Góð hugmynd að helgarnammi

Það er freistandi að fá sér svona helgarnammi.
Það er freistandi að fá sér svona helgarnammi. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Hanna Thor­d­ar­son sæl­keri og kera­miker er sniðugri en flest­ir að leika sér með girni­leg­ar upp­skrift­ir að góðgæti til að bjóða gest­um upp á eða bara til að njóta sjálf­ur.

Hér er hún kom­in með góðar hug­mynd­ir að helgarnammi og seg­ir hún að um sé ekki að ræða nein geim­vís­indi held­ur bara ein­falda leið til að búa til sína eig­in út­gáfu af sæl­gæti.

„Hægt er til dæm­is að nota súkkulaðið sem til er eft­ir jóla­bakst­ur­inn og fræ til að gera „holl­ari“ út­gáfu af helgarnamm­inu og um leið að friða sam­visk­una. Bitarn­ir eru góðir með kaffi­sop­an­um en þá má líka nota sem skraut á köku eða á eft­ir­rétt­inn. Súper ein­falt og fal­legt­góðgæti til að bera fram og til að njóta,“ seg­ir Hanna.

Góð hugmynd að helgarnammi

Vista Prenta

Heima­til­búið helgarnammi fyr­ir sæl­kera

  • Súkkulaði eins og t.d. suðusúkkulaði eða mjólk­ursúkkulaði (má einnig vera blanda af mis­mun­andi súkkulaði).

Hug­mynd­ir:

  • lakk­rís skor­inn niður eða aðrir sæl­gæt­is­bit­ar

Holl­ari hug­mynd­ir:

  • fræ eins og sól­blóma­fræ, graskers­fræ, chia­fræ, ses­am­fræ, birki­fræ og/​eða hör­fræ
  • kó­kos­flög­ur
  • hnetumuln­ing­ur
  • túr­merik

Bragðsterk­ari út­gáfa:

  • chilli­f­lög­ur eða engi­fer­duft
  • salt­flög­ur

Aðferð:

  1. Bræðið súkkulaðið yfir heitu vatnsbaði – var­ist að hita of mikið.
  2. Ver ert að tempra súkkulaði.
  3. Þegar skál­in er tek­in af pott­in­um er gott að þurrka und­ir hana (svo dropi ekki á papp­ír­inn).
  4. Dreifið súkkulaðinu yfir smjörpapp­ír með sleikju.
  5. Dreifið muln­ingi afó­holl­ustut eða holl­ustu yfir – látið harðna og brotið niður í bita og setjið á viðarbretti eða skál og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert