Góð hugmynd að helgarnammi

Það er freistandi að fá sér svona helgarnammi.
Það er freistandi að fá sér svona helgarnammi. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Hanna Thordarson sælkeri og keramiker er sniðugri en flestir að leika sér með girnilegar uppskriftir að góðgæti til að bjóða gestum upp á eða bara til að njóta sjálfur.

Hér er hún komin með góðar hugmyndir að helgarnammi og segir hún að um sé ekki að ræða nein geimvísindi heldur bara einfalda leið til að búa til sína eigin útgáfu af sælgæti.

„Hægt er til dæmis að nota súkkulaðið sem til er eftir jólabaksturinn og fræ til að gera „hollari“ útgáfu af helgarnamminu og um leið að friða samviskuna. Bitarnir eru góðir með kaffisopanum en þá má líka nota sem skraut á köku eða á eftirréttinn. Súper einfalt og fallegtgóðgæti til að bera fram og til að njóta,“ segir Hanna.

Heimatilbúið helgarnammi fyrir sælkera

  • Súkkulaði eins og t.d. suðusúkkulaði eða mjólkursúkkulaði (má einnig vera blanda af mismunandi súkkulaði).

Hugmyndir:

  • lakkrís skorinn niður eða aðrir sælgætisbitar

Hollari hugmyndir:

  • fræ eins og sólblómafræ, graskersfræ, chiafræ, sesamfræ, birkifræ og/eða hörfræ
  • kókosflögur
  • hnetumulningur
  • túrmerik

Bragðsterkari útgáfa:

  • chilliflögur eða engiferduft
  • saltflögur

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði – varist að hita of mikið.
  2. Ver ert að tempra súkkulaði.
  3. Þegar skálin er tekin af pottinum er gott að þurrka undir hana (svo dropi ekki á pappírinn).
  4. Dreifið súkkulaðinu yfir smjörpappír með sleikju.
  5. Dreifið mulningi afóhollustut eða hollustu yfir – látið harðna og brotið niður í bita og setjið á viðarbretti eða skál og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert