt­isti stofnaði Rat­anà árið 2009 hef­ur hann verið leiðandi afl í nútíma ítalskri mat­ar­gerð.

Utan eld­húss­ins er Batt­isti einnig sendi­herra „Ambasciatori del Gusto“, sem stuðlar að útbreiðslu ítalskr­ar mat­ar­menn­ing­ar á heimsvísu. Þátt­taka hans á hátíðinni lof­ar ógleym­an­legri upp­lif­un af ítalskri mat­arnýsköpun.

Cesare Battisti verður á La Primavera í Marshallshúsi.
Cesare Batt­isti verður á La Prima­vera í Mars­halls­húsi. Ljós­mynd/​Aðsend

Matti­as Bratt verður gesta­kokk­ur á OTO

Matti­as Bratt er drif­kraft­ur­inn á bak við hina vin­sælu veit­ingastaði Racamaca og Ring Kat­ar­ina í Stokk­hólmi. Árið 2015 opnaði hann, ásamt viðskipta­félaga sínum Rasmus Lan­ger, veit­ingastaðinn Racamaca; tap­asb­ar með basknesku ívafi staðsett­an í hjarta Södermalm. Staður­inn hef­ur fljótt orðið eft­ir­læti heima­manna og fag­fólks í veit­inga­geir­an­um og er oft­ar en ekki röð út úr dyr­um eft­ir borði.

Með félögun­um Fredrik og Erik opnuðu þeir svo Ring Kat­ar­ina, lífleg­an vín- og mat­b­ar við Kat­ar­ina Bangata 66, þar sem frönsk og ítölsk mat­ar­gerð sam­ein­ast á ein­stak­an hátt. Matti­as er einnig einn af stofn­end­um Gröna Linj­en Bryg­geri, og hef­ur bruggað bjóra sem ratað hafa inn á Michel­in-stjörnu­veit­ingastaði.

Þrátt fyr­ir anna­sam­an starfs­fer­il legg­ur Matti­as mikla áherslu á fjölskyldulífið og tal­ar um eins árs son sinn sem sinn kröfu­h­arðasta gagn­rýnanda.

Mattias Bratt verður á OTO.
Matti­as Bratt verður á OTO. Ljós­mynd/​Aðsend

Á Sumac verður At­hanasi­os Kargatzidis gesta­kokk­ur

At­hanasi­os er stofn­andi hins vin­sæla og marg­verðlaunaða veit­ingastaðar BARON í Líbanon, en Baron hef­ur verið á lista World's 50 Best Restaurants und­an­far­in 5 ár. Ásamt því hef­ur Baron verið val­inn besti veit­ingastaður Líbanon bæði 2022 og 2023, og er af mörgum tal­inn vera einn besti veit­ingastaður Mið-aust­ur­landa.

Mat­ar­gerð At­hanasi­os legg­ur höfuðáhersl­ur á bragð og áferð frem­ur en hefðir. Nýjasta verk­efni hans, COSTA FRIA í Ericeira í Portúgal, sam­ein­ar hráefni frá Atlants­hafs­strönd­inni við mat­reiðsluaðferðir sem þekkj­ast við Miðjarðar­hafið.
Á Sumac mun hann töfra fram ein­staka rétti þar sem íslensk hráefni mæta alþjóðleg­um áhrif­um í full­komnu jafn­vægi.

Athanasios Tommy Kargatzi verður á Sumac.
At­hanasi­os Tommy Kargatzi verður á Sumac. Ljós­mynd/​Aðsend

Benjam­in Steigers verður gesta­kokk­ur á Fisk­markaðnum

Ben er meist­ari í hefðbund­inni Edom­ae-sus­hi og hef­ur víðtæka reynslu sem spann­ar heim­inn

all­an. Fer­ill hans hófst í heima­bæn­um Salt Lake City, Utah, en fljótlega hélt hann þvert yfir Atlants­hafið og fann sig á hinum mar­grómaða veit­ingastað Noma í Kaup­manna­höfn.

Því næst hélt Ben til Jap­ans þar sem hann starfaði á þriggja Michel­in-stjörnu veit­ingastaðnum RyuG­in. Til að auka skiln­ing sinn á sjávarfangi enn frek­ar kafaði Ben meðal ann­ars eft­ir ígul­kerj­um í Norður-Íshafi.

Eft­ir heim­komu til Band­aríkj­anna vann hann með hinum þekkta mat­reiðslu­meist­ara Michael Mina við opn­un Pabu Izakaya-veit­ingastaðanna í San Francisco og Bost­on. Und­an­farið hef­ur Ben starfað sem einka­kokk­ur fyr­ir nokk­ur af stærstu nöfnum tónlist­ar­heims­ins á tónleika­ferðalögum. Nú til dags er Ben í óða önn að und­ir­búa opn­un veit­ingastaðar­ins Wister­ia í Salt Lake City, auk staða í Washingt­on D.C. og á Spáni.

Ben Steigers verður á Fiskmarkaðinum.
Ben Steigers verður á Fisk­markaðinum. Ljós­mynd/​Aðsend

Mattia Ricci verður gesta­kokk­ur á Sus­hi Social í ár

Mattia Ricci er yfir­kokk­ur á ein­um vin­sæl­asta veit­ingastað Lundúna, Sexy Fish, og hef­ur verið í þeirri stöðu und­an­far­in 6 ár. Mattia finn­ur inn­blástur að miklu leyti úr barnæsku sinni þar sem hann eyddi mikl­um tíma í eld­húsinu með ömmum sínum.

Mat­ar­heim­speki Mattia legg­ur mikla áherslu á reyna að skapa eitt­hvað al­ger­lega nýtt og spenn­andi úr ein­földum hráefn­um, og hef­ur getið sér gott orðspor fyr­ir nýstárlega nálgun sína á klassískum réttum. Mattia nefn­ir Björn Weiss­ber­ger sem þann aðila sem hef­ur haft mest áhrif á hann sem mat­reiðslu­mann, og lítur á Ferr­an Adria, Massimo Bottura og Dav­id Munoz sem þá kokka sem hafa veitt hon­um mest­an inn­blástur á sínum ferli.

Sexy Fish er af mörgum tal­inn vera flott­asti veit­ingastaður Lundúna, en einnig hafa opnað Sexy Fish veit­ingastaðir í Miami og nú nýverið í Manchester. Sexy Fish-veit­ingastaðirn­ir eru jafn þekkt­ir fyr­ir útlitið og þeir eru fyr­ir matseld, en þegar kem­ur að hönnun staðanna og upp­lif­un gesta er engu til sparað.

Mattia Ricci verður á Sushi Social.
Mattia Ricci verður á Sus­hi Social. Ljós­mynd/​Aðsend

Ilkka Isota­lo verður gesta­kokk­ur á Brút í ár

Ilkka Isota­lo er virt­ur finnsk­ur kokk­ur, þekkt­ur fyr­ir djúpa virðingu fyr­ir staðbundn­um hráefn­um og nor­ræn­um hefðum. Mat­reiðslu­veg­ferð hans hófst í Rauma á níunda ára­tugn­um, þar sem hann lærði mik­il­vægi árstíðabund­ins hráefn­is með því að elda nýveidda síld með móður sinni og nýta það sem náttúran gaf.

Í nær þrjá ára­tugi hef­ur Ilkka verið lyk­ilmaður í finnska veit­inga­geir­an­um. Sem yfir­kokk­ur og stofn­andi Ravintola C í Tam­p­ere (2008–2022) lyfti hann staðbund­inni mat­ar­gerð á nýtt stig og veit­ingastaður­inn var val­inn Veit­ingastaður árs­ins í Finn­landi árið 2011.
Í dag vinn­ur Ilkka áfram með nor­ræna mat­ar­hefð og hámark­ar það besta úr nærum­hverf­inu. Á Brút mun hann skapa ein­staka rétti þar sem íslensk hráefni mæta hans ein­staka stíl.

Ilkka Isotalo verður á Brút.
Ilkka Isota­lo verður á Brút. Ljós­mynd/​Aðsend

Á Skreið verður gesta­kokk­ur­inn Coli­brí Jiménez

Coli­brí Jiménez er virt­ur kokk­ur, með djúpa þekk­ingu á hefðbund­inni mexíkóskri mat­ar­gerð og ötull talsmaður mexíkóskar mat­ar­menn­ing­ar og mat­ar­ferðaþjónustu. Hún hef­ur lagt mikið upp úr því að mynda sterk tengsl við fram­leiðend­ur, vörumerki og stjórnvöld og hef­ur kynnt mexíkóska mat­ar­gerð um all­an heim, þar á meðal í Kúbu, Kólumbíu, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Kan­ada, Kína, Indlandi og Band­aríkj­un­um.

Coli­brí er höfund­ur fjölda mat­reiðslu­bóka og reglu­leg­ur gest­ur í sjónvarpsþáttum víðs veg­ar um heim. Hún hef­ur einnig sérhæft sig í sjálf­bærri mat­ar­gerð við Har­vard-háskóla og er nú einn af stofn­end­um Tierra de Nadie, veit­inga- og menn­ing­arrýmis í Mexíkóborg. Þar vinn­ur hún með ein­staka eig­in­leika og fjölbreytni mexíkóskrar náttúru og mat­ar­hefða.

Colibri Jimenez verður á Skreið.
Coli­bri Ji­menez verður á Skreið. Ljós­mynd/​Aðsend

Sonja Kristen­sen verður gesta­kokk­ur á Mat­ur og Drykk­ur

Sonja Kristen­sen er frum­kvöðull­inn á bakvið hinn tveggja Michel­in-stjörnu stað Kontr­ast í Osló. Réttir henn­ar ein­kenn­ast af kjarki og fágun þar sem hún bland­ar sam­an norsk­um hráefn­um og alþjóðleg­um áhrif­um með örlítilli leik­gleði.

Sonja ólst upp á litl­um sveita­bæ í Nor­egi og lærði snemma að virða hvert ein­asta hráefni. Hún slípaði til hæfi­leika sína á nokkr­um af virt­ustu veit­inga­stöðum heims, þar á meðal The Fat Duck í Bretlandi, þar sem hún lagði áherslu á til­rauna­kennda mat­ar­gerð. Eft­ir að hún sneri aft­ur heim hef­ur Kontr­ast unnið til fjölda viður­kenn­inga fyr­ir sköpun, sjálf­bærni og árstíðabundið hráefni.

Sonja Kristensen verður Matur & Drykkur.
Sonja Kristen­sen verður Mat­ur & Drykk­ur. Ljós­mynd/​Aðsend

Mik­ko Verneri Pakola verður gesta­kokk­ur á Brass­erie Kárs­nes í ár

Mik­ko er finnsk­ur kokk­ur sem hef­ur skapað sér nafn í Hels­inki þar sem hann er yfir­kokk­ur á Bras. Með glæsi­leg­an fer­il að baki, sem inni­held­ur störf á Michel­in-veit­inga­stöðum eins og OLO, hef­ur Mik­ko skipað sér í fremstu röð finnskra mat­reiðslu­manna. Hann var hluti af finnska kokka­landsliðinu frá 2013-2023 og hafnaði í öðru sæti í for­keppni Finn­lands fyr­ir Bocu­se d’Or. Árið 2024 var hann val­inn „Yfir­kokk­ur árs­ins“ í Finn­landi.

Mat­ar­gerð Mik­ko bygg­ir á virðingu fyr­ir náttúrunni og ein­stökum hráefn­um. Hann legg­ur áherslu á flóknar og fágaðar mat­reiðsluaðferðir sem gera hverja máltíð að ein­stakri upp­lif­un. Á Brass­erie Kárs­nes mun hann blanda sam­an sínum ein­staka stíl og íslensku hráefni – gest­ir geta því búist við ógleym­an­legri máltíð.

Mikko Pakola verður á Kársnes Bistró.
Mik­ko Pakola verður á Kárs­nes Bistró. Ljós­mynd/​Aðsend

Gesta­kokk­ur­inn í ár á TIDES verður Lat­eisha Wil­son

Lat­eisha er yfir­kokk­ur (Chef de Cuis­ine) á Mata­dor Room og Mata­dor Bar á Miami Beach ED­ITI­ON, þar sem hún starfar und­ir Michel­in-stjörnu­kokk­in­um Jean-Geor­ges Von­gerichten. Áður var hún aðstoðar­yfir­kokk­ur á ABC Coc­ina í New York í fjögur ár, veit­ingastað sem fagn­ar bæði staðbundn­um hráefn­um og alþjóðleg­um bragðtónum.

Fer­ill henn­ar hófst í New York á Macondo East, þar sem hún komst fljótt í stöðu sous chef á Barraca/​Macondo West og sérhæfði sig í spænskri mat­ar­gerð. Hún tók síðar við stjórn eld­húss­ins á Dekalb Mar­ket Hall, stærstu mat­höll Brook­lyn, þar sem hún vann með fjölbreytta og spenn­andi mat­ar­gerð.

Lat­eisha er drif­in áfram af ástríðu fyr­ir mat, ferðalögum og nýjum upp­lif­un­um. Á Food & Fun mun hún blanda sam­an alþjóðleg­um áhrif­um við íslenskt hráefni á ein­stak­an hátt.

Lateisha Wilson verður á Tides á Edition Hótelinu.
Lat­eisha Wil­son verður á Tides á Ed­iti­on Hót­el­inu. Ljós­mynd/​Aðsend

Á VOX mun Tiago Rosa mæta til leiks og verða gesta­kokk­ur

Tiago Rosa er yfir­kokk­ur á Michel­in-staðnum Ark í Kaup­manna­höfn, sem er þekkt­ur fyr­ir nýstárlega og sjálf­bæra plöntumiðaða mat­ar­gerð. Þar hef­ur Tiago þróað ein­staka nálgun á græn­met­is­rétti, með áherslu á djörf og fjölbreytt bragð.

„Áhersla mín á plöntumiðaða mat­ar­gerð hófst þegar ég gekk til liðs við Ark. Ég hef lært að meta fjölbreyti­leika græn­met­is og enda­lausa möguleika þess í mat­ar­gerð,“ seg­ir hann.
Á Food & Fun mun Tiago kynna mat­seðil sem end­ur­spegl­ar mat­ar­gerð Ark, með áherslu á græn­meti ásamt rétti úr sjálf­bærri íslenskri bleikju. „Ég vil sýna fólki hversu skemmti­legt græn­meti get­ur verið og opna huga þeirra fyr­ir nýj­um bragðupp­lif­un­um.“

Tiago Rosa verður á VOX.
Tiago Rosa verður á VOX. Ljós­mynd/​Aðsend

Ana Dol­or­es González verður gesta­kokk­ur á Apotek Kitchen+Bar

Ana er mar­grómaður mexíkóskur mat­reiðslumaður sem er þekkt fyr­ir nýstárlega nálgun á hefðbundið mexíkóskt eld­hús. Sem meðeig­andi og yf­ir­mat­reiðslumaður Esquina Común í Mexíkóborg um­bylti hún litlu ein­földu “ea­tery”, sem hún opnaði upp­runa­lega í íbúðarhúsnæði, í veit­inga­hús með Michel­in-stjörnu.

Ana Dolores verður á Apótekinu,
Ana Dol­or­es verður á Apó­tek­inu, Ljós­mynd/​Aðsend

Jakob Lyngsø verður gesta­kokk­ur á Eriks­son Brass­erie

Danski mat­reiðslumaður­inn Jakob Lyngsø er þekkt­ur fyr­ir ástríðu sína fyr­ir franskri mat­ar­gerð og færni í að færa klassískar hefðir til nútímans. Sem yfir­kokk­ur á Bistro Boheme í Kaup­manna­höfn hef­ur hann verið lyk­ilmaður í að blanda frönsk­um hefðum við nýstárlega danska mat­reiðslu.

Árið 2024 hlaut Lyngsø þriðja sæti í fyrstu Pâté-Croûte keppni Dan­merk­ur. Metnaður hans og nýsköpun í mat­ar­gerð skiluðu hon­um nýverið til­nefn­ingu til „Årets Kokk­eprof­il 2025“ (Kokk­ur árs­ins 2025) frá Den Danske Spisegui­de. Með skap­andi hugs­un og vandaðri mat­ar­gerð held­ur Jakob áfram að móta og lyfta danskri mat­ar­menn­ingu upp á næsta stig.

Jakob Lyngso verður á Eiriksson.
Jakob Lyng­so verður á Eiriks­son. Ljós­mynd/​Aðsend

Lenny Mess­ina er gesta­kokk­ur á Hjá Jóni í ár

Lenny Mess­ina er yfir­kokk­ur á veit­ingastaðnum LOLA í New York og einn af yfir­kokk­um Hudson Valley Foie Gras.

Hann sæk­ir mik­inn inn­blástur í læri­föður sinn, Michael Gin­or, en und­ir hans hand­leiðslu þróaði hann nútímalega nálgun sína á mið-aust­ur­lenska mat­ar­gerð. Sam­an byggðu þeir upp LOLA, sem hlaut fljótt lof, meðal ann­ars „excell­ent” ein­kunn frá The New York Times, „Cutt­ing Edge” verðlaun­in frá American Culin­ary Federati­on, og átta ár í röð Diners’ Choice viður­kenn­ingu frá OpenTa­ble.

Áður en hann hóf störf á LOLA náði Lenny stórum áfanga þegar hann varð lands­meist­ari American Culin­ary Federati­on. Í dag held­ur hann áfram að heiðra arf­leifð Michael Gin­or með því að þróa nýjar hefðir og deila ástríðu sinni fyr­ir foie gras með heim­in­um.

Lenny Messina verður á veitingastaðnum Hjá Jóni.
Lenny Mess­ina verður á veit­ingastaðnum Hjá Jóni. Ljós­mynd/​Aðsend

Á Frök­en Reykja­vík verður Katja Tu­omain­en gesta­kokk­ur

Katja Tu­omain­en er mar­grómaður finnsk­ur mat­reiðslu­meist­ari og þjálfari finnska kokka­landsliðsins, stöðu sem hún hef­ur gegnt síðan 2020. Hún hef­ur gegnt lyk­il­hlut­verki í vel­gengni liðsins, meðal ann­ars með unnið með þeim gull­verðlaun á Ólympíuleik­um mat­reiðslu­meist­ara árið 2024.

Katja er einnig alþjóðleg­ur mat­reiðsludómari og fær­ir sérþekk­ingu sína og djúpan skiln­ing á mat­ar­gerð til keppna um all­an heim.
Katja sæk­ir inn­blástur í nor­ræn hráefni og hefðir og hún nýtur þess að inn­leiða nútíma­tækni og ný áhrif í sinni elda­mennsku. Hún legg­ur mik­inn metnað í nákvæmni, jafn­vægi og að leyfa náttúru­leg­um brögðum hágæða hráefna njóta sín til fulls.

Katja Tuomainen verður á Fröken Reykjavík.
Katja Tu­omain­en verður á Frök­en Reykja­vík. Ljós­mynd/​Aðsend

Fabio Petrucci verður gesta­kokk­ur á La Prima­vera í Hörpu

Ítalski mat­reiðslu­meist­ar­inn Fabio Petrucci er sann­ur sögumaður í eld­húsinu.
Fer­ill hans hef­ur leitt hann í virt eld­hús eins og Le Mano­ir aux Quat’Sai­sons, tveggja Michel­in-stjörnu veit­ingastað á sam­nefndu hóteli í Oxford. Hann var einnig yfir­kokk­ur á Anna­bel’s í Ma­yf­a­ir, ein­um eft­ir­sótt­asta mem­bers-only klúbbi heims. Að auki hef­ur hann leitt eld­húsin á Home Hou­se Mem­bers Club og Ea­ta­ly.

Fabio sam­ein­ar hefðbundn­ar ítalsk­ar mat­reiðslu­hefðir við nútímaleg­ar aðferðir og skap­ar rétti sem blanda kunn­ug­leg­um bragðtónum við óvænt­ar upp­lif­an­ir. Með djúpa virðingu fyr­ir hráefn­um af hæstu gæðum býður hann mat­ar­gest­um upp á ein­læga og skap­andi mat­ar­upp­lif­un.

Fabio Petrucci verður La Primavera í Hörpu.
Fabio Petrucci verður La Prima­vera í Hörpu. Ljós­mynd/​Aðsend

Tom Cook verður gesta­kokk­ur á Finns­son Bistro í ár

Veg­ferð Tom Cook hófst und­ir leiðslu hins virta mat­reiðslu­manns Gary Rhodes, sem leiddi fljótlega af sér Michel­in-stjörnu á veit­ingastaðnum City Rhodes. Hann fínstillti síðan hæfi­leika sína hjá Le Gavr­oche og The Capital Hotel, þar sem hann til­einkaði sér róleg­an leiðtog­astíl Michel Roux Jr. Leið hans lá í kjölfarið til Parísar þar sem hann bætti sérstak­lega við þekk­ingu sína í eft­ir­réttum. Eft­ir París hélt Tom til Syd­ney þar sem hann tók stöðu “sous chef” á veit­ingastaðnum Pier.

Þegar Tom sneri aft­ur til London tók hann við kefl­inu á veit­ingastaðnum Tom Aikens og síðar Le Pont de la Tour, þar sem hann setti á fót ein­stak­lega vin­sæl mat­reiðslunámskeið. Sem yfir­kokk­ur á Skylon, og nú síðast Smith & Wol­len­sky, held­ur Tom áfram að heilla með framúrsk­ar­andi mat­reiðslu á úrvals steik­um og áherslu á frábæra þjónustu.

Tom Cook verður á Finnsson Bistro.
Tom Cook verður á Finns­son Bistro. Ljós­mynd/​Aðsend

 

 

 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert